Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202232
Pennagrein
Pennagrein
Pennagrein
Í tilefni þess að nú líður senn að bæjar
stjórnarkosningum og frambjóðendur
draga fram afrekaskrá sína er gott að
líta yfir fjáfestingar bæjarins síðast
liðin ár.
Undanfarna daga hefur skapast
mikill þrýstingur á að vígja formlega
Þjónustumiðstöð aldraðra við Dal
braut 4, Fimleikahúsið við Vestur
götu og reiðhöll Dreyra í Æðarodda.
Heimsfaraldurinn setti vissulega sitt
mark á að ekki var hægt að hafa slíka
viðburði þegar mannvirkin voru tekin
í notkun, sem er miður.
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akra
ness, bæjarfulltrúar Samfylkingar
og Framsóknar með frjálsum, leggja
mikla áherslu á að klára gjörninginn
fyrir komandi bæjarstjórnarkosn
ingar og bera fyrir sig að eðlilegt sé
að núverandi bæjarstjórn stæri sig
af þessum framkvæmdum en ekki
þeir sem á eftir munu koma. Þó eru
ýmis nýleg dæmi um að nýkosin bæj
arstjórn taki að sér slík embættis
verk eins og t.d. þegar Guðlaug við
Langasand og Frístundamiðstöðin
Garðavellir voru vígð. En þær fram
kvæmdir voru að mestu unnar árin
20142018 í meirihlutatíð Sjálfstæðis
flokksins og Bjartrar framtíðar.
Í sögulegu samhengi þá er hollt að
rifja upp tilurð þessara framkvæmda.
Guðlaug; Samfylkingin hafði mikl
ar efasemdir um uppbyggingu þessa
mannvirkis og sakaði þáverandi
meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartr
ar framtíðar um óábyrga fjármála
stjórnun og að framkvæmdin myndi
þyngja rekstur bæjarsjóðs til framtíð
ar. Samfylkingin samþykkti ekki fjár
festingar og framkvæmdaráætlun fyr
ir árið 2016 og þriggja ára áætlun fyrir
árin 20172019.
Fimleikahús við Vesturgötu; Sam
fylkingin var mótfallin því að byggja
nýtt fimleikahús við Vesturgötu og
kaus að horfa frekar til Jaðarsbakka
og börðust hart fyrir því. Vilji fim
leikafélagsins var hins vegar skýr, um
að byggja íþróttamannvirkið á Vest
urgötu. Samfylkingin samþykkti ekki
umrædda deiliskipulagsbreytingu.
Í vikunni stendur til að vígja mann
virkið formlega en fimleikafélagið var
búið að undirbúa sérstaka opnun 2.
júní þar sem til stóð að vígja húsið,
halda stórglæsilega fimleikasýningu,
fjölskyldugrill og almenna fjáröflun
fyrir félagið. Hugmyndir meirihluta
bæjarstjórnar, Samfylkingar og Fram
sóknar með frjálsum, eru hins vegar
aðrar því húsið skal vígt og svo get
ur fimleikafélagið haldið sínu striki
á áætluðum tíma. Ekki er hægt að
horfa á þetta með öðrum augum en að
meirihlutinn kjósi að taka opnunina í
sínar hendur og þar af leiðandi slá á
hugmyndir fimleikafélagsins.
Þjónustumiðstöð við Dalbraut 4;
Til að gera langa sögu stutt þá ákvað
sú bæjarstjórn sem starfaði frá 2010
2014 að færa starfsemi FEBAN í
vöruskemmu ÞÞÞ við Dalbraut 6.
Nýr meirihluti sem tók við árið 2014,
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt fram
tíð, hafði allt aðrar hugmyndir og tók
málið upp aftur sem endaði með þeim
farsæla hætti að vöruskemma ÞÞÞ
var rifin og glæsilegt nýtt fjölbýlishús
sem hýsir félagsstarf FEBAN á jarð
hæð reis á Dalbraut 4. Samfylkingin
samþykkti ekki fjárfestingar og fram
kvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar
árið 2018 og óttaðist að þar hafi ver
ið gerð tilraun til að lofa umfram það
sem efni stóðu til og skapa um leið
óraunhæfar væntingar hjá bæjarbúum.
Fjárfestingaráætlunin hljóðaði þá upp
á 836 m.kr. en Þjónustumiðstöðin við
Dalbraut 4 var eitt af þeim verkefnum.
Fjárfestingaráætlun fyrir árið 2022
sem er kosningaár líkt og árið 2018
hljóðar upp á 2.609 mkr. og var sam
þykkt af öllum flokkum í bæjarstjórn.
Merkilegt er að umrædd áætlun virð
ist ekki valda Samfylkingunni áhyggj
um nú um að hún sé bólgin og skapi
óraunhæfar væntingar hjá bæjarbúum!
Nú þegar örfáir dagar eru til kosn
inga þá klappar Samfylkingin sér á
bakið og segir að algjört met sé í fjár
festingum hjá Akraneskaupstað. Um
er að ræða fjárfestingar sem flestar
voru ákveðnar í stjórnartíð Sjálfstæð
ismanna og Bjartrar framtíðar með
stuðningi Framsóknar og frjálsra en
ekki Samfylkingarinnar.
Það er því mjög áhugavert að Sam
fylkingin komi fram nú í lok kjör
tímabils með skærin á lofti til þess að
klippa á borða þessara mannvirkja.
Rakel Óskarsdóttir
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins 2018-2022.
Sturluð staðreynd um borðaklippingar
Nú styttist í kosningar sem þýðir að
tími er kominn til að skrifa kosninga
grein. Koma á framfæri öllu því sem
maður stendur fyrir í stuttri, hnitmið
aðri og helst ekki leiðinlegri grein.
Ég byrjaði á að grafa upp fjögurra ára
gömlu kosningagreinina mína, Sækj
um fram – byggjum upp, og ég verð
að segja að hún á eiginlega bara enn
þá við. Við þurfum ennþá að byggja
upp og sækja fram, nema bara af miklu
meiri krafti. Í þessu fallega litla sjáv
arþorpi, umlukið stórbrotnum fjöll
um og fagurri náttúru, er gott að búa.
Hér býr duglegt fólk, hér er rólegt en
samt alltaf fullt að gera. Félagsstarf
er í blóma og ýmis konar tómstund
ir standa börnum og fullorðnu fólki
til boða.
Grundarfjörður er gott samfélag að
búa í. En góð samfélög verða ekki til
úr engu. Þau eru afsprengi íbúa, bæj
aryfirvalda og fyrirtækja staðarins.
Þetta er þrenna sem verður að virka
saman og hver hluti er mikilvægur
og styður við hina. Fyrirtækin verða
að hafa skilyrði til að dafna, íbúarnir
verða að vera virkir í samfélaginu og
bæjaryfirvöld verða að stýra bátnum,
ja eða bænum, í örugga höfn. Fyrir
samfélag eins og okkar er mikilvægt
að bærinn hafi stefnu, og þá meina
ég til lengri tíma ekki bara næstu 12
árin. Stefnu í framkvæmdum bæjarins
og stefnu í uppbyggingu samfélagsins.
Við eigum að setja okkur markmið og
vinna svo markvisst að því að ná sett
um markmiðum. Margt hefur unn
ist á seinustu fjórum árum, fyrirtæki
á staðnum hafa farið í framkvæmd
ir og fjárfest, einstaklingar hafa far
ið út í fjárfestingar og nokkrir hafið
byggingu á íbúðarhúsum. Síðustu tvö
ár hafa reynst krefjandi vegna heims
faraldurs en Grundarfjörður virðist
hafa komist ágætlega út úr því ástandi.
En nú blásum við í lúðra á ný.
Sumarið er á næsta leiti, allir flokk
ar lofa góðu veðri í sumar og heyrst
hefur að Góð stund verði haldin á ný.
Sel ekkert af þessu dýrar en ég „fékk
það lánað.“ En áður en við æðum út
í sumarið þá langar mig til að impra
á verkefnum næsta kjörtímabils. Það
styttist í sameiningu sveitarfélaga á
Snæfellsnesi og þegar það gerist þá
verða Grundfirðingar að vera tilbún
ir. Við verðum að fjölga atvinnutæki
færum hérna í bænum og laða að fyr
irtæki sem vilja koma og byggja upp í
Grundarfirði. En við verðum líka að
styðja við þau fyrirtæki sem eru hér
nú þegar. Nú í vor hefur verið mik
ill skortur á starfsfólki og húsnæði en
húsnæðisskorturinn fer að verða við
varandi og hann hefur heftandi áhrif á
að fólk nái að flytja hingað. Við viljum
fá fleira fólk í bæinn en til þess þurfum
við störf og við þurfum húsnæði. Því
þurfum við að skipuleggja ný hverfi
og vera tilbúin með lóðir fyrir fólk og
verktaka sem vilja byggja íbúðarhús
næði. Atvinnulóðir ásamt innviðum,
út á iðnaðarsvæði og í kringum höfn
ina, þurfa líka að vera tilbúnar fyrir þau
sem vilja flytja starfsemi sína hingað
eða stofna ný fyrirtæki. Þetta tvennt
helst í hendur. Öll uppbygging sem
verður á næstu árum verður að mið
ast við að okkur fjölgi, ekki að okkur
fækki eða íbúatalan standi í stað. Aðal
skipulag Grundarfjarðar 20192039
er tilbúið og mikilvægt er að fara að
vinna úr því og nýta þá möguleika sem
það býður upp á. Þar þarf Grundar
fjarðarbær að vera leiðandi og hefja
framkvæmdir. Má þar meðal annars
nefna nýtt anddyri að íþróttahúsinu,
klára viðhald á eignum bæjarins og
leggja göngu og hjólastíg út úr bæn
um. Til þess að við getum unnið vel
úr þeim fjölbreyttu möguleikum sem
Grundarfjörður býr yfir þurfum við
að ráða atvinnu og markaðsfulltrúa.
Þetta er staða sem við þurfum og hef
ur vantað í mörg ár. Þessi staða veit
ir okkur þá yfirsýn sem við þurfum
til að ýta stórum verkefnum úr vör á
næstu árum og byggja markvisst upp
ímynd Grundarfjarðar í samvinnu við
bæinn, fyrirtækin og íbúana. Ef við
ætlum að hafa rödd á næstu áratugum
þá þurfum við að vera sýnilegri, sterk
ari og áræðnari. Ég vona að Llistinn
fái brautargengi ykkar í kosningunum
eftir tvær vikur, vona líka að við vinn
um Eurovision, en mest af öllu þá vil
ég gott sumar.
Signý Gunnarsdóttir
Höfundur skipar 2. sæti L-lista Bæj-
armálafélagsins Samstöðu í Grundar-
firði
Stefna til framtíðar
Borgarbyggð er öflugt samfélag og
er sérstaða þess meðal annars sú að
hér geta allir fundið búsetukosti við
sitt hæfi, hvort sem það er í dreif
býli, þéttbýli eða þéttbýliskjörnum
dreifbýlisins. Ég valdi að búa í dreif
býlinu á sveitabæ, þar sem við hjónin
rekum sauðfjárbú. Við höfum valið að
ala upp börnin okkar hér, þar sem ég
tel það forréttindi að fá að alast upp í
sveit og búa í sveit. Landbúnaður er
einn af hornsteinum byggðar í Borg
arbyggð, því er mikilvægt að tryggja
rekstrarskilyrði í landbúnaði og gæta
hagsmuna bænda í hvítvetna í því
samhengi.
Uppbygging innviða
Við í Sjálfstæðisflokknum munum
halda áfram að leita allra leiða til að
flýta uppbyggingu á mikilvægum
innviðum eins og varðandi fjarskipti,
ljósleiðara, þrífösun rafmagns og
uppbyggingu vega. Við ætlum áfram
að leggja mikla áherslu á að dreifbýli
Borgarbyggðar fái aðgang að þriggja
fasa rafmagni, þar sem skortur á þrí
fösun er farinn að standa atvinnu
uppbyggingu í dreifbýlinu fyrir þrif
um. Því til viðbótar er mikilvægt að
við tryggjum afhendingaröryggi raf
magns í dreifbýlinu. Ég trúi því að
með bættum búsetuskilyrðum í dreif
býlinu muni ekki einungis landbún
aðurinn blómstra heldur einnig önn
ur atvinna. Með þrífösun rafmagns
opnast auknir möguleikar í iðnaði
og með bættum internettenging
um er hvatt til atvinnufjölbreytni,
þar sem færi gefst á að vinna hin fjöl
breyttustu störf í gegnum tölvuna
eina. Með styrkingu innviða stuðlum
við að blómlegra atvinnulífi og upp
byggingu í dreifbýlinu.
Vöndum til verka
trúum á byggðarkjarna
dreifbýlisins
Sveitarfélagið er fyrst og fremst þjón
ustustofnun sem hefur það hlutverk
að þjónusta alla íbúa sveitarfélags
ins, hvort sem þeir velja sér búsetu í
dreif eða þéttbýli. Þegar við lítum
til okkar víðfeðma sveitarfélags þurf
um við að hugsa okkur vel um áður en
stórar ákvarðanir eru teknar og taka
þær fyrst og fremst á faglegum en
líka samfélagslegum og fjárhagsleg
um forsendum. Við sem sveitarfélag
og samfélag ættum að líta til framtíð
ar, en ljóst er að töluverð fólksfjölg
un er á ákveðnum svæðum í drefibýl
inu. Við í Sjálfstæðisflokknum mun
um leggja metnað okkar í að halda
leik og grunnskólum sveitarfélags
ins áfram í fremstu röð á landsvísu og
leitast við að hafa þjónustuna þar sem
hennar er þörf.
Krafa nútíma
dreifbýlisins
Nútíma samfélag í dreifbýli gerir þá
kröfu að leikskólar séu nálægt og að
þeir sem vilji nýta þjónustuna hafi
raunverulegan kost á því, hvort sem
þeir starfa við landbúnað eða ann
að. Í því samhengi er mikilvægt að
við trúum á byggðakjarna dreifbýlis
ins og þjónustum þá með velferð og
hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Nú
stendur yfir endurskoðun á faglegri
skólastefnu sveitarfélagsins og sam
hliða þeirri vinnu hafa verið skoðaðar
leiðir varðandi framtíðarskipan skóla
mála í dreifbýlinu. Sú vinna er mik
ilvægt leiðarljós inn í vinnu komandi
mánaða og ára. Af þeim hugmynd
um sem hafa komið upp í framan
greindri vinnu hafa fulltrúar Sjálf
stæðisflokksins áhuga á því að láta
skoða ávinninginn af því að færa leik
skólann Hraunborg frá Bifröst að
Varmalandi og nýta þannig samlegð
með þessum tveimur skólastigum til
að styrkja skólasvæðið þarna megin í
Borgarfirðinum. Með þessum hætti
væru líkur á því að fleiri á upptöku
svæði Varmalandsskóla myndu nota
leikskólann Hraunborg og þannig
myndi skapast meira svigrúm á leik
skólum í Borgarnesi, þar sem hluti
barna af svæðinu sækja leikskóla þar.
Einnig munum við áfram brúa bilið
milli leikskóla og vinnumarkaðar með
inntöku 12 mánaða barna, þar sem
það er mögulegt og halda leikskóla
gjöldum samkeppnishæfum við önn
ur sveitarfélög.
Fjölgun íbúa
sveitarfélagsins
Auk þess að búast við fjölgun íbúa í
þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins, þá
þurfum við að vera tilbúin að taka
við fjölgun íbúa í dreifbýlinu líka. Nú
þegar er m.a. verið að byggja tölu
vert í Húsafelli og skipulagsvinna
við fjölgun lóða við Reykholt hafin.
Þegar litið er inn Norðurárdalinn,
upp Hvítársíðuna, vestur í Kolbeins
staðahrepp eða inn Lundarreykja
dalinn, þá eru möguleikar á að þar
setjist að íbúar. Ýmist eru það upp
komin börn að sækja heim aftur eða
nýtt fólk sem telur það eftirsóknarvert
að búa í Borgarbyggð. Til að koma
til móts við fjölgun íbúa munum við
beita okkur fyrir því að auka framboð
íbúðarhúsalóða til úthlutunar, bæði í
þéttbýli og dreifbýli, til að taka á móti
þeim sem vilja búa í okkar víðfeðma
sveitarfélagi. Bjóðum fólk velkom
ið til okkar þar sem hugað er vel að
þjónustu í þéttbýli sem og dreifbýli.
Verum bjartsýn tilbúin og hugs
um stórt.
Ragnhildur Eva Jónsdóttir, sauðfjár-
bóndi og lögfræðingur
Höf. skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Borgarbyggð.
Höfum trú á Borgarbyggð