Bændablaðið - 07.04.2022, Side 45

Bændablaðið - 07.04.2022, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 45 Sjá nánar á landstolpi.is SÁÐVÖRULISTINN 2022 Nýr samningur um framkvæmd markaðsverkefnisins Horses of Iceland var undirritaður í matvælaráðuneytinu þann 25. mars síðastliðinn. Samkvæmt samningnum mun ráðuneytið verja allt að 25 milljónum á ári næstu fjögur árin til þess að styðja við markaðssetningu á íslenska hestinum og hestatengdum vörum gegn jafnháu mótframlagi samstarfsaðila úr atvinnugreininni sem nú er leitað að en stofnaðilar að verkefninu eru Deild hrossa­ bænda BÍ, Landssamband hesta ­ mannafélaga og Félag tamninga­ manna. „Fyrsta stóra verkefnið á þessu nýja samningstímabili er að taka þátt og kynna íslenska hestinn í Þýskalandi á Equitana, stærstu hestasýningu í Evrópu, nú í apríl. Þar er Horses of Iceland með bás í samstarfi við íslenska hestasamfélagið í Þýskalandi. Á lokadegi sýningarinnar verður Ísland í brennidepli og m.a. verður keppt í mismunandi greinum íslenskra hestaíþrótta og kynnir útskýrir bæði gangtegundir og keppnisformið,“ segir Jelena Ohm, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Meðal verkefna sem innt verða af hendi næstu misseri séu ný vefsíða fyrir Horses of Iceland, nýtt útflutningsmyndband, samstarf við Landsmót hestamanna í sumar og þátttaka í fleiri sýningum erlendis. Markaðsverkefnið hefur staðið frá árinu 2016. Samkvæmt Jelenu hefur tekist vel að markaðssetja íslenska hestinn undir merkjum þess. Fulltrúar ráðuneyta, fyrr­ nefndra stofnaðila, Samtaka ferðaþjónustunnar og útflytjendur hrossa koma að stjórn verkefnisins. „Þessi sameiginlegi vettvangur og samræmdu skilaboð auka slagkraft markaðssetningarinnar bæði innanlands og erlendis. Ávinningurinn er metinn tífaldur á við það fjármagn sem lagt hefur verið til verkefnisins,“ segir Jelena. /ghp Jelena Ohm, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Samræmd skilaboð auka slagkraft markaðssetningar á íslenska hestinum að sögn Jelenu. Mynd / Christiane Slawik Markaðsverkefnið Horses of Iceland fjármagnað: Tífaldur ávinningur

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.