Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202236 LÍF&STARF Niðurstöður heyefnagreininga fyrir sumarið 2021: Hey frá síðasta sumri talsvert lakara en árið á undan – Lægra orkugildi, próteininnihald og minni meltanleiki Samantekt um niðurstöður heyefnagreiningar fyrir síðasta sumar hefur verið birt á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land bún­ aðarins (RML), ásamt saman­ burði við sumarið á undan. Í ljós kemur að hey frá síðasta sumri er almennt talsvert lakara en árið á undan, sem gæti hafa leitt til þess að meiri þörf hafi verið fyrir orkuríkt kjarnfóður. Í niðurstöðunum, sem Ditte Clausen, ráðgjafi RML, hefur tekið saman, kemur fram að í samanburði við árið 2020 er próteininnihaldið í fyrri slætti 2021 almennt lægra í öllum landshlutum að meðaltali nema á Suðurlandi og orkugildið lægra í öllum landshlutum. Meltanleiki í heyjunum er einnig lakari á síðasta sumri. Ditte segir að þetta geti allt haft áhrif á að þörf sé meiri fyrir orkuríkt kjarnfóður með heyjunum til að tryggja orkuþörf hámjólka kúa. Kalt vor, þurrkar og vætutíð Ditte segir að skýringar á þessum niðurstöðum megi sennilega að miklu leyti tengja veðurfari, meðal annars lágu hitastigi síðasta vor um allt land, þurrviðri og hægri sprettu framan af. „Síðan verður hraður þroski grasa þegar hlýnaði og þá fór orkugildi að lækka í grösunum. Sums staðar fór sláttur hægar af stað vegna þess að útlit var fyrir heldur litla uppskeru. Svo spila þurrkar sums staðar á landinu inn í og annars staðar vætutíð sem olli því að ekki var hægt að slá á æskilegum tíma.“ Spurð um hvort ekki væri gagnlegt að fá þessar niðurstöður fyrr fram, segir Ditte að stefnt sé að því að hraða ferlinu á næsta ári. „Upplýsingarnar bárust hins vegar hverjum bónda þegar efnagreiningu á hans sýnum var lokið. Í fram­ haldinu hefur hann væntanlega fengið senda að minnsta kosti grófa umsögn á niðurstöðunum frá þeim aðila sem tók sýnin – eða verið í sambandi við hann. Sumir hafa einnig fengið unna fóðuráætlun út frá niðurstöðunum. Samantekt eins og þessi, þar sem greint er frá meðaltölum, er hæpinn grunnur fyrir einstaka bændur að haga sinni fóðrun út frá, því breytileiki er alltaf milli búa á hverju svæði. Hver og einn þarf að vinna út frá þeim heyjum sem hann hefur úr að spila.“ Heyin að meðaltali frekar þurr Um greiningar er að ræða út frá NorFor­kerfinu, sýnin eru tekin af RML og ýmsum öðrum aðilum, t.d. seljendum kjarnfóðurs, og efnagreind hjá Efnagreiningu ehf. „Heysýnin 2021, sem þessi meðaltöl byggja á, voru 1.573. Þá eru aðeins færri með fulla steinefnagreiningu. Það eru þrjár misjafnlega ítarlegar Norfor­greiningar í boði hjá Efnagreiningu ehf. Á vef þeirra má finna frekari upplýsingar um mismuninn,“ segir Ditte. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að heyin 2021 hafi verið frekar þurr að meðaltali og muni þar allt að níu prósentustigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 prósenta innihald) og öðrum landshlutum (51,1–58,7 prósenta innihald). /smh Ditte Clausen, ráðgjafi hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Myndir / RML Hey frá síðasta sumri er almennt talsvert lakara en árið á undan, sem gæti hafa leitt til þess að meiri þörf hafi víða verið fyrir orkuríkt kjarnfóður í vetur. Fuglaflensa berst hingað með farfuglum: Eigendum hænsna skylt að halda þeim inni Vegna mikillar útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu hefur Matvælastofnun gefið út sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Eigendum hænsna og annarra fugla er nú skylt að halda þeim inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja aðskilnað þeirra við villta fugla. Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Mörg tilfelli hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglar hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Nær öruggt er að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Matvælaráðuneytið hefur því tilkynnt tímabundnar varnaraðgerðir og birtust þær í Stjórnartíðindum 31. mars sl. og eru aðgengilegar á vef MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: Fuglahús og umhverfi þeirra a. Fuglar skulu hafðir inni í yfir­ byggðum gerðum eða húsum. b. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. c. Hús og gerði skulu fuglaheld. d. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. e. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblást ur vélrænnar loftræst ingar. f. Setja skal fuglanet fyrir allar loft­ ræstitúður, op og glugga á fugla­ húsum. Umgengni og umhirða a. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. b. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. Fóður og drykkjarvatn a. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. b. Drykkjarvatnsból skulu vel frá­ gengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. Flutningar a. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. b. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. c. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. Úrgangur Farga skal öllum úrgangi úr fugla­ húsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Matvælastofnun hvetur jafnframt almenning til að tilkynna um villta fugla sem finnast dauðir ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar. Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Á vef Matvælastofnunar segir að rannsóknir á dauða svartbaka í Austur­Kanada í lok síðasta árs hafi sýnt fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fuglum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að það endurtaki sig í ár og því er mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. /ghp                   Hús á mynd R305H: Stærð 3,06 x 3,71m Ál og hert gler  Mikilvægt er að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þrír meginþættir sóttvarna er aðskilnaður, þrif og sótthreinsun. Í þessu samhengi byggist aðskilnaðurinn á að halda villtum fuglum frá fuglum í haldi, eins og kostur er. Það er t.d. gert með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum, og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Mynd / Kristín Friðriksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.