Bændablaðið - 07.04.2022, Side 34

Bændablaðið - 07.04.2022, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202234 LÍF&STARF Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is FRISTADS er ný vinnufatalína hjá Dynjanda. Fallegur og vandaður fatnaður sem hentar íslenskum aðstæðum afar vel. Kíktu í vefverslun okkar dynjandi.is Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu þar sem lagt er mat á möguleg umhverfisáhrif vegna breytinga á eggjabúi Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi og fjölgunar varpfugla á búinu. Byggt verður nýtt eldishús og það útbúið „Aviary“ varpbúnaði. Breytingarnar eru liður í því að uppfylla breytta ESB löggjöf um bættan aðbúnað varpfugla. Með nýjum aðbúnaði verða varpfuglar fluttir fyrr í varphúsin og eru þar í aðlögun í 4–5 vikur áður en þeir byrja að verpa. Af þeim sökum er þörf á auknum fjölda stæða fyrir fugla. Með nýja varpbúnaðinum eykst aðgengilegt svæði fyrir fuglana, svo hægt verður að fjölga stæðum fyrir varpfugla úr 50.000 í 95.000. Framleiðslugeta búsins mun að einhverju leyti aukast en þó ekki í hlutfalli við aukinn fjölda stæða. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun en athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar. /MHH Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund. Mynd / MHH Stjörnuegg á Kjalarnesi: Varpfuglum fjölgað úr 50 þúsund í 95 þúsund Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin nýr rektor Háskólans á Hólum: Tækifæri í forystuhlutverki háskóla „Háskólinn á Hólum er lítill háskóli með mikla sérstöðu. Snerpa og sterk tenging við atvinnu líf geti verið hans helstu styrk leikar,“ segir dr. Hólmfríður Sveins dóttir, nýskipaður rektor Háskól ans á Hólum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl. Í takt við nýja stefnumótun „Það gladdi mig að heyra áherslur ráðherra á að háskólar yrðu settir í forgrunn við uppbyggingu nýsköpunar. Háskólum er þar falið mikið forystuhlutverk sem gefur mér byr í seglin fyrir starf okkar fram undan,“ segir Hólmfríður. Fyrsta verk Hólmfríðar í starfi er að kynnast starfsemi háskólans betur og fólkinu sem að honum stendur. Um 350 nemendur nema við Háskólann á Hólum í þremur deildum. „Skólinn er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótun. Rauði þráðurinn þar er áhersla á rannsóknir og nýsköpun í samstarfi við þær atvinnugreinar sem snerta fræðasvið skólans og til að byggja undir það var búin til ný staða sviðsstjóra á því sviði hér við skólann.“ Matvælaframleiðsla í vatni mun bera uppi fæðuöryggi Með það í huga sér Hólmfríður mikil tækifæri í að stækka fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. „Þetta er eini skólinn á Íslandi sem kennir fiskeldi en ég tel að matvælaframleiðsla í vatni muni bera uppi fæðuöryggi í heiminum í framtíðinni. Með þá reynslu, þekkingu og sögu sem skólinn hefur nú þegar á þessu sviði er áskorun að stækka og efla það fræðasvið, t.d. í sambandi við þörungarækt.“ Hestafræðideildina sér Hólm- fríður verða vagga þekkingar á íslenska hestinum. „Við þurfum að festa Háskólann á Hólum enn frekar í sessi sem megin þekkingar- og rannsóknarmiðstöð fyrir íslenska hestinn í heiminum.“ Þá séu enn mikil tækifæri fyrir ferðamáladeildina í að vera enn meiri þátttakandi í nýsköpun í ferðamennsku. „Ég sé til dæmis mikil tækifæri í þekkingarþróun á útivistarferðamennsku, eins og þekkist á Tröllaskaga.“ Doktor í matvælafræði Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Matís og Genís á Siglufirði. Árið 2013 tók Hólmfríður að sér framkvæmdastjórastöðu Rannsókna og þróunar hjá FISK Seafood á Sauðárkróki og vann þar til ársins 2019. Hólmfríður byggði m.a. upp fyrirtækin Iceprotein og PROTIS en PROTIS var fyrsta íslenska fyrirtækið sem þróaði og markaðssetti íslenskt fiskprótín og fiskkollagen á Íslandi. Hólmfríður hefur starfað sl. tvö ár í eigin fyrirtæki, Mergur Ráðgjöf, þar sem hún stýrir nýsköpunarverkefnum á ýmsum sviðum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög í samstarfi við háskóla. Hólmfríður er fædd og uppalin í Skagafirði. Hún er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu. Hólmfríður og Stefán búa í Glæsibæ í Skagafirði þar sem stunduð er hrossarækt og ferðaþjónusta í samstarfi við Ragnheiði og Friðrik, foreldra Stefáns. Þar fyrir utan rekur Stefán, ásamt tveimur öðrum dýralæknum, Dýraspítalann í Glæsibæ, sem sinnir þjónustu við eigendur gæludýra, hesta og nytjadýra á svæðinu. /ghp Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun. Mynd / Einkasafn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl. Mynd / Háskólinn á Hólum Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.