Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 55 landbúnaðarlandið sé sóað, rati í grunnvatn sem mengi út frá sér. Rajapaksa forseti hélt áfram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 26, í október sl. „Við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að nýta okkur vísindaaðferðir til að auka landbúnaðarframleiðslu án þess að valda umhverfisspjöllum. Við lýsum yfir nýrri landbúnaðarbyltingu sem byggir á sjálfbærni. Heimspekileg arfleifð Sri Lanka, auðguð af kenningum Búdda, hefur alltaf hvatt okkur til að halda jafnvægi milli vistfræðilegra og mannlegra þarfa. Menn verða að vera í takt við náttúruna frekar en að vinna gegn henni. Þessi nýja stefna ríkisstjórnar minnar leggur áherslu á sjálfbærni.“ Á þessum tímapunkti var þó þegar bersýnilegt að ákvörðunin var farin að hafa veruleg og slæm áhrif á fæðuöryggi, sjálfbærni og heilbrigði íbúa Sri Lanka. Afleiðingarnar fyrirsjáanlegu Fljótlega eftir bannið var ljóst að uppskera matvæla án aðfanganna yrði minni en vænta mætti. Janaka Wasantha kartöflubóndi sýndi sjónvarpsstöðinni Al Jazeera stöðu akranna sinna í frétt sem birtist 26. júlí sl. Áhrif áburðarskortsins var að plöntur voru litlar og óþroskaðar „Við erum venjulega að uppskera á þessum tíma, um 75 dögum eftir plöntun.“ Indika Dissanayake garðyrkju- bóndi gagnrýndi stjórnvöld í sömu frétt og sagði að ekkert samráð hafi átt sér stað við bændur fyrir bannið. Uppskeran hrundi og tekjur bænda með. Talið er að allt að þriðjungur ræktunarsvæðis hafi ekki verið nýtt vegna þess að vistfræðilegar aðstæður kröfðust varnarefna. Bændur og landbúnaðar- vísindamenn mótmæltu á götum úti. Þeir voru sammála um að minni notkun íðefna í landbúnaði væri góðra gjalda verð en það hefði verið fráleitt að gera kröfur um yfirfærslu á einni nóttu. Útfærslan væri skandall. Matarskortur gerði fljótlega vart við sig og matvælaverð hækkaði. Bætti það gráu ofan á svart ástand vegna bágs gjaldeyrisforða. Vöntun á innfluttum vörum og eldsneyti varð til þess að bæði bensín og matvæli er á þessum tímapunkti skammtað og fólk hefur látist úr ofþurrkun í biðröðum eftir nauðsynjavörum. Fýluferð Hippo Spirit Þegar ömurlegar afleiðingar inn- flutningsbannsins voru bersýnilegar, sá Rajapaksa forseti að sér og sneri ákvörðuninni um miðjan nóvember. Takmarkanir voru afléttar að einhverju leyti því tiltekin varnarefni voru leyfð. Ekki nóg með það, heldur verslaði hið opinbera 200.000 tonna skipsfarm af lífrænum búfjáráburði frá Kína, sem þegar var á leiðinni með flutningaskipinu Hippo Spirit er ríkisstjórnin tilkynnti gjörninginn. Kraumaði þá aftur í talsmönnum landbúnaðar og upphófust mótmæli. Jarðvísindamenn vöruðu við innflutningnum og sögðu að dreifing áburðarins gæti haft óafturkræf áhrif á vistkerfi eyjunnar. Við formlegt eftirlit NPQS (Eftirlitsstofnun Sri Lanka) á sýnum úr áburðinum reyndist hann nefnilega innihalda bakteríuna Elwinia sem getur valdið sjúkdómum í plöntum. Dr. Janendra Decosta, prófessor í jarðrækt hjá Háskólanum í Peradeniya, sagði m.a. í viðtali: „Ef örverur í áburðinum reynast skaðlegar þá getum við ekki snúið við, tekið til baka ferlið sem þá þegar verður farið í gang. Sem vísindamaður myndi ég mæla gegn því að taka við þessari sendingu af lífrænum áburði.“ Eftirlitsstofnunin veitti farminum því ekki innflutningsleyfi og Hippo Spirit fékk ekki að leggjast við bryggju til affermingar. Hippo Spirit var því snúið við og sent aftur til Kína. Afleidd þróun Innflutningshöftin og bann við notkun viðurkenndra varnarefna hefur leitt til stóraukins ólöglegs innflutnings á alls kyns varnarefnum. Þar sem opinberu eftirliti sleppir aukast líkur á notkun á óæskilegum efnum sem leiðir til þess að landbúnaðarframleiðslan í Sri Lanka og sú ímynd sem hún hafði, lífræn eður ei, kann að skaðast því nú hafa eftirlitsstofnanir ekki eingöngu verri yfirsýn yfir notkun á íðefnum, heldur getur það einnig leitt til verri gæða á afurðum. Bætur til bænda Ríkisstjórnin hefur þurft að játa ýmis mistök vegna ákvörðunar um skyndilega yfirfærslu landbúnaðarframleiðslu eyjunnar til lífrænnar. Í lok janúar boðaði hún skaðabætur til handa bændum sem urðu fyrir uppskerubresti vegna þessa. Að minnsta kosti milljón hrísgrjónabændur fengu 4.000 rúpíur sem kostaði ríkiskassann sem nemur 200 milljónum bandarískra dollara. Ekki nóg með það heldur lofaði Mahindananda Aluthgamage landbúnaðarráðherra fjármagni sem samsvaraði öðrum 150 milljón bandaríkjadollurum til stuðnings bændum sem sitja uppi með langvarandi skaða á framleiðslu sinni. Þótt bændur geti aftur farið að rækta jörð sína á hefðbundinn hátt eru afleiðingar röskunarinnar enn að koma fram. Það mun taka tíma að koma aftur á jafnvægi í framleiðslu. Sögunni er heldur ekki lokið. Daglega berast fregnir af afleiðingum efnahagshruns á Sri Lanka sem er á barmi gjaldþrots. Gjaldeyrisforðinn er uppurinn og eldsneyti af skornum skammti. Nauðsynlegum innflutningsvörum er úthlutað til fólks sem bíður klukkustundum saman í röðum. Rafmagni er einnig skammtað sem hefur orðið til þess að fólk þarf að gera tilraun til að sækja vinnu sem krefst fjarskipta og tölvutengingar, á tilsettum rafmagnstíma – stundum um miðja nótt. Á meðan er rafmagn óheft í þeim hverfum sem Rajapaksa fjölskyldan dvelur og einhverra hluta vegna virðast þeir geta rúntað að vild um láð og lendur eyju sinnar með farteski og föruneyti. Þolinmæði íbúa Sri Lanka er þó þrotin og mótmælin ágerast. Föstudaginn 1. apríl stormuðu mótmælendur að heimili forsetans sem var svarað af hörku. Útgöngubann var sett á, sem mót- mælendur skelltu skollaeyrum við og héldu mótmælin áfram. Í byrjun vikunnar höfðu svo nokkrir forystumenn sagt af sér í ljósi aðstæðna, þar á meðal fyrrnefndur Namal og seðlabankastjóri landsins. Landbúnaður er vísindi Í viðtali við landbúnaðarhlaðvarpið BuissnessLine segir Buddhi Marambe, prófessor í jarðrækt hjá Peradeniya háskóla, þessa viðburði sýna glögglega slæm áhrif þess að horfa á landbúnað sem hugsjón eða rómantík. „Landbúnaður er lífsviðurværi fólks. Lönd eins og okkar byggja á landbúnaðarnýtingu og búa yfir langri sögu þróunar landbúnaðaraðferða og tækni. Landbúnaður er vísindi svo ég bið ykkur að snúa honum ekki upp í rómantík. Notið fagkunnáttu og stundið landbúnað sem byggður er á sérfræðiþekkingu og takið ákvarðanir út frá þeim sönnunum sem eru til staðar. Þessar staðreyndir ættu að vera byggðar á vísindarannsóknum – það er það mikilvægasta.“ Marambe minnir þó á að lífrænn búskapur sé á engan hátt alslæmur, heldur sértækt mengi sem á sína sérstöku hillu bæði þegar kemur að umhverfis- og markaðsmálum. Halda ætti áfram lífrænni hreyfingu og þróun enda geti afurðir lífrænnar ræktunar fært Sri Lanka mjög þarfar aukatekjur. Enn um sinn er mannkynið hins vegar brauðfætt með hefðbundinni landbúnaðartækni. Aðeins 1,5% af landbúnaðarsvæði heimsins er lífrænt, sem þýðir að 98,5% af því er ræktað með hefðbundnum landbúnaðaraðferðum. Það eru þær sem tryggja fæðuöryggi. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Landbúnaðurinn, sem telur til 7,4% hlutfalls af vergri landsframleiðslu, byggir á um 1,8 milljón fjölskyldubúum en talið er að 30% íbúar landsins starfi við landbúnað. Hrísgrjón er meginafurð ræktarjarðarinnar. Mynd / Daniel Klein Frá markaði í Sri Lanka í byrjun áratugsins. Þrátt fyrir að vera gjöfult landbúnaðarland treysta íbúar Sri Lanka á innfluttar matvörur í stórum stíl og bíða nú í röðum eftir að fá nauðsynjum skammtað. Mynd / VH Mikil mómæli hafa átt sér stað í Sri Lanka undanfarnar vikur vegna efnahagsástandsins Þau náðu hámarki sl. föstudag þegar ráðist var á heimili forsetans. Mynd / NewsFirstSL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.