Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 23 Ársfundur Byggðastofnunar 2022 Verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2022 í félagsheimilinu Þinghamri í Varmalandi í Borgarfirði. Þema fundarins verður „óstaðbundin störf“. 13:00 Setning fundarins Magnús B. Jónsson stjórnarformaður Byggðastofnunar 13:05 Ávarp formanns stjórnar Byggðastofnunar Magnús B. Jónsson stjórnarformaður Byggðastofnunar 13:15 Ávarp innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra 13:30 Ávarp forstjóra Byggðastofnunar Arnar Már Elíasson settur forstjóri Byggðastofnunar 13:40 Hver er stefna hins opinbera varðandi óstaðbundin störf? „Hvað getum við gert?“ Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu og formaður stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál 14:05 Hvað segja fræðin um óstaðbundin störf? „Byggðir og byltingar - staðir og störf “ Óli Halldórsson, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Þingeyinga „Eitt atvinnusvæði - kostir og gallar óstaðbundinna starfa“ Ellý Tómasdóttir, MS í mannauðsstjórnun frá HÍ 14:50 Hver er eftirspurnin eftir óstaðbundnum störfum? „Mun fólk flytja störf?“ Þorkell Stefánsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar 15:15 Afhending Landstólpans Fundarstjóri Helga Harðardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar Allir velkomnir Dagskrá Mynd: KÞH Hann rifjar upp atvik þessu tengt: „Bróður sonur Ástríðar föðurömmu okkar hét Þorsteinn Jakobsson, oft kallaður Steini Hreða. Hann þótti sérvitur. Eitt sinn fór hann að gá hvort hann væri nokkuð lofthrædd­ ur og fór fram á háan klett sem slútti fram. Þar lét hann hálfan fót­ inn standa út af brúninni og horfði niður. Einu sinni komu svo bræður mínir Magnús og Kristleifur held­ ur hreyknir inn í bæ og sögðu: „Við þorðum það líka!“ Seinna fór ég með þeim þarna uppeftir. Þá klifr­ uðu þeir upp á drang, en ég var loft­ hræddur og lá á maganum. En þó oft hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir var líka styrkur í þeim þegar á þurfti að halda,“ segir hann. Gestakomur Blaðamaður spyr um húsaskipan í bænum sem Þorsteinn man glöggt. „Uppi í risi voru þrjú herbergi, þar af eitt stórt þar sem allt vinnufólk­ ið svaf, karlar sem konur. Jakob var reyndar í öðru herbergi. Við Krist­ leifur sváfum svo saman í rúmi í herbergi pabba og Magnús í þriðja rúminu. En á sumrin breyttist allt vegna gestagangsins. Þá fluttum við í svokallað innra búr inn af búr­ inu í kjallaranum. Þar sváfum við feðgarnir nema Magnús. Í skúrnum var svo herbergi sem Jakob hafði á sumrin og þar var annað rúm sem Magnús eða einn vinnumannanna sváfu í.“ Ástríður og Jósep „Ástríður Þorsteinsdóttir föður­ systir mín bjó á Signýjarstöðum í Hálsasveit með Jósepi Elíesersyni sem var ættaður úr Húnavatns­ sýslu. Jósep var allra manna uppá­ tækjasamastur, fluggreindur maður sem var ekki nema 153 cm á hæð. Hann fékk á unga aldri áhuga á verslun, fór til Reykjavíkur og lærði bókhald og bréfaskriftir. Það var oft vitnað til þess þegar Jósep fór til að læra „bókhald og bréfaskriftir,“ segir Þorsteinn og brosir. „Til baka lá leið Jóseps yfir Víðidalstungu­ og Arnarvatnsheiði um Húsafell þar sem hann sló sér niður í nokkra mánuði. Hann fór svo með Ástríði föðursystur mína með sér. Þau gift­ ust og fóru að búa í Lækjarkoti í Húnavatnssýslu, koti í um 400 m hæð yfir sjó. Þar var fyrir móðir Jóseps og systir ásamt eiginmanni og börnum og því allþröngt á þingi. Ástríður og Jósep dvöldust þar í eitt ár þar til þau fluttu að Hrísum í Fitjárdal. Eftir þetta bættist lítil stúlka í barnahópinn í Lækjarkoti sem var skírð Jósefína Ástríður. Það sýndi að þau höfðu komið þarna eins og ljósgeisli í þetta fjallakot,“ heldur Þorsteinn áfram. „Það hef­ ur verið eftirsjá í þeim. Svo fluttu þau í eitt kotið enn, fóru í hús­ mennsku að Bjarghúsum í Vestur­ hópi. Þá fréttist að Húsafelli að þau byggju þar við lítil efni. Þorsteinn afi minn átti þá Signýjarstaði í Hálsasveit. Hann setti jörðina und­ ir þau og þau hófu þar búskap. Þau eignuðust tvö börn, Ástríði og Þor­ stein, sem bæði urðu merkismann­ eskjur. Jósep og Ástríður gátu ekki hugsað sér annað en að börnin yrðu menntafólk svo þau tóku sér heim­ iliskennara.“ Þorsteinn nefnir nú til sögunn­ ar Freymóð Þorsteinsson, bróð­ urson Gunnu á Húsafelli. Þannig hafði hagað til að Þorsteinn bróðir hennar bjó með heilsulausri konu í Suddu og átti þrjá drengi. Einn þeirra var fatlaður og frænka hans á Úlfsstöðum tók hann til sín. „Þor­ steinn á Úlfsstöðum sá kunni mað­ ur mundi eftir því þegar hann var að annast þennan fatlaða dreng og bera hann út í sólskinið ef veðrið var gott. Hann var greindarpiltur og er eignuð þessi vísa: Afrekað ég engu fæ, auðnu og gleðisnauður iðjulaus á rúmi ræ, rétt að segja dauður. Þá voru tveir drengir eftir og Ástríður amma mín segir við Gunnu: „Farðu oní sveit og taktu annan drenginn af honum Þorsteini bróð­ ur þínum, þann sem þér líst betur á.“ „Ég kaus Freymóð,“ sagði Gunna. „Húsfellingar voru alltaf bakland Jóseps á Signýjarstöðum og hann endurgalt Húsfellingum eftir megni það sem hann þáði af þeim. Hann bauð Freymóði á skólann með börn­ um sínum. Þar voru örlögin drengn­ um hliðholl og menntaferill hans hófst. Ég veit að hann þakkaði Jósepi að hann komst á menntaveg og varð síðar lögfræðingur,“ segir Þorsteinn. Listamenn og fleira fólk Náttúrufegurð í nágrenni Húsafells er mikil og listamenn sóttust eftir að dvelja þar. Frægastur þeirra var Ásgrímur Jónsson málari. „Hann kom nánast á hverju sumri og hafði þá eitt herbergi fyrir sig á hæðinni og var það kallað kamesið. Á hæð­ inni var einnig fremri og innri stofa og eitt lítið herbergi sem var varla nógu rúmgott fyrir stóran mann að sofa í. Herdís svaf oft í því herbergi,“ segir Þorsteinn. Árið 1930 varð fyrst bílfært milli Norður­ og Suðurlands. Við gefum Þorsteini orðið: „Fyrst braust yfir Kaldadal maður sem hét Jónatan Þorsteinsson. En svo var gert bílfært þessa leið skömmu síðar. Þá jókst umferðin svo mikið á Húsafelli að það þurfti að ráða sérstakar vinnu­ konur til þess að annast gesti. En árið 1932 varð svo fært fyrir Hval­ fjörð. Þá fækkaði gestum mjög. En það var samt alltaf gestagangur á Húsafelli.“ Af fleirum sem þangað komu reglulega má nefna listamenn eins og Þorvald Skúlason og Júlíönu Sveins­ dóttur. „Júlíana og Muggur komu reyndar fyrir mitt minni og Jón Þor­ leifsson var þarna um 1930 og ég man ekki eftir honum. En ég man vel eftir Þorvaldi Skúlasyni, hann kom eftir stríð,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvort heimilis fólk hafi kynnst þessu fólki nefnir hann að Ásgrímur blandaðist fólkinu alveg fullkomlega. „Hann var mik­ ill vinur Gunnu og hafði gaman af Kobba. Hann fræddi krakkana eins og hann gat um allt sem hann kunni. Hann var alltaf fínt klæddur og staf­ aði af honum virðuleiki. Hann var með grammófón og plötur og spil­ aði fyrir fólkið,“ segir Þorsteinn. Ásgrímur unni sígildri tónlist og var það upplifun fyrir fólkið að fræðast um tónskáldin og hlusta á plöturn­ ar „Ásgrímur kom fyrst 1915 og var alls í um þrjátíu sumur á Húsafelli. Þar málaði hann m.a. mynd, líklega 1915 eða 1916, sem hann kom með innrammaða og gaf Ástríði ömmu minni.“ Þorsteinn bendir á mál­ verkið sem nú prýðir stofuna þeirra. „Aldrei hefur okkur dottið í hug að skipta um rammann! Ramminn á ekki að draga að sér athyglina sagði Ásgrímur.“ Kobbi „Það var ekki setið yfir fé nema á veturna,“ segir Þorsteinn. „Það féll þá í hlut Jakobs. Féð var rek­ ið á haga og hann stóð yfir því á daginn. Einu sinni var hann búinn að reka féð upp með Selgili. Um kvöldið vantaði nokkrar kindur og hann ræddi það sínum sterka rómi þegar hann kom heim. Daginn eft­ ir rak hann féð á sömu slóðir. Þegar hann kom heim, hljóp Magnús á móti honum og sagði: „Fannstu ekki kindurnar?“ Þá svaraði Jakob að bragði: Fram á Fífusundi fann ég rollugreyin, þær hræddust smalahundinn og hrukku niður veginn. Ofan í Seli sáu systur og frænkur bíta. Vildu vaða gilið, vættu sokka hvíta. „Kobbi var síyrkjandi alla tíð,“ segir Þorsteinn. „Faðir hans var Guðmundur Sigurðsson frá Háafelli í Hvítársíðu, albróð­ ir Helga á Rauðsgili í Hálsasveit, föður Jóns Helgasonar skálds. Þeir voru býsna líkir bræðrasynirn­ ir Kobbi og Jón Helgason. En Kobbi fékk ekki að menntast, hann var bara í einn mánuð í barna­ skóla. „Ég æfði mig að skrifa með broddstaf á svell,“ sagði Kobbi. Hann skrifaði mjög skýra og góða rithönd og stílaði sendibréf með ágætum. Hann var mest af sinni starfsævi á Húsafelli. Hann var eitt­ hvað á öðrum bæjum eftir að hann fór að heiman. Eitthvað var hann á Gilsbakka. Séra Magnús fann hvað hann var næmur og nefndi að hann ætti að læra, en á því voru engin tök vegna fátæktar. Hann reyndi að búa á móti föður sínum en þeir voru of skapstórir til að þeim lynti Jakob Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson á Húsafelli. Jósep Gottfreð Elíesersson á Signýjarstöðum. Hann var 153 cm á hæð og tágrann- ur. Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.