Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202234 LÍF&STARF Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is FRISTADS er ný vinnufatalína hjá Dynjanda. Fallegur og vandaður fatnaður sem hentar íslenskum aðstæðum afar vel. Kíktu í vefverslun okkar dynjandi.is Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu þar sem lagt er mat á möguleg umhverfisáhrif vegna breytinga á eggjabúi Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi og fjölgunar varpfugla á búinu. Byggt verður nýtt eldishús og það útbúið „Aviary“ varpbúnaði. Breytingarnar eru liður í því að uppfylla breytta ESB löggjöf um bættan aðbúnað varpfugla. Með nýjum aðbúnaði verða varpfuglar fluttir fyrr í varphúsin og eru þar í aðlögun í 4–5 vikur áður en þeir byrja að verpa. Af þeim sökum er þörf á auknum fjölda stæða fyrir fugla. Með nýja varpbúnaðinum eykst aðgengilegt svæði fyrir fuglana, svo hægt verður að fjölga stæðum fyrir varpfugla úr 50.000 í 95.000. Framleiðslugeta búsins mun að einhverju leyti aukast en þó ekki í hlutfalli við aukinn fjölda stæða. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun en athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar. /MHH Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund. Mynd / MHH Stjörnuegg á Kjalarnesi: Varpfuglum fjölgað úr 50 þúsund í 95 þúsund Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin nýr rektor Háskólans á Hólum: Tækifæri í forystuhlutverki háskóla „Háskólinn á Hólum er lítill háskóli með mikla sérstöðu. Snerpa og sterk tenging við atvinnu líf geti verið hans helstu styrk leikar,“ segir dr. Hólmfríður Sveins dóttir, nýskipaður rektor Háskól ans á Hólum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl. Í takt við nýja stefnumótun „Það gladdi mig að heyra áherslur ráðherra á að háskólar yrðu settir í forgrunn við uppbyggingu nýsköpunar. Háskólum er þar falið mikið forystuhlutverk sem gefur mér byr í seglin fyrir starf okkar fram undan,“ segir Hólmfríður. Fyrsta verk Hólmfríðar í starfi er að kynnast starfsemi háskólans betur og fólkinu sem að honum stendur. Um 350 nemendur nema við Háskólann á Hólum í þremur deildum. „Skólinn er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótun. Rauði þráðurinn þar er áhersla á rannsóknir og nýsköpun í samstarfi við þær atvinnugreinar sem snerta fræðasvið skólans og til að byggja undir það var búin til ný staða sviðsstjóra á því sviði hér við skólann.“ Matvælaframleiðsla í vatni mun bera uppi fæðuöryggi Með það í huga sér Hólmfríður mikil tækifæri í að stækka fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. „Þetta er eini skólinn á Íslandi sem kennir fiskeldi en ég tel að matvælaframleiðsla í vatni muni bera uppi fæðuöryggi í heiminum í framtíðinni. Með þá reynslu, þekkingu og sögu sem skólinn hefur nú þegar á þessu sviði er áskorun að stækka og efla það fræðasvið, t.d. í sambandi við þörungarækt.“ Hestafræðideildina sér Hólm- fríður verða vagga þekkingar á íslenska hestinum. „Við þurfum að festa Háskólann á Hólum enn frekar í sessi sem megin þekkingar- og rannsóknarmiðstöð fyrir íslenska hestinn í heiminum.“ Þá séu enn mikil tækifæri fyrir ferðamáladeildina í að vera enn meiri þátttakandi í nýsköpun í ferðamennsku. „Ég sé til dæmis mikil tækifæri í þekkingarþróun á útivistarferðamennsku, eins og þekkist á Tröllaskaga.“ Doktor í matvælafræði Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Matís og Genís á Siglufirði. Árið 2013 tók Hólmfríður að sér framkvæmdastjórastöðu Rannsókna og þróunar hjá FISK Seafood á Sauðárkróki og vann þar til ársins 2019. Hólmfríður byggði m.a. upp fyrirtækin Iceprotein og PROTIS en PROTIS var fyrsta íslenska fyrirtækið sem þróaði og markaðssetti íslenskt fiskprótín og fiskkollagen á Íslandi. Hólmfríður hefur starfað sl. tvö ár í eigin fyrirtæki, Mergur Ráðgjöf, þar sem hún stýrir nýsköpunarverkefnum á ýmsum sviðum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög í samstarfi við háskóla. Hólmfríður er fædd og uppalin í Skagafirði. Hún er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu. Hólmfríður og Stefán búa í Glæsibæ í Skagafirði þar sem stunduð er hrossarækt og ferðaþjónusta í samstarfi við Ragnheiði og Friðrik, foreldra Stefáns. Þar fyrir utan rekur Stefán, ásamt tveimur öðrum dýralæknum, Dýraspítalann í Glæsibæ, sem sinnir þjónustu við eigendur gæludýra, hesta og nytjadýra á svæðinu. /ghp Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun. Mynd / Einkasafn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl. Mynd / Háskólinn á Hólum Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.