Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202258 Neysla á humar hefur tekið stakkaskiptum og farið úr því að vera leiðinlegur hversdagsmatur sem kallaður var kakkalakki hafsins yfir í að vera dýrt eftirlæti sælkera. Humar tilheyrir hryggleysingjum með harða skel. Þeir eru af ætt krabbadýra og ættkvísl sem kallast Nephropsis en tegundir innan hennar eru 15. Auk þess eru til humrar sem tilheyra ættkvíslinni Homarus. Humar sem veiðist við Ísland kallast leturhumar, eða Nephrops norvegicus á latínu. Með heilann í hálsinum Útlitslega hafa humrar lítið breyst síðustu hundrað milljón árin. Tegundir innan ólíkra ættkvísla eiga það sameiginlegt að skrokkurinn er langur og mjór og með afar kröftugan hala. Humrar, Nephropsis, eru botndýr sem grafa sér holur í malar- eða sandbotni sem þeir halda sig í milli þess sem þeir ganga hægt um botninn í fæðuleit. Á flótta synda humrar aftur á bak og geta þeir skotist um á allt að fimm metra hraða á sekúndu. Humrar hafa blátt blóð, fimm pör af fótum og eru tvö fremstu pörin ummynduð í klær en fremsta parið langstærst og sterkast. Framan á hausnum eru langir fálmarar og áberandi augu sem eru á stilkum hjá sumum tegundum. Heili humra er í hálsinum á þeim, nýrun í haus, tennurnar í maganum og þeir finna bragð og heyra með fótunum. Misjafnt er milli humareinstaklinga hvort þeir beita hægri eða vinstri klónni meira og þeir því annaðhvort rétt- eða örvhentir ef þannig má að orði komast. Taugakerfi humars er lítið. Líkt og önnur skeldýr mynda humrar nýja skel eftir því sem þeir vaxa og eru dýrin mjög varnarlaus á þeim tíma sem þau missa gömlu skelina og mynda nýja. Humrar vaxa því í stökkum. Yfirleitt er humar dökkur á litinn og oft með grænni eða grænbrúnni slikju sem gerir þeim auðvelt að falla inn í umhverfið á hafsbotninum. Humar er samt til í fjölda litaafbrigða, eins og leturhumar sem er appelsínugulur á litinn. Einnig kemur fyrir að dýrin skipti um lit við skelskipti. Humrar eru alætur og lifa á fjölbreyttri fæðu; fiski, skeldýrum, sjávarormum og sjávargróðri. Í eldi eiga þeir það til að éta aðra humra. Langlífi Humrar sem ná fullorðinsárum og verða ekki fyrir áfalli eða eru veiddir geta náð allt að fimmtíu ára aldri í náttúrunni. Rannsóknir benda einnig til að það hægi ekki á lífsstarfsemi humra við aukin aldur og að eldri dýr séu frjósamari en ung. Einnig er talið að helsta ástæða dauða eldri humra sé að stærð skeljarinnar sé takmarkandi þáttur. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó stærsti Ameríkuhumar sem veiðst hefur 29,5 kíló og veiddist hann við Nova Scotia í Kanada. Saga humaráts Í dag er humar eftirsóttur sælkeramatur og verð á honum hátt en þannig hefur það ekki alltaf verið. Vísbendingar um humarát ná langt aftur í fornöld og má víða finna á ströndum við auðug humarmið hóla og nánast fjöll af humarskeljum sem hafa safnast saman í gegnum árþúsundin. Fornleifarannsóknir tengdar mataræði hafa sýnt að fólk við strendur Englands og Suður- Afríku borðaði humar fyrir um 100 þúsund árum og við strendur Ástralíu og Papúa Nýju-Gíneu fyrir 35 þúsund árum. Humar var þekkt fæða meðal Moche-fólksins sem bjó við hafið á vesturströnd Perú frá sirka 50 til 800 eftir Krist. Auk þess sem skeljarnar voru notaðar til að búa til lit, skraut og verkfæri. Rómverjar litu á humar sem hversdagsmat í fínni kantinum og verð á honum var breytilegt og hann stundum fluttur í snjó til Rómaborgar væri verði á honum hátt. Mósaíkmyndir sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í Pompei benda einnig til að humar hafi verið vinsæll matur þar. Humar er nefndur í franskri matreiðslubók sem var ætluð aðlinum, Le Viandier de Taillevent, frá því um 1300. Í uppskriftinni er mælt með að humar sé hitaður í ofni eða soðinn í vatni og hvítvíni og borðaður með ediki. Í annarri franskri matreiðslubók, La Ménagier de Paris, sem kom fyrst út 1393 og var ætluð almúganum og konum sem ráku greiðasölu, eru fimm uppskriftir fyrir humar. Á fjórtándu öld þótti humar fínn matur í innsveitum Evrópu og verð á honum hátt og einungis á valdi efnaðra að borða humar og hann yfirleitt borðaður kaldur með ediki. Vegna humaráts hástéttanna fór fátækt fólk sem bjó við ströndina að líta á humar sem fínan mat til hátíðabrigða en ólíklegt að fátæklingar inn til landsins hafi nokkurn tíma lagt sér hann til munns. Aukin áhersla á föstusið kaþólsku kirkjunnar urðu til að auka vinsældir fiskmetis á sautjándu öld og var humar þar engin undantekning. Í kjölfarið fór að bera á fækkun humars á helstu veiðisvæðunum og um leið auknum vinsældum hans sem lúxusfæðu og virðingartákns. Ekki nema tvisvar í viku Vinsældir humars náðu aldrei miklum hæðum meðal evrópskra landnema í Norður-Ameríku og litið á hann sem fátækrafæðu og mat fyrir vinnuhjú. Til eru samningar þar sem fram kemur að vinnufólk skuli ekki fá humar í matinn nema þrisvar í viku og í öðrum tilfellum neitaði Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Humarleikur á strönd við New York snemma á síðustu öld. Evrópskur humar er með bláleita skel og verður um 60 sentímetrar að lengd og 6 kíló að þyngd. Amerískur humar er milli 20 og 50 sentímetrar að lengd og allt að 20 kíló að þyngd. Humrar eru alætur og lifa á fjölbreyttri fæðu, fiski, skeldýrum sjávarormum og sjávargróðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.