Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 20228 FRÉTTIR Hrossabændur, sem halda blóðmerar, þurfa eins og aðrir að bregðast við áburðarverðshækkunum og hafa margir þeirra þegar gert ráð fyrir að heyja minna vegna þessa og grisja úr stóðum. Ef ákveðið verður að banna blóðmerarbúskap, eða ef samningar nást ekki við Ísteka, standi hins vegar margir bændur með tvær hendur tómar. Óvissa um áframhald blóðmerabúskapar: Frost í samningaviðræðum – Hagsmunafélag hrossabænda sem halda blóðmerar í mótun Samningar milli blóðbænda og líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. eru enn lausir og viðræður þeirra á milli engar. Fundur var haldinn í byrjun árs en síðan bændur sögðu samningum lausum í lok janúar hefur aðeins einn fundur verið haldinn og annar ekki boðaður. Þungt er í bændum yfir stöðunni enda uggandi um rekstur sinn og afkomu. Hagsmunafélag hrossabænda, sem halda blóðmerar, er í mótun. Sex hrossabændur, þrír af Norðurlandi og þrír af Suðurlandi, hafa á undanförnum vikum unnið saman, m.a. verið talsmenn hrossabænda á fundi Ísteka og í samtali við starfshóp matvælaráðherra, sem fjallar um blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Það er lítið að frétta og klukkan tifar. Við höfum sent ítrekunarpóst til að fá fleiri fundi með það fyrir augum að landa samningi, en án svara,“ segir Magnús Magnússon, bóndi á Staðarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu, en hann er meðal þeirra sem fara fyrir hagsmunagæslunni. Staðan sé snúin, því bændur viti ekki hvort forsenda sé fyrir því að fóðra skepnur næsta vetur. „Skilyrði Ísteka voru þau að segja þyrfti upp samningum fyrir 1. febrúar því þeir vilja vita hvar þeir standa á þeim tímapunkti. Í dag er staðan sú að bændur þurfa nauðsynlega að fá svör um hvort gengið verði til samninga því þeir þurfa að ráða við sig hvort rétt sé að panta áburð og hleypa til hryssanna hjá sér í vor eða panta sláturhúsbíl í haust,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem einnig er í samstarfshópnum. Lífsviðurværi fólks undir Hrossabændur, sem halda blóðmerar, þurfa eins og aðrir að bregðast við áburðarverðshækkunum og hafa margir þeirra þegar gert ráð fyrir að heyja minna vegna þessa og grisja úr stóðum. Ef ákveðið verður að banna blóðmerarbúskap, eða ef samningar nást ekki við Ísteka, standi hins vegar margir bændur eftir með tvær hendur tómar. „Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur úr þessari klemmu án svara. Það þarf að bjóða okkur það verð sem við þurfum til að standa í rekstrinum. Lífsviðurværi fólks liggur undir,“ segir Sigríður. Undir það tekur Magnús: „Flestir bændur hafi pantað áburð eins og fyrrum þótt sumir hafi pantað minna en áður út af hækkuðu verði. En þá er spurning hvort við eigum að setja stóðhesta í hryssuhópana í vor? Ætla menn að halda hrossastóð eða fara í niðurskurð?“ Einnig sé beðið eftir niðurstöðum starfshóps matvælaráðherra eða uppfærðum starfs- og eftirlitsreglum frá Matvælastofnun. Brýnt sé að vita sem fyrst hvort starfsemin verði leyfð og þá með hvaða hætti. 200 milljón króna velta á Norðurlandi vestra Blóðtaka á fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum í fyrra. Ekki er vitað hve hátt hlutfall þeirra bæja grundvallar sinn búskap á framleiðslu blóðs. Framan af var slík starfsemi að mestum hluta hliðarbúgrein þeirra sem áttu stórar jarðir, enda krefst búgreinin jarðgæða og landsvæðis fyrir stóð. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsemin hins vegar aukist til muna og vitað er að fleiri hafa sett blóðframleiðslu í forgrunn rekstrar síns. „Hrossabændur, sem halda blóðmerar, skiptast í þrjá flokka. Það eru þeir sem hafa þennan búskap að aðalatvinnu. Þeir sem hafa blóðmerahald sem hliðarbúgrein með öðrum hefðbundnum búrekstri. Svo eru þeir sem vinna í þéttbýli en búa á jörðum og vilja nýta þær, breyta grasi í gjaldeyri. Það er bæði gott fyrir þjóðarbúið og sveitarfélög, því það skapar meiri veltu inn í samfélagið. Það munar um hverja milljón inn í tiltölulega lítið hagkerfi,“ segir Magnús og bendir á að velta vegna blóðbúskapar í fyrra hafi verið um 200 milljónir króna á Norður- landi vestra. / ghp Magnús Magnússon, bóndi á Staðarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Samkeppniseftirlitið athugar nú grundvöll fyrir formlegri rannsókn á stöðu og háttsemi líftæknifyrirtækisins Ísteka gagnvart bændum og hvort hún samræmist samkeppnislögum. Það er gert með hliðsjón af fyrri ábendingum og opinberri umfjöllun á fyrirtækinu. „Forathugun er í gangi og í framhaldi metið hvort tilefni sé til að hefja formlega rannsókn. Það er verið að afla gagna og sjónarmiða og verið að vinna úr þeim. Ekki er hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær málinu lýkur,“ segir í upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu. Áður hefur komið fram að Ísteka sé að öllum líkindum lóðrétt samþætt og í markaðsráðandi stöðu. Ísteka kaupir blóð af bændum en á um leið merar sem það nýtir í blóðtöku. Það er einnig eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir vöru úr merarblóði. Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á markaði og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda, að því er fram kemur í 4. grein samkeppnislaga nr. 44 / 2005. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu er bönnuð skv. lögunum en hún getur meðal annars falist í því að beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir. Hin lóðrétta samþætting getur einnig falið í sér ríkar skyldur um að raska ekki samkeppni þegar kemur að kaupum á eigin framleiðslu annars vegar og framleiðslu bænda hins vegar. /ghp Forathugun Samkeppniseftirlitsins: Markaðsráðandi staða Ísteka í skoðun Smáframleiðendur matvæla efna til matarmarkaðar í tilefni uppskeruhátíðar Matsjárinnar, sem haldin verður í dag á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á markaðnum, sem verður í Grettissal hótelsins, gefst gestum tækifæri til að kynnast framleiðslu matarfrumkvöðla af öllu landinu auk þess sem bíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra verður á svæðinu. Markþætt stuðningskerfi fyrir smáframleiðendur Matsjáin hófst 6. janúar síðast- liðinn og er verkefni ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Markmiðið er að auka innsýn þátttakenda í rekstri og innviða fyrirtækis með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni og fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækin. Matsjáin er sambærileg Ratsjánni, verkefni ferðaþjónustunnar. Að því standa Samtök smáframleiðenda matvæla og landshlutasamtök sveitarfélaga um land allt og verkefnastjórn er í höndum RATA. Verkefnið er styrkt af Matvælasjóði. /smh Uppskeruhátíð Matsjárinnar: Matarmarkaður í Miðfirði Hagsmunafélagið Í-ess bændur var stofnað árið 2004 í Austur- Landeyjum af hrossabændum. Félagssvæði þess er Rangár- valla- og Árnessýsla. Markmið félagsins er að hámarka verðmæti afurða hryssa í blóð- og kjötframleiðslu. Þetta félag er enn starfandi og hefur reynst afar mikilvægt. Nú er hins vegar tímabært að sameina stóðbændur af öllu landinu í eitt félag til að standa vörð um hagsmuni búgreinarinnar. Af því tilefni er boðað til funda bæði sunnanlands og norðan. Fundur Í-ess bænda og annarra stóðbænda, sem vilja tilheyra suðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður haldinn í Gunnarshólma í Austur- Landeyjum föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20. Fundur stóðbænda, sem vilja tilheyra norðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður auglýstur síðar. Sá fundur verður haldinn við fyrsta tækifæri, líklegast á Blönduósi. Einhverjum bændum mun reynast ómögulegt að sækja þessa fundi og æskilegast væri að bjóða upp á fjarfundi fyrir þá sem langt eiga að sækja. Því miður verður ekki af því að þessu sinni en í stað þess reynum við að ná til sem allra flestra eftir öðrum leiðum. Við sem stöndum að þessum fundum höfum sent stóðbændum samþykktir félagsins og fundarboð í tövupósti. Þeir sem telja sig tilheyra þessum hópi og hafa ekki fengið nein slík boð, gerið svo vel að hafa samband við Sigríði Jónsdóttur í netfanginu gkot@mi.is eða síma 822-8421. Fyrir hönd stjórnar Í-ess bænda og starfshóps hrossabænda á Norðurlandi, Sigríður Jónsdóttir. Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.