Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20228
Hvetja til
notkunar
kattakraga
LANDIÐ: Fuglavernd
skorar á kattaeigendur
að halda köttum inni yfir
varptíma fugla. Kettir eru
öflug og afkastamikil rán
dýr sem höggva stór skörð
í stofna fugla sem verpa
í nágrenni við mannabú
staði ár hvert. Á varptíma
er því mikilvægt að lausa
ganga katta sé takmörkuð
og sérstaklega yfir nóttina.
Bjöllur og kattakragar eru í
sumum tilfellum betri vörn
en engin en langbest er
að halda þeim inni. Kett
ir veiða helst algenga fugla
sem halda sig í görðum.
-mm
Tveir nýir leik
skólastjórar
AKRANES: Búið er að
ganga frá ráðningu leik
skólastjóra við leikskól
ana Teigasel og Vallarsel
á Akranesi. Íris Guð
rún Sigurðardóttir hef
ur verið ráðin leikskóla
stjóri Teigasels og Vilborg
Valgeirsdóttir leikskóla
stjóri Vallarsels. Íris Guð
rún tekur við af Margréti
Þóru Jónsdóttur og Vil
borg af Brynhildi Björgu
Jónsdóttur. Á vefsíðu Akra
neskaupstaðar er þeim ósk
að farsældar í starfi og því
fagnað að þær vinni áfram
með sínu góða samstarfs
fólki að þróun leikskóla
starfs á Akranesi og velferð
barna. -vaks
Óskað eftir
tillögum
AKRANES: Árlega
útnefnir Akraneskaupstað
ur bæjarlistamann til eins
árs í senn. Menningar og
safnanefnd Akraneskaup
staðar óskar eftir tillög
um frá almenningi um
bæjarlistamann Akraness
árið 2022. Menningar og
safnanefnd mun fara yfir
allar tillögur sem berast og
verða niðurstöður kynnt
ar á Þjóðhátíðardaginn,
17. júní. Fólk er hvatt til
að kynna sér vel þær regl
ur sem í gildi eru um bæjar
listamann en frestur til að
skila tillögum er til og
með 24. maí næstkomandi.
-vaks
Datt af
rafskútu
AKRANES: Síðasta mið
vikudagsmorgun datt þrí
tugur karlmaður af raf
skútu og var sjúkrabifreið
kölluð á vettvang. Mað
urinn kenndi sér eymsla
í fæti og var fluttur með
sjúkrabifreið á HVE til
nánari skoðunar. -vaks
Með kannabis
í bílnum
HVALFJ.SV: Á föstudaginn
var ökumaður tekinn fyr
ir of hraðan akstur við Fiski
læk í Melasveit en hann mæld
ist á 131 kílómetra hraða. Þegar
lögreglumenn fóru að ræða við
ökumanninn fundu þeir kanna
bislykt í bílnum en ökumað
urinn kannaðist ekki við neitt
slíkt. Hann var af erlendu bergi
brotinn og ekki með lögheim
ili á Íslandi. Bíllinn var fluttur
á lögreglustöðina og var leitað í
bílnum. Þar fundust 20 grömm
af kannabisefnum í hanskahólf
inu og var því pakkað inn í
selló fan plast. Kallað var á túlk
til að aðstoða lögreglu vegna
samskiptaörðugleika. Ökumað
urinn er grunaður um vörslu og
meðferð fíkniefna og er málinu
lokið. -vaks
Ungmenni sátu
að sumbli
AKRANES: Rétt undir mið
nætti síðasta föstudagskvöld
var tilkynnt um mögulega
drykkju ungmenna á stað með
vínveitingaleyfi. Lögregla fór
á staðinn og var um að ræða
fimm sextán ára ungmenni
sem sátu saman inni á staðn
um. Lögregla greindi ummerki
um neyslu áfengis á borðinu þar
sem þau sátu, einhverjir gáfu
upp rangar kennitölur og kom í
ljós að einn þeirra var aðeins 14
ára. Dyravörslu var ábótavant á
staðnum og var rætt við eigend
ur sem ekki þóttust vita um
aldur ungmennanna. Haft var
samband við foreldra og barna
verndarnefnd upplýst um mál
ið. Eftir þetta var staðnum lok
að og öllum vísað út. Óljóst er
hvort staðurinn missi leyfið en
það er í athugun hjá lögreglu.
-vaks
Refur en ekki
hundur
BORGARNES: Hringt var í
Neyðarlínuna seinni part síð
asta fimmtudags og tilkynnt um
að dauður hundur væri á bak við
sláturhúsið í Brákarey. Bæjar
starfsmaður frá áhaldahúsinu
fór á staðinn til að kanna málið
og kom þá í ljós að um dauðan
ref var að ræða. -vaks
Forgangsröðun í
heilbrigðisþjónustu
LANDIÐ: Willum Þór Þórs
son heilbrigðisráðherra hefur
ákveðið að setja á fót fagráð um
forgangsröðun í samræmi við
ályktun Alþingis um siðferðileg
gildi og forgangsröðun í heil
brigðisþjónustu. Fagráðinu er
ætlað að leiða faglega umræðu
um forgangsröðun og siðferði
leg gildi að baki henni og veita
leiðsögn á þessu sviði. Ákvörðun
ráðherra byggist á niðurstöðu
starfshóps sem skipaður var á
grundvelli þingsályktunarinn
ar. Willum Þór segir mikil
vægt að niðurstaða starfshóps
ins liggi fyrir. „Hópurinn hef
ur skilað vandaðri vinnu sem
dregur skýrt fram hvað stofn
un fagráðs um forgangsröðun
í heilbrigðisþjónustu er brýnt
og þarft mál. Ég mun því setja
af stað vinnu í ráðuneytinu við
að hrinda þessu verkefni í fram
kvæmd.“ -mm
Svandís Svavarsdóttir, matvæla
ráðherra, hefur látið hefja for
athugun á sameiningu tveggja
lykilstofnana í loftslagsmálum,
Skógræktarinnar og Landgræðsl
unnar. Stofnanirnar vinna báð
ar að vistvernd og nýtingu lands
og vinna að mörgu leyti hliðstæð
verkefni sem snúa að losun og
bindingu gróðurhúsalofttegunda.
„Landgræðslan og Skógræktin
eiga báðar ríka og farsæla sögu
um samstarf með grasrótarsam
tökum, almenningi og land
eigendum. Það umhverfi sem
stofnanirnar vinna í hefur tekið
hröðum breytingum og væntingar
almennings og stjórnvalda hafa
breyst. Ákvörðun matvælaráðherra
er tekin með tilliti til þessa, aug
ljósrar skörunar verkefna og mikill
ar samlegðar,“ segir í tilkynningu.
Samkvæmt nýjum lögum um
skógrækt og landgræðslu skal gera
stefnumarkandi áætlanir um land
græðslu og skógrækt til lengri tíma.
Í matvælaráðuneytinu er jafnframt
unnið að því að samræma tillögur
í eina heildaráætlun sem nær
m.a. yfir verndun og endur
heimt vistkerfa, náttúrumið
aðar lausnir í loftslagsmálum,
og sjálfbæra landnýtingu. Þessi
nálgun mun einfalda til muna
forgangsröðun og þannig
stuðla að aukinni skilvirkni og
auknum árangri.
Síðustu ár hafa bæði Land
græðslan og Skógræktin auk
ið ráðgjöf til landeigenda og
unnið að mörgum samvinnu
verkefnum með þeim. Þar má
m.a. nefna skógrækt á lögbýl
um og verkefnið Bændur græða
landið. Sérfræðingar beggja stofn
ana búa yfir mikilli sérhæfðri þekk
ingu og öflugar rannsóknir á vist
kerfum, gróðurfari og loftslagi eru
stundaðar af beggja hálfu. mm
Á síðasta ári stóð Rótarýklúbbur
Borgarness fyrir fjáröflun meðal
fyrirtækja og almennings í Borgar
byggð og nágrennis til þess að
aðstoða Slökkvilið Borgarbyggðar
við að festa kaup á stafrænum bún
aði til æfinga og þjálfunar slökkvi
liðsmanna og þar með freista þess
að koma málinu í farsælan farveg.
Söfnun Rótarýklúbbsins gekk von
um framar og söfnuðust tæpar tvær
milljónir með framlagi klúbbsins.
Þegar á leið sumars varð hins vegar
ljóst að ekkert varð af fyrirhuguð
um kaupum því ekki tókst að full
fjármagna verkefnið.
Þar með voru þeir fjármunir sem
söfnuðust ónýttir í vörslu Rótarý
klúbbsins og nauðsyn að finna þeim
önnur verkfni. Nú hefur Rótarý
klúbburinn, að höfðu samráði við
megin þorra gefenda, ákveðið að
láta þessa fjármuni renna til tveggja
verkefna. Annars vegar til stuðn
ings Rauðakrossdeild Vesturlands
vegna móttöku flóttafólks frá Úkra
ínu á Bifröst og hins vegar til björg
unarsveitanna á starfssvæði klúbbs
ins; Brákar, Heiðars og Oks.
„Um leið og við þökkum öllum
þeim sem lögðu söfnuninni lið þá
vonum við að þrátt fyrir að ekki
tókst upphaflega markmið hennar
nýtist þessir fjármunir til styrktar
og eflingar hjálpar og mannúðar
starfi í héraði,“ segir í tilkynningu
frá stjórn Rótarýklúbbs Borgarness.
mm
Í lok apríl var viðtal í Skessuhorni
við Þórarinn Jónsson ljósmyndara
sem býr á Akranesi og rekur ferða
þjónustufyrirtækið Thor Photo
graphy. Nú í byrjun maí vann
Þórarinn til fyrstu verðlauna í
alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni
samtaka Evrópskra ljósmyndara
(Federation of European Profes
sional Photographers). Þórarinn
fékk verðlaun fyrir þrjár myndir í
flokki landslagsljósmynda, en um
2600 myndir bárust til keppninnar
í heild frá ljósmyndurum í 26 lönd
um. Verðlaunin nefnast á ensku
FEP Awards og voru afhent 1. maí
síðastliðinn í Róm.
gj
Ein af myndunum sem Þórarinn hlýtur
verðlaun FEP Awards fyrir. Tekin í
gosinu í Geldingadölum.
Þórarinn Jónsson vinnur til
evrópskra ljósmyndaverðlauna
Þórarinn með verðlaunin. Ljósm. aðsend.
Frá afhendingu styrkja. Frá vinstri: Gísli Karel Halldórsson og Magnús B. Jónsson
frá Rótarýklubbi Borgarness, Jóhannes Berg frá björgunarsveitinni Ok, Þorsteinn
Þorsteinsson frá björgunarsveitinni Heiðari, Einar G. Pálsson frá björgunar-
sveitinni Brák og Haukur Valsson frá Vesturlandsdeild RKÍ. Ljósm. aðsend.
Rótarý gaf til björgunarsveita
og flóttafólks
Hann er oft þunnur þráðurinn á milli skógræktar
og landgræðslu. Ljósm. mm.
Hefja skoðun á sameiningu
Skógræktar og Landgræðslu