Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 9 SAMEIGINLEGIR FRAMBOÐSFUNDIR TIL KOSNINGA Framboðsfundir í aðdraganda kosninga þann 14. maí 2022 verða haldnir í næstu viku sem hér segir: Lindartunga í Kolbeinsstaðahreppi 9. maí kl. 20:00 Logaland í Reykholtsdal 10. maí kl. 20:00 Hjálmaklettur í Borgarnesi 12. maí kl. 20:00 Íbúar í Borgarbyggð eru hvattir til þess að mæta og eiga samtal við frambjóðendur. BORGARBYGGI> SK ES SU H O R N 2 02 2 Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalabyggð verður í Dalabúð laugardaginn 14. maí 2022 kl. 10-20. Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar (persónukjör) og kosið um 7 aðalmenn og 7 varamenn. Vinsamlegast athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna. Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað. Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is, geta kjósendur kannað hvar þeir eiga að kjósa ásamt almennum upplýsingum varðandi kosningarnar. Á kjördag verður yfirkjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur í Hjálmakletti í Borgarnesi, sími: 433-7708. Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi • Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár • Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu • Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku • Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár. • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi • Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð. • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási • Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum • Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals og Reykholtsdals • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Nú stefnir í metfjölda báta sem biðja um hafnaraðstöðu á strand­ veiðitímabilinu á Arnarstapa á Snæfellsnesi, en strandveiðar máttu hefjast á mánudaginn. Þetta stað­ festir Guðmundur Már Ívars­ son hafnarvörður og starfsmaður Fiskmarkaðs Íslands á Arnarstapa í samtali við Skessuhorn. „Ég hef verið hér í tíu ár og mest hafa ver­ ið hér 50 strandveiðibátar. Ég á von á því að þar verði fleiri strandveiði­ bátar þetta sumarið,“ segir hann. Í apríl hefur verið mjög góð veiði handfærabáta skammt frá höfninni á Stapanum og góður fiskur. Afl­ inn hefur verið þetta um þrjú tonn yfir daginn. „Einnig hefur línubát­ urinn Særif SH róið frá Arnarstapa og aflinn hjá þeim farið yfir 21 tonn í róðri,“ segir Guðmundur kampa­ kátur þegar hann var í óða önn að landa aflanum úr bátunum í síð­ ustu viku þegar fréttaritari var á ferðinni. Svo tók við að vigta aflann eftir kúnstarinnar reglum Fiski­ stofu. af Verslun Voot var formlega opn­ uð í gær í Ólafsvík. Hún er til húsa við Ólafsbraut 19 þar sem Brauð­ gerð Ólafsvíkur var áður. Húsnæð­ ið fékkst afhent 1. febrúar síðast­ liðinn og síðan hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum við að lag­ færa það svo það henti undir starf­ semi Voot. Björn Hilmarsson, sem var áður útibússtjóri hjá Olís, rekur þessa nýju verslun en verslun Olís er nú hætt starfsemi sinni. „Við verðum með fleiri vöru­ tegundir en við vorum með hjá Olís, en leggjum áherslu á sjávar­ útvegsvörur, rekstrarvörur og sér­ vörur. Auk þess náðust samningar á milli Voot og Olís um endursölu á efnavörum og olíu frá Olís,“ seg­ ir Björn. Hann kveðst mjög ánægð­ ur með nýja húsnæðið og ánægð­ ur með að geta veitt góða þjónustu áfram. af Yfirlitsmynd úr versluninni. Voot opnaði nýja verslun í Ólafsvík Björn Hilmarsson í nýju versluninni. Fínn afli fékkst skammt frá hafnarkjaftinum á Stapa Bátum er byrjað að fjölga í Arnarstapahöfn. Ragnar G. Guðmundsson rær á handfærabátnum Ríkeyju MB. Hann var með um eitt tonn af flottum þorski eftir stuttan tíma á miðunum. „Það er flottur fiskur bara hérna skammt frá hafnarkjaftinum,“ sagði Ragnar kátur. Már Ívarsson hafnarvörður ánægður með gang mála á Arnarstapa. Friðþjófur Orri Jóhannsson skipstjóri á línubátnum Særifi SH var í miklu stuði á höfninni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.