Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202226 MENNTUN&STARF Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari: Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein – Starfsmenntanám í garðyrkju færist frá LbhÍ til Fjölbrautaskóla Suðurlands Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Suðurlands frá og með 1. ágúst næstkomandi. Starfsmenntanám sem starfrækt hefur verið á Reykjum í Ölfusi inniheldur sex garðyrkjutengd fög. Námsleiðirnar eru byggðar upp sem tveggja ára bóklegt og verklegt nám og í framhaldi 60 vikna starfsnám. Þrátt fyrir að vera skilgreint sem framhaldsskólamenntun hefur starfsmenntanámið á Reykjum verið í umsjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Í desember 2020 tók þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hins vegar ákvörðun um að færa námið undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Núverandi ráðherra menntamála, Ásmundur Einar Daðason, hefur staðfest ákvörðunina. Yfirfærslan bar brátt að en Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, fagnar henni. „Framhaldsskóli er önnur menntaeining en háskóli. Þetta er praktískt nám og starfsnámið í garðyrkju nú þegar á framhaldsskólastigi og á að vera það, rétt eins og annað starfs- og iðnnám. Nemandi sem klárar nám í garðyrkju getur haldið áfram í háskóla, standi hugur þeirra til þess, með því að bæta við sig ákveðnum fögum í framhaldsskólanum,“ segir Olga. Það skal tekið fram að skrúðgarðyrkjan er það nám sem kennt er á Reykjum sem er skilgreint sem lögbundið iðnnám. Þróun í takt við samfélagið Garðyrkjuframleiðsla kallar á sérmenntað fólk. Olga Lísa bendir á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar séu háleit markmið. „Það á að rækta holl og næringarrík innlend matvæli og stuðla að fæðuöryggi landsins, efla lífræna framleiðslu, landgræðslu, skógrækt, endurheimta votlendi og verða sjálfbær og kolefnisjafna landið. Allir þessir þættir eru meðal þess sem við þurfum að hafa að leiðarljósi við þróun námsins í nánustu framtíð,“ segir Olga Lísa. Uppbygging námsins verður þó nær óbreytt á næstu tveimur árum. „Við erum nú þegar með áfanga í iðnnáminu okkar sem eru einnig kenndir í starfsnáminu. Þar getum við samnýtt bæði kennara og aðstöðu. En að öðru leyti munum við keyra námið með sambærilegum hætti og verið hefur á meðan við erum að kortleggja námið, læra meira um það og svo er afar mikilvægt að markaðssetja það fyrir unga fólkið. Það mun taka okkur tíma að sjá hvernig skynsamlegt er að leggja upp námið, hvernig við viljum að það þróist og hvað er hægt að bæta í það til að það þjóni tilgangi sínum betur. Tíminn mun vinna með okkur. Ég vil horfa fram á við og þróa námið í takt við þróun samfélagsins. Hvernig þarf námið að vera til að það uppfylli þau skilyrði sem samfélagið og atvinnugreinin gerir kröfur til? Til þess þurfum við að fá sérfræðingana með okkur.“ Ný verknámsaðstaða nauðsynleg Húsnæðismál garðyrkjunámsins hafa verið í deiglunni, bæði starfsmenn og nemendur hafa lýst óviðunandi aðstöðu til náms og kennslu, m.a. í gróðurhúsunum sem hafa þegar verið dæmd ónýt. Bæði landareign og húsnæði Reykja eru í eigu hins opinbera. Olga Lísa segir eðlilegt að Fsu fái yfirráð yfir þeim húsakosti og landsvæði sem tilheyri náminu. Hún leggi mikla áherslu á að Ríkiseignir taki að sér umsjón og viðhald á þeim húsum sem garðyrkjunámið þarf, en slíka umsýslu þekkir hún gegnum viðhald skólahúsa FSu á Selfossi. „Þrátt fyrir að gróðurhúsin á Reykjum séu ónýt eru þau samt í notkun, við það er ekki hægt að una lengi. Ég hef skilað inn áætlunum frá okkar sjónarhorni um með hvaða hætti þarf að byggja húsnæðið upp. Þar inni eru kröfur um að ónýtu húsin verði tekin úr notkun og þau jöfnuð við jörðu og byggð verði ný og viðeigandi gróðurhús, verkleg kennsluaðstaða og geymslur fyrir þann búnað sem náminu tilheyrir. Þá er mikilvægt að sá búnaður sem þegar tilheyrir náminu fylgi því þar sem hann er í notkun og að í framtíðinni verði fjárveitingar til endurnýjunar hans í samræmi við áætlanir sem við þurfum að gera, eins og við gerum í öðru verk- námi okkar.“ Verklegt nám gerir kröfur um almennilegan aðbúnað og með betri aðstöðu mun ganga betur að laða ungt fólk að náminu eins og var raunin þegar verknámshús FSu var tekið í notkun. „Ég hef lagt mikla áherslu á það við ráðuneytið að strax á næsta ári verði komin áætlun um endurreisn aðstöðunnar á Reykjum. Við getum ekki fellt okkur við að nýta þessi ónýtu hús lengur en í tvö ár.“ Fengur í starfsfólkinu á Reykjum Olga Lísa segir mikinn mannauð í starfsfólkinu og telur mikilvægt að þau haldi áfram að vinna við námið. Aðrar kröfur eru gerðar til kennara í grunn- og framhaldsskólum en kennara í háskólum – þeir fyrrnefndu þurfa að hafa kennsluréttindi. „Finna þarf lausn á þessu þar sem kennararnir á Reykjum hafa fæstir kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla en eru með mikla kennslureynslu. Aðrir starfsmenn sem vinna á Reykjum tengjast kennslunni beint með afleiddum störfum. Mikilvægt er að þeir haldi sínu og flytjist til FSu.“ Olga Lísa segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við þessari tilfærslu frá starfsfólkinu en mikilvægt sé að ljúka því sem fyrst. „Það er auðvitað töluverður ferill að hætta á einum vinnustað og flytjast til annars, það er að mörgu að hyggja í því. Þú ert ekkert tilbúin að missa áunnin réttindi nema fá sambærileg réttindi á nýja vinnustaðnum.“ Tilgangur námsins að undirbúa fólk undir atvinnulífið Meðalaldur núverandi nemenda á Reykjum er hærri en þekkist í almennu framhaldsskólanámi. Á opnu málþingi um framtíð garðyrkjunámsins, sem nemendur og starfsfólk Reykja héldu í mars, komu fram áhyggjur af inntökuskilyrðum er varðar aldur og lögheimili nemenda. Olga Lísa minnir á að tenging búsetu og inngöngu í skóla hafi verið aflagt fyrir þó nokkrum árum. Nemendur Fsu koma alls staðar að af landinu og ekki sé horft til lögheimilis við inntöku í skólann. Þegar fleiri sækja um en komist að á tilteknum námsbrautum er horft til undirbúnings nemenda fyrir það nám sem sótt er um, frekar en aðra þætti. „Í garðyrkjunni er byrjað ansi bratt í raungreinum, eins og í grasafræðinni. Þá styrkir það nemendur að hafa einhvern grunn í líffræði og/eða efnafræði sem dæmi.“ Hún segir hins vegar að ef ásókn í námið verði mikil þurfi augljóslega að velja inn og þá verði að vera til staðar mælikvarðar. Tilgangur námsins er að undirbúa fólk fyrir atvinnulífið og velja þarf það fólk sem skilar sér þangað. „Þær reglur gilda um nám í framhaldsskóla að yngra fólkið hefur forgang en sem stendur verða nýnemar í framhaldsskóla ekki teknir inn í námið vegna ónógs undirbúnings. Ættum við að láta það sama gilda fyrir alla? Þetta er frístundanám í hugum sumra á meðan aðrir fara í námið til að leggja þetta fyrir sig til framtíðar. Passar endurmenntunin kannski betur fyrir einhverja? Eru sumir umsækjendur að leitast eftir þessari þekkingu til að rækta eigið grænmeti? Þetta eru allt hlutir sem við þurfum að vega og meta á næstunni, við megum ekki veigra okkur við það. Þetta er dýrt nám og það komast stundum ekki allir inn, miðað við þá fjárveitingu sem okkur er veitt,“ segir Olga Lísa. Skráning í garðyrkjunámið er þegar hafin hjá FSu. Þeir nemendur sem skráðir eru í starfsnámið nú þegar munu geta haldið sínu námi áfram og lokið því, hvort sem um stað- eða fjarnám er að ræða. Langhlaup að stórum markmiðum Með yfirfærslu garðyrkjunámsins til FSu sér Olga Lísa fyrir sér að geta fléttað saman starfsemi Reykja og Fsu á skemmtilegan hátt. Hún tekur dæmi um að tæknin sé alltaf að aukast og því liggi beint við að nemendur geti sótt sér þekkingu frá öðrum iðnbrautum skólans s.s. í vélvirkjun, rafvirkjun og forritun þegar fram líður. Teikniáfangar skrúðgarðyrkjunnar falla beint að grunnteikningu iðnnámsins og svo sé í gangi þróun sem miðar að því að samningstíma í iðnnámi sé hægt að stytta. Það gæti líka átt við á námsbrautum garðyrkjunnar, því horfa beri til hæfni og færni nemenda frekar en til lengdar þess tíma sem nemendur eru á námssamningi. Unnið sé að innleiðingu rafrænna ferilbóka í iðnnámi sem einnig þurfi að innleiða í þetta nám. „Við höfum áhuga á að bjóða valáfanga í garðyrkju fyrir þá sem eru í bóknámi hjá Fsu. Þetta höfum við gert í öðru verknámi og það hefur galopnað augu nemenda fyrir verknáminu. Þessi tilfærsla námsins er langhlaup sem ég vona að leiði til þess að framtíðarþekking í þessum málaflokki aukist enn frekar á landsvísu,“ segir Olga. „Umskiptum fylgja breytingar, en þær verða vonandi jákvæðar. Við verðum að vera opin fyrir því að hugsa stórt til þess að garðyrkjustarfsemin verði sem farsælust. Sem samfélag höfum við einfaldlega ekki efni á því að missa þá mikilvægu þekkingu sem í þessu námi býr.“ Olga Lísa hefur verið skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands í áratug. Hún segir bæði spennandi og krefjandi að taka við náminu. Fsu er tæplega 1.000 nemenda framhaldsskóli og mun námsbrautum fjölga úr 15 í 21 við innkomu garðyrkjunámsins. Mynd / ghp Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Garðyrkjuskólinn á Reykjum starfaði sem sjálfstæð menntastofnun í 66 ár, eða frá stofnun hans árið 1939 til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú mun Fsu taka við umsjón garðyrkjunámsins en þar nema rúmlega hundrað nemendur í dag í stað- og fjarnámi. Mynd /H.Kr Frá opnu málþingi um framtíð garðyrkjunáms á Reykjum. Þar tóku núverandi nemendur, kennarar og Olga Lísa meðal annars til máls. Mynd / ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.