Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20222
Skil á greinum í
næstu viku
SKESSUHORN: Nú styttist
óðum í kosningar til sveitar
stjórna. Þeim fylgja talsverð
skrif frambjóðenda og annarra
sem koma vilja skilaboðum
til þeirra. Ritstjórn Skessu
horns beinir þeirri frómu ósk
til frambjóðenda að skila tím
anlega inn aðsendum grein
um fyrir næsta blað. Þær þurfa
að vera komnar á póstfang rit
stjóra (skessuhorn@skessu
horn.is) eigi síðar en á hádegi
mánudaginn 9. maí næstkom
andi. Hámarkslengd þeirra er
ein síða í A4, 12 punkta letri.
Svo þarf mynd að fylgja af
höfundi. -mm
Staðfest
að fuglaflensu
veiran er skæð
LANDIÐ: Nú hefur ver
ið staðfest að fuglaflensuveir
ur sem greinst hafa að undan
förnu hér á landi eru af hinu
skæða afbrigði H5N1 sem
geisar í nágrannalöndum okk
ar um þessar mundir. „Í gildi
er efsta stig viðbúnaðar vegna
fuglaflensu. Smithætta fyr
ir alifugla er mikil og brýnt
að fuglaeigendur gæti ýtrustu
sóttvarna. Fólk er enn hvatt til
að tilkynna Matvælastofnun
um dauða villta fugla sem það
finnur. Um veika villta fugla
skal tilkynna til viðkomandi
sveitarfélags,“ segir í tilkynn
ingu frá Mast. -mm
Verðbólga ekki
meiri í 12 ár
LANDIÐ: Hagstofa Íslands
birti fyrir helgi vísitölu neyslu
verðs fyrir aprílmánuð. Vísi
talan var 535,4 stig og hækk
aði um 1,25% milli mánaða.
Er það mesta hækkun vísi
tölunnar milli mánaða frá
febrúar 2013. Verðbólga á árs
grundvelli mældist 7,2% og
jókst um 0,5 prósentur milli
mánaða. Sé litið framhjá áhrif
um húsnæðis mælist verð
bólga 5,3% og jókst um 0,7
prósentur milli mánaða. -mm
Samningur
framlengdur
um innanbæjar
akstur
AKRANES: Á fundi
Skipulags og umhverfisráðs
Akraneskaupstaðar mánu
daginn 25. apríl kom fram að
í gangi er útboð vegna innan
bæjaraksturs á Akranesi. Í
útboði er skilyrt að annar
vagninn sem aki innanbæj
ar verði knúinn jarðefnaelds
neyti. Afhendingatími á slík
um vagni getur hins vegar ver
ið langur. Því lagði skipulags
ráð til að núverandi samning
ur um innanbæjarstrætó verði
framlengdur til næstu ára
móta. Í framhaldinu taki við
nýtt kerfi með tveimur vögn
um sem nýttir verða í hefð
bundnum strætisvagnaakstri
auk frístundastarfs á veg
um skólanna og Þorpsins.
Til áramóta mun því Reynir
Jóhannsson annast aksturinn
eins og verið hefur. -vaks
Máltækið Enginn verður hvít-
ari þó annan sverti, kom í páska-
eggi þess sem hér ritar fyrir
nokkru. Sveitarstjórnarkosningar
fara fram um allt land 14. maí
næstkomandi og það er vonandi
að í kosningabaráttunni sem
fer að vísu mest fram á netinu
að þessu sinni hafi menn þetta
í huga. Það hjálpar aldrei að tala
menn niður til að upphefja sjálf-
an sig og ekki til eftirbreytni.
Auðvitað munu frambjóðend-
ur takast á næstu daga um hin
ýmsu málefni en öllu máli skipt-
ir að koma fram við aðra af
virðingu og virða þeirra skoðanir
þó ólíkar séu.
Nú kólnar tímabundið. Á
morgun, fimmtudag, er gert ráð
fyrir fremur hægri breytilegri
átt, en gengur í norðvestan og
vestan 8-13 m/sek eftir hádegi.
Slydda eða snjókoma með köfl-
um, en sumsstaðar rigning við
ströndina, einkum sunnan- og
austan til. Hiti 0 til 6 stig yfir
daginn. Á föstudag snýst hann
í suðvestan 5-13 með dálitlum
skúrum eða éljum, en léttir til
austanlands. Hiti 0 til 7 stig, mild-
ast syðst. Á laugardag má búast
við fremur hægri suðvestanátt
og skúrum, en bjart að mestu
á Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig.
Á sunnudag og mánudag má
vænta suðaustanáttar með súld
eða dálítilli rigningu, en þurrt að
kalla á Norður- og Austurlandi.
Hlýnar í veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hversu mikinn
áhuga hefur þú á sveitarstjórn-
armálum?“ 32% sögðu engan
áhuga hafa, 23% sögðu að þau
hefðu mjög mikinn áhuga, 19%
höfðu ágætis áhuga, 14% sögðu
frekar mikinn áhuga og 12%
sögðu lítinn áhuga hafa á sveit-
arstjórnarmálum.
Í næstu viku er spurt:
Hversu oft er heimilisbíllinn
bónaður?
Benedikt Kristjánsson tenór-
söngvari býr á Akranesi og syng-
ur út um allan heim. Benedikt
er í viðtali í Skessuhorni dagsins
og er Vestlendingur vikunnar að
þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Frá og með 1. maí síðastliðnum
byrjaði Íslandspóstur að dreifa
bréfum tvisvar í viku um allt land.
Undanfarin ár hefur bréfum verið
dreift annan hvern dag þannig að
póstdreifing hefur til skiptis verið
þrisvar eða tvisvar í viku í dreifbýl
inu. Í tilkynningu frá Íslandspósti
er breytingin sögð viðbragð við
verulegri fækkun bréfasendinga.
„Bréfum hefur fækkað gríðar
lega á síðustu árum og hafa bréfa
sendingar dregist saman um tæp
80% frá árinu 2010. Þetta er mik
il breyting sem gerir það að verk
um að við þurfum að breyta þjón
Íslandspóstur mun framvegis
dreifa bréfum tvo daga í viku
ustunni í samræmi við nýjan raun
veruleika. Á blómaskeiði bréfanna
fór Pósturinn með mörg bréf í
hverja lúgu, nú er farið kannski í
þriðju til fjórðu hverja lúgu með
að meðaltali eitt bréf. Á sama tíma
fjölgar íbúðum ört víðs vegar um
landið sem eykur yfirferð sem þarf
að fara yfir,“ segir Hörður Jóns
son, framkvæmdastjóri rekstrar
sviðs hjá Póstinum í samtali við
Skessuhorn.
Framvegis fastir dagar
Hörður tekur fram að það þurfi
enginn að örvænta; „enda munum
við að sjálfsögðu sjá til þess að allir
haldi áfram að fá bréfin sín reglu
lega. Ef dreifing fellur á frídag,
eða hætta þarf við hana vegna veð
urs eða af öðrum ástæðum, mun
um við gæta þess að farið sé af stað
við fyrsta tækifæri,“ segir Hörður.
Hann segir að nú verði heimili í
sveitum með fasta póstdreifingar
daga hér eftir, tvisvar í viku, alltaf
sömu dagana. Það getur ýmist ver
ið þriðjudagur og fimmtudagur,
eða miðvikudagur og föstudagur.
Ekki er föst dreifing á mánudög
um, en þeir verða hins vegar nýtt
ir til póstdreifingar hafi ferð fall
ið niður á fimmtudegi eða föstu
degi áður, svo sem vegna rauðra
frídaga. Framundan eru einmitt
slíkir dagar, en uppstigningardag
ur er nú fimmtudaginn 26. maí
og þá ber 17. júní upp á föstudag.
„Stefna okkar er að koma alltaf
sendingum tvisvar í viku í dreifbýl
ið,“ segir Hörður.
mm
Um miðjan apríl auglýsti
byggingarnefnd Dalabyggðar alút
boð á byggingu nýrrar íþróttamið
stöðvar í Búðardal. Lengi hefur
verið beðið eftir bættri aðstöðu til
íþrótta í þorpinu og nú hyllir und
ir að það verði að veruleika. Stefnt
er að byggingin verði risin og til
búin til notkunar 1. júní árið 2024,
eða eftir tvö ár. Íþróttamiðstöð
in mun samanstanda af íþróttasal,
þjónustukjarna með búningsklef
um og lyftingasal ásamt útisund
laug. Heildarstærð byggingarinn
ar verður 1.335 fermetrar og þá
er útisvæði sundlaugar með sund
laugarkeri, vaðlaug og heitum
pottum um 670 fermetrar.
Samkvæmt útboðslýsingu verð
ur gengið inn í íþróttamiðstöð
ina á 1. hæð þar sem öll starf
semi i húsinu fer fram. Þá verð
ur gert ráð fyrir lagnarými sund
laugar í kjallara og áhorfendarými
og tæknirými á 2. hæð hússins. Þar
verður hægt að iðka ýmsar íþrótt
ir, bæði æfingar og keppni, en mið
að er við að í því verði mætt kröf
um til keppni í körfubolta. Að
byggingu mannvirkja lokinni skal
aðlaga hæð lóðar að hæðarsetningu
aðliggjandi lóða og ganga frá lóð
inni í samræmi við lóðarhönnun.
Upphaf framkvæmda hefst þegar
verkkaupi hefur með formlegum
hætti tekið tilboði bjóðanda, en
verklok eru eins og fyrr segir áætl
uð 1. júní 2024. Bjóðendur í verkið
skulu skila tilboði og gögnum fyr
ir klukkan 14, föstudaginn 20. maí
næstkomandi.
mm
Búðardalur. Ljósm. úr safni/ sm.
Gert ráð fyrir löglegum
körfuboltavelli í nýrri íþróttahöll
Nýja íþróttahúsið verður staðsett sunnan við Dalabúð.