Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20226
Freyja Þöll
áfram
HVALFJ.SV: Freyja Þöll
Smáradóttir, sem hefur gegnt
tímabundið starfi félagsmála
stjóra í Hvalfjarðarsveit frá
1. október á síðasta ári, hef
ur nú verið ráðin ótímabund
ið til starfa hjá sveitarfélaginu.
-vaks
Óbreytt ráðgjöf í
rækjuveiðum
SNÆFELLSNES: Hafrann
sóknastofnun ráðleggur í sam
ræmi við varúðarsjónarmið að
rækjuafli á svæðinu við Snæ
fellsnes frá 1. maí 2022 til 15.
mars 2023 verði ekki meiri en
393 tonn. „Engar nýjar upp
lýsingar liggja fyrir um stofn
stærð rækju við Snæfellsnes
þar sem ekki voru farnir stofn
mælingaleiðangrar árin 2021
og 2022. Því er ekki hægt að
uppfæra ráðgjöfina og er ráð
gjöfin í ár því sú sama og fyrir
síðasta fiskveiðiár,“ segir í til
kynningu frá Hafró. -mm
Fordæma
hópuppsögn
Eflingar
VESTURLAND: Trún
aðarráð Stéttarfélags Vest
urlands samþykkti álykt
un á fundi sínum síðastliðinn
fimmtudag, sem haldinn var
í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi.
Þar kemur fram að trúnaðar
ráðið telji að stéttarfélög
sem launagreiðendur, eigi að
vera til fyrirmyndar og koma
fram af lipurð og virðingu
við starfsfólk sitt, á sama hátt
og þau krefjast þess af öðr
um launagreiðendum. „Trún
aðarráð Stéttarfélags Vestur
lands tekur undir fordæm
ingu forseta ASÍ á þeim gjörn
ingi forystu Eflingar að ráðast
í hópuppsögn á starfsmönnum
sínum og harmar þær árás
ir sem forsetinn hefur orðið
fyrir vegna sinnar framgöngu
í þessu máli. Trúnaðarráðið
skorar á Eflingu stéttarfélag
og stjórn þess að draga til baka
hópuppsögn á starfsmönnum
skrifstofu Eflingar og biðja
starfsmennina afsökunar á
þessu frumhlaupi meirihluta
stjórnarinnar. Stéttarfélag sem
kemur fram við starfsfólk sitt
á þann hátt sem stjórnend
ur Eflingar hafa gert, get
ur ekki verið trúverðugur
málsvari launafólks. Stéttar
félag Vestur lands vill ekki eiga
í neinum samskiptum við þau
verkalýðsfélög sem láta þetta
háttarlag Eflingar átölulaust.“
-vaks
Ekki með öllu
leynilegar
LANDIÐ: Einstaklingur sem
ekki verður heima á kjördag
14. maí næstkomandi gerði sér
ferð í vikunni sem leið og kaus
utan kjörfundar hjá sýslumanni
hér á Vesturlandi. Sagði hann
að framkvæmd utankjörstaðar
kosningarinnar hafi verið ágæt,
nema að einu leyti. „Boðið er
upp á stimpil með bókstöfum
flokkanna. Það heyrist greini
lega þegar stimpillinn er notað
ur. Þar með er kosningin aðeins
að hluta til leynileg því það að
skila auðu er einnig afstaða;
þýðir að kjósandinn er óánægð
ur með þá lista sem í boði eru.
Líklega ætti að sleppa þessum
stimplum,“ sagði þessi einstak
lingur sem við nefnum ekki,
enda værum við þá um leið að
upplýsa að hann kaus þrátt fyr
ir allt með tilheyrandi hljóði
í stimplinum. Þessu atriði er
hér með komið á framfæri til
sýslumanna. Vel væri hægt að
bjóða upp á stimpla með laus
um stimpilpúðum, en með þeim
er hægt að framkvæma kosn
ingu afar hljóðlega og án þess
að afstaða kjósandans heyrðist
utan kjörklefans. -mm
Féll aftur fyrir sig
AKRANES: Hringt var í
Neyðarlínuna síðasta miðviku
dagsmorgun og tilkynnt um
að tólf ára stúlka hefði fall
ið aftur fyrir sig tvo metra úr
leikkastala á skólalóð á Akra
nesi. Sjúkrabifreið kom á vett
vang og flutti stúlkuna á HVE
til aðhlynningar. -vaks
Matvælastofnun hefur
gefið út skýrslu um eft
irlit með velferð hryssna
sem notaðar eru til í
blóðtöku til vinnslu
afurða. „Tíðni eftirlits
með blóðtökubæjum
er mun hærra en í öðru
hrossahaldi en minna er
um alvarleg frávik. Hörð
viðurlög við alvarleg
um frávikum við velferð
blóðtökustóða, sem beitt
hefur verið á seinni árum,
virðast hafa átt mikinn
þátt í að tryggja góða
fóðrun og umhirðu stóð
anna. Engin vísbending
er um að blóðmagnið sem tekið
er sé of mikið, þar sem ekki koma
fram neikvæð áhrif á skilgreinda
mælikvarða á heilsu og blóðbúskap
hryssnanna,“ segir í tilkynningu frá
Matvælastofnun.
Alvarleg frávik við meðferð
hryssna sem komu fram á mynd
bandi dýraverndarsamtakanna
AWF/TBZ kölluðu hins vegar á
viðbrögð og viðbætur við þau skil
yrði sem Matvælastofnun hef
ur sett starfseminni og listuð eru í
hinni nýútkomnu skýrslu. „Slík frá
vik hafa ekki sést við eftirlit Mat
vælastofnunar sem bendir til þess
að þau séu fremur fátíð en auk þess
má ætla að eftirlitið sem slíkt hafi
fælingarmátt gagnvart illri með
ferð. Því er tilefni til að auka eft
irlit Matvælastofnunar með blóð
tökunni, þrátt fyrir góðar eftirlits
niðurstöður á seinni árum,“ segir í
tilkynningu MAST. mm
Maí er nýr skoðunarmánuð
ur fyrir húsbíla, hjólhýsi, felli
hýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bif
hjól í flokki II og fornökutæki.
Samgöngustofa vekur athygli á
að með samþykkt reglugerðar nr.
414/2021, um skoðun ökutækja,
hafa ökutæki í ákveðnum öku
tækja og notkunarflokkum feng
ið nýjan skoðunarmánuð. Þetta
á við um húsbíla, hjólhýsi, felli
hýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bif
hjól í flokki II og fornökutæki.
Vanrækslugjald leggst á óskoðuð
ökutæki í þessum flokkum þann 1.
ágúst næstkomandi.
Reglubundin skoðun ökutækja
þar sem farið er yfir ástand og bún
að er lögbundin, enda mikilvæg fyr
ir umferðaröryggi. Samgöngustofa
hvetur því eigendur ofangreindra
ökutækja að huga að skoðun sem
fyrst og fara þannig öruggari á
göturnar og inn í sumarið. Ítarlegri
upplýsingar má finna á www.sam
gongustofa.is/skodun Hægt er að
sjá skoðunarmánuð og skoðunar
ár ökutækja með því að fletta upp
númerinu á vefsíðunni http://www.
samgongustofa.is/okutaekjaskra
eða á Mínu svæði Samgöngustofu.
mm
Skoðunarmánuður
ferðavagna er í maí
Blóðtökuhryssur. Ljósm. Isteka.
Eftirlit verður aukið með blóðtökuhryssum