Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202224 saman. Á Húsafelli var skapi Kobba betur tekið en hafði verið á Kols­ stöðum. Það lynti heldur engum illa við föður minn. En milli Kobba og annarra hjúa á bænum var oft hávaði sem pabbi minn lét afskipta­ lausan. Kobbi var mikill húmanisti og safnaði bókum. Það sem prýddi hann sérstaklega var örlæti, það var ekki sá hlutur til í hans eigu sem hann gat ekki lánað öðrum ef á þurfti að halda. Hann lét girða kirkjugarðinn á sinn kostnað árið 1929.“ Gunna Gunna kemur líklega að Húsafelli um 1890 og var þar fram til hausts­ ins 1956, þá orðin karlæg. Þegar hún var 11 ára gömul missti hún Jón föður sinn. Hann hafði far­ ið „í skóg“ sem kallað var. Menn höfðu þá ljái sem dengja þurfti í eldsmiðju og þurftu að eiga við­ arkol. Svo þá var farið til skógar­ bónda til að fá að gera til kola og Jón fór að Húsafelli. Á leið heim varð honum afar kalt og veiktist af því og dó. Helga móðir Gunnu giftist síðar aftur, karli sem hét Árni og þótti heldur duglítill. Þessi vísa var ort um það: Helga bónda einn sér á, upp í góndi loftið sá. Engan hest í heimi á, hans svo nestið bera má. Svo fór að Helga og Árni fluttu til Vesturheims og að minnsta kosti tveir synir þeirra með. „Þau hvöttu Gunnu til að koma líka, en Ástríður amma mín harðbannaði henni það og Gunna varð við það sáró ánægð,“ segir Þorsteinn. „En amma kunni ráð við þessu. Snorri bróðir hennar var þá í fátæktarbasli og hún sendi Gunnu að Laxfossi til að taka krakka af honum. Hún tók Sigurð Snorrason misserisgamlan og það var hún sem annaðist hann í uppeldinu. „Síðan datt mér aldrei í hug að fara,“ sagði Gunna, „fyrst blessaður Siggi minn var kominn.“ Hún prjónaði bæði sokka og vettlinga á hverju ári til að gefa blessuðum Sigga. Seinna varð hann bóndi á Gilsbakka. Þá kom hann alltaf einu sinni á ári með Guðrúnu konu sinni ríðandi að Húsafelli til að heimsækja Gunnu. Síðar þegar kona hans dó fyrir aldur fram gift­ ist hann Önnu Brynjólfsdóttur frá Hlöðutúni í Stafholtstungum. Hún tók Gunnu að Gilsbakka þegar hún var orðin lasburða og ann­ aðist hana fram í andlátið um ári síðar. Gunna eignaðist bækur því að hún var bókhneigð og fólk gaf henni þær. Freymóður sendi henni til dæmis alltaf bækur á jólunum, “ segir Þorsteinn. Ferðin með Kobba Aðspurður um búskaparhætti seg­ ir Þorsteinn að hrossin á Húsafelli hafi verið um tuttugu talsins og notuð til allra verka auk þess sem allt var farið á hestum. „Vagnhestar voru aldrei færri en þrír og varning­ ur var bæði fluttur á kerrum og í klyfjum. Maður lærði að búa upp á hest í lest og binda sátur,“ segir hann. Á Húsafelli var fjós fyrir sex kýr og hlaða og fjárhús fyrir 250 fjár. Fjósið var um 50 metra nær fjallinu. En fjárhúsið var í um 250 metra fjarlægð í hina áttina. Þar var síðar byggt hesthús. Svo var annað hesthús, sambyggt við fjóshlöðuna. Svo það var hús fyrir allar skepnur á Húsafelli. Vor og haust var far­ ið upp á Arnarvatnsheiði til veiða silung og það var oftast Kobbi sem fór í þær ferðir. Síðar þegar hann var að verða farlama fórum við eitt sinn tveir saman upp á heiði. Ég var með riffil og var að reyna að skjóta veiðibjöllur á flugi en hitti enga. Ég var með 39 skot í farteskinu og eyddi þeim. Eitt sinn lá Kobbi í tjaldinu og svaf þegar ég hrinti bát á flot og vitjaði um netin. Það hafði lómur drepið sig í netinu. „Hvað fékkstu?“ Sagði Kobbi. „Nú ég fékk einn lóm,“ sagði ég. Þá mælti hann þetta af munni fram:“ Fræknleg þykir fjallaþraut fæst oft af því sómi, þrjátíu og átta skotum skaut, skjálfhentur að lómi. Þorsteinn minnist þess að Kobbi hafi alla tíð verið gigtveikur. Það versnaði smám saman og hann varð haltari. Þá bölvaði hann því að vera svona illa haldinn. Hann lést að lokum úr krabbameini, þá kominn á Grund í Reykjavík. Þor­ steinn segir að stundum hafi ver­ ið hávaðasamt milli Herdísar og Kobba. „Kobbi hafði þann óvana að tala illa um alla, þó það væru góðir vinir hans. Það var gert af ávana og má nærri geta hvernig hann talaði um Herdísi. En þegar hún var farin frá Húsafelli og farin að vera í Reykjavík var enginn sem hugsaði betur um Kobba en hún, hún bar mikla umhyggju fyrir hon­ um og talaði vel um hann.“ Verkin á bænum „Það var varla nokkuð það verk sem við tókum ekki þátt í,“ segir Þorsteinn. „Ég lærði fljótlega að mjólka kýrnar og fannst það dálítið erfitt. Svo þegar ég var að vinna með bræðrum mínum var ég yngri og veigaminni en þeir og það gat verið snúið. Á Húsafelli voru fimm til sex kýr, þar til að túnið fór að stækka og tæknibyltingin varð, þá fjölgaði þeim upp á annan tuginn og farið var að selja mjólk. Það voru 220 til 250 fjár og gömul hefð að vinnumannskaupið var að eiga tuttugu kindur á fóðrum og tvo hesta. Þetta voru tekjur Kobba,“ segir hann loks. Þar með er komið að lokum þessa samtals við Þorstein Þor­ steinsson um æskuárin á Húsafelli. Með níutíu og sjö ár að baki býr hann að þekkingu og minni sem margur yngri mætti vera stoltur af. Blaðamaður þakkar eðalstund. gj/ Ljósm. úr einkasafni ÞÞ. Þorsteinn bóndi við slátt ásamt Kristmanni Guðmundssyni rithöfundi sem oft dvaldi á Húsafelli. Eldhúsmálverk eftir Ásgrím Jónsson sem reglulega kom að Húsafelli til dvalar og listsköpunar. Gunna á Húsafelli á sínum efri árum rýnir í bók. Heysáta við gamla bæinn á Húsafelli. Jakob, Kobbi les í blaði. Herdís Jónasdóttir ráðskona

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.