Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 45 Sjá nánar á landstolpi.is SÁÐVÖRULISTINN 2022 Nýr samningur um framkvæmd markaðsverkefnisins Horses of Iceland var undirritaður í matvælaráðuneytinu þann 25. mars síðastliðinn. Samkvæmt samningnum mun ráðuneytið verja allt að 25 milljónum á ári næstu fjögur árin til þess að styðja við markaðssetningu á íslenska hestinum og hestatengdum vörum gegn jafnháu mótframlagi samstarfsaðila úr atvinnugreininni sem nú er leitað að en stofnaðilar að verkefninu eru Deild hrossa­ bænda BÍ, Landssamband hesta ­ mannafélaga og Félag tamninga­ manna. „Fyrsta stóra verkefnið á þessu nýja samningstímabili er að taka þátt og kynna íslenska hestinn í Þýskalandi á Equitana, stærstu hestasýningu í Evrópu, nú í apríl. Þar er Horses of Iceland með bás í samstarfi við íslenska hestasamfélagið í Þýskalandi. Á lokadegi sýningarinnar verður Ísland í brennidepli og m.a. verður keppt í mismunandi greinum íslenskra hestaíþrótta og kynnir útskýrir bæði gangtegundir og keppnisformið,“ segir Jelena Ohm, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Meðal verkefna sem innt verða af hendi næstu misseri séu ný vefsíða fyrir Horses of Iceland, nýtt útflutningsmyndband, samstarf við Landsmót hestamanna í sumar og þátttaka í fleiri sýningum erlendis. Markaðsverkefnið hefur staðið frá árinu 2016. Samkvæmt Jelenu hefur tekist vel að markaðssetja íslenska hestinn undir merkjum þess. Fulltrúar ráðuneyta, fyrr­ nefndra stofnaðila, Samtaka ferðaþjónustunnar og útflytjendur hrossa koma að stjórn verkefnisins. „Þessi sameiginlegi vettvangur og samræmdu skilaboð auka slagkraft markaðssetningarinnar bæði innanlands og erlendis. Ávinningurinn er metinn tífaldur á við það fjármagn sem lagt hefur verið til verkefnisins,“ segir Jelena. /ghp Jelena Ohm, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Samræmd skilaboð auka slagkraft markaðssetningar á íslenska hestinum að sögn Jelenu. Mynd / Christiane Slawik Markaðsverkefnið Horses of Iceland fjármagnað: Tífaldur ávinningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.