Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202244 Víða um Kanaríeyjar er hægt að finna ræktunarsvæði, verksmiðjur og verslanir sem gera út á Aloe vera plöntuna. Þykkblöðungurinn Aloe vera er mest ræktaða lækningaplanta heims og hefur verið nýtt til lækninga í þúsundir ára. Þótt plantan sé ekki landlæg á Kanaríeyjum þrífst hún einstaklega vel í loft kenndum og næringarríkum eldfjallajarðvegi eyjaklasans og jöfnu heitu loftslagi árið um kring. Lækningamáttur plöntunnar og vinsældir hennar, bæði innan lyfja- og snyrtivörumarkaðarins, hafa ýtt undir aukna ræktun og framleiðslu afurða úr henni og er því orðinn býsna áberandi iðnaður þar syðra. Á Kanaríeyjum er algengasta nytjategundin Aloe barbadensis en hún er einkímblöðungur sem tilheyrir dagliljuætt. Hún er eina æta tegund biturblöðunganna. Henni getur þó auðveldlega verið ruglað saman við aðrar tegundir en þekkist á gulum blómum. Hún er í laukabálki og skyld ýmsum lauktegundum og aspas. Þótt nokkuð harðger sé þrífst hún best í næringarríkum, þurrum jarðvegi og á sólríkum stað og það er einmitt það umhverfi sem eyjaklasi Kanarí býður henni upp á. Hún er einna viðkvæmust fyrir of mikilli bleytu sem loftkenndur eldfjallajarðvegurinn kemur í veg fyrir. Uppruni plöntunnar er talinn vera á suðvesturhluta Arabíuskaga, en þaðan á hún að hafa borist til suðurhluta Indlands og Súdan og þaðan verið víðförul og náð fótfestu á allmörgum svæðum Asíu, Afríku og Ameríku og Ástralíu. Enn fremur er hún vinsæl pottaplanta, meðal annars hér á landi. Bitur sannleikur Nafnspeki plöntunnar er áhugaverð. Latneska ættkvíslarheitið Aloe er komið úr arabísku, „alloeh“, eða hebresku, „halal“, sem þýðir bitur og glansandi safi eða efni. Tegundarheitið vera þýðir sannleikur. Samkvæmt hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkis- ráðuneytisins er íslensk þýðing plöntunnar alvera. Samkvæmt orðabók þýðir orðið alvera – verund sem tekur til alls og allt er runnið frá. Vegna græðandi eiginleika sinna hefur plantan verið sveipuð ljóðrænum ævintýraljóma í riti gegnum aldirnar. Hún hefur verið kölluð þögli græðarinn og læknirinn í blómapottinum, sem er titill yfirlitsgreinar um nytjaplöntuna sem hefur birst á þessum vettvangi. Fjölbreytt notkun Ef vel er að ræktun hennar staðið getur hver nytjaplanta lifað í um 40 ár. Safarík þykk blöð plöntunnar eru uppskorin utan frá þegar þau hafa náð þroska sínum. Úr safa þeirra er svo hægt að vinna bæði drykki, krem, fæðubótarefni og snyrtivörur af ýmsu tagi. Einnig er einfaldlega hægt að bera græðandi safann beint á húðina, sem er tilvalið eftir sólbað. Samkvæmt ritum og rannsóknum er hægt að ráðleggja notkun plöntunnar við ýmsum meinum, s.s. sólbruna, kláða, sárum, bólgum, hárlosi, liðverkjum og meltingartruflunum. Þá sögðu Egyptar hana varðveita leyndarmál fegurðar og eilífs lífs og sjálf Kleópatra smurði sig með húðkremi, unnu úr plöntunni, til að viðhalda yndisþokka sínum. Alverusafi mun vera áhrifaríkur til meðhöndlunar hvers konar meltingarvandamála, á að hafa afeitrandi og hlutleysandi eiginleika. Í hvers kyns snyrtivörum er alveran sögð vera bakteríudrepandi með andoxunareiginleika. / ghp Úr safa alveru er hægt að vinna bæði drykki, krem, fæðubótarefni og snyrtivörur af ýmsu tagi. Einnig er einfaldlega hægt að bera græðandi safann beint á húðina, sem er tilvalið eftir sólbað. Myndir / ghp Á Kanaríeyjum er algengasta nytjategundin Aloe barbadensis, en hún er einkímblöðungur sem tilheyrir dagliljuætt. Hún er eina æta tegund biturblöðunganna. Henni getur þó auðveldlega verið ruglað saman við aðrar tegundir en þekkist á gulum blómum. Hver planta getur lifað í um 40 ár. Aloe barbadensis er í laukabálki og skyld ýmsum lauktegundum og aspas. Aloe er komið úr arabísku, „alloeh“, eða hebresku, „halal“, sem þýðir bitur og glansandi safi. LÍF&STARF Leyndarmál fegurðar og eilífs lífs: Útbreidd alvera í eyjaklasa UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 26. APRÍL 2022. HEILDARÚTHLUTUNARFÉ SJÓÐSINS ER 593 MILLJÓNIR KRÓNA. Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir. Opið er fyrir umsóknir til miðnættis 26. apríl. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Heildarúthlutunarfé sjóðsins er 593 milljónir króna. Nánari upplýsingar á matvaelasjodur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.