Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 9
SAMEIGINLEGIR FRAMBOÐSFUNDIR TIL KOSNINGA
Framboðsfundir í aðdraganda kosninga þann 14. maí 2022 verða haldnir í næstu viku
sem hér segir:
Lindartunga í Kolbeinsstaðahreppi
9. maí kl. 20:00
Logaland í Reykholtsdal
10. maí kl. 20:00
Hjálmaklettur í Borgarnesi
12. maí kl. 20:00
Íbúar í Borgarbyggð eru hvattir til þess að mæta og eiga
samtal við frambjóðendur.
BORGARBYGGI>
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga
í Dalabyggð verður í Dalabúð
laugardaginn 14. maí 2022 kl. 10-20.
Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar
(persónukjör) og kosið um 7 aðalmenn
og 7 varamenn.
Vinsamlegast athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á
kjörstað. Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is, geta kjósendur kannað hvar þeir eiga að kjósa
ásamt almennum upplýsingum varðandi kosningarnar. Á kjördag verður yfirkjörstjórn
Borgarbyggðar með aðsetur í Hjálmakletti í Borgarnesi, sími: 433-7708.
Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar
SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
Við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti
(menntaskólanum) í Borgarnesi
• Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og
Gljúfurár
• Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu
Lindartungu
• Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og
Haffjarðarár
• Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu
Lyngbrekku
• Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og
Hítarár.
• Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu
Þinghamri, Varmalandi
• Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum,
Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
• Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási
• Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar
• Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að
Kleppjárnsreykjum
• Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls,
Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals
og Reykholtsdals
• Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Nú stefnir í metfjölda báta sem
biðja um hafnaraðstöðu á strand
veiðitímabilinu á Arnarstapa á
Snæfellsnesi, en strandveiðar máttu
hefjast á mánudaginn. Þetta stað
festir Guðmundur Már Ívars
son hafnarvörður og starfsmaður
Fiskmarkaðs Íslands á Arnarstapa
í samtali við Skessuhorn. „Ég hef
verið hér í tíu ár og mest hafa ver
ið hér 50 strandveiðibátar. Ég á von
á því að þar verði fleiri strandveiði
bátar þetta sumarið,“ segir hann.
Í apríl hefur verið mjög góð veiði
handfærabáta skammt frá höfninni
á Stapanum og góður fiskur. Afl
inn hefur verið þetta um þrjú tonn
yfir daginn. „Einnig hefur línubát
urinn Særif SH róið frá Arnarstapa
og aflinn hjá þeim farið yfir 21 tonn
í róðri,“ segir Guðmundur kampa
kátur þegar hann var í óða önn að
landa aflanum úr bátunum í síð
ustu viku þegar fréttaritari var á
ferðinni. Svo tók við að vigta aflann
eftir kúnstarinnar reglum Fiski
stofu. af
Verslun Voot var formlega opn
uð í gær í Ólafsvík. Hún er til húsa
við Ólafsbraut 19 þar sem Brauð
gerð Ólafsvíkur var áður. Húsnæð
ið fékkst afhent 1. febrúar síðast
liðinn og síðan hafa iðnaðarmenn
unnið hörðum höndum við að lag
færa það svo það henti undir starf
semi Voot. Björn Hilmarsson, sem
var áður útibússtjóri hjá Olís, rekur
þessa nýju verslun en verslun Olís
er nú hætt starfsemi sinni.
„Við verðum með fleiri vöru
tegundir en við vorum með hjá
Olís, en leggjum áherslu á sjávar
útvegsvörur, rekstrarvörur og sér
vörur. Auk þess náðust samningar
á milli Voot og Olís um endursölu
á efnavörum og olíu frá Olís,“ seg
ir Björn. Hann kveðst mjög ánægð
ur með nýja húsnæðið og ánægð
ur með að geta veitt góða þjónustu
áfram.
af
Yfirlitsmynd úr versluninni.
Voot opnaði nýja verslun í Ólafsvík
Björn Hilmarsson í nýju versluninni.
Fínn afli fékkst skammt frá
hafnarkjaftinum á Stapa
Bátum er byrjað að fjölga í Arnarstapahöfn.
Ragnar G. Guðmundsson rær á handfærabátnum Ríkeyju
MB. Hann var með um eitt tonn af flottum þorski eftir
stuttan tíma á miðunum. „Það er flottur fiskur bara hérna
skammt frá hafnarkjaftinum,“ sagði Ragnar kátur.
Már Ívarsson hafnarvörður ánægður með gang mála á
Arnarstapa.
Friðþjófur Orri Jóhannsson skipstjóri á línubátnum Særifi SH var í miklu stuði á
höfninni.