Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202214 Sjóbirtingsveiðin hefur geng­ ið ágætlega víða, eins og t.d. í Grímsá í Borgarfirði, Laxá í Kjós og Leirá í Leirársveit. Bleikjan er einnig byrjuð að gefa sig eins og í Hraunsfirði. „Já, þegar fór að hlýna fór bleikjan að gefa sig í Hraunsfirðinum,“ sagði Bjarni Júlíusson um Hraunsfjörðinn þegar við spurðum um stöðuna. „Við vorum í Leirá og fengum þrjá fiska. Konan fékk flottan fisk í stað númer 7, Holunni. Hann var 82 sentimetra og var sleppt aftur,“ sagði Hafsteinn Már Sig­ urðsson um fiskinn, en ágæt veiði hefur verið í Leirá í vor og veiði­ menn verið að fá fína sjóbirtinga. „Fiskurinn var að sýna sig víða um ána. Það var gott veður en sá stóri tók fluguna Langskegg eft­ ir Örn Hjálmarsson. Þetta var verulega gaman,“ sagði Haf­ steinn. Vatnaveiðin er að byrja á fullu, ísinn var að fara af Hreðavatni í vikunni sem leið. Þá voru margir að veiða á Seleyrinni handan við Borgarnes á föstudaginn síð­ asta; maður við mann. Þar var sömuleiðis gott veður. Einn og einn fiskur var að gefa sig á svæð­ inu. gb Anna Lea Friðriksdóttir með fiskinn flotta í Leirá. Ljósm. hms. Flottur fiskur úr Leirá Sæljón, félag smábátaeigenda á Akranesi, slær tvisvar á ári upp veislu á hafnarsvæðinu á Akra­ nesi. Í fyrrahaust var þemað t.d. krabbaveisla, enda grjótkrabbi far­ inn að veiðast í nýtanlegu magni við strendurnar. Síðastliðinn föstu­ dag voru grillin stór og smá dregin fram. Á matseðlinum var sitthvað sem ekki er reglulega á borðum fólks, og gæti jafnvel flokkast sem meðafli. Þarna var m.a. að finna grillaða signa grásleppu og nýja soðna, en að auki var grillað selkjöt, hnísukjöt og höfrungakjöt. Þeim sem ekki vildu bragða á neinum af þessum eðalréttum bauðst svo að fá pylsur frá Sláturfélagi Suðurlands. Sæljón bauð að þessu sinni á hafnarsvæðið frambjóðendum til bæjarstjórnar að mæta ásamt fleiri gestum. Meðal annars var Örn Pálsson framkvæmdastjóri Félags smábátasjómanna mættur og þakk­ aði fyrir sig með ávarpi. Jón Ara­ son, sem nýlega flutti á Akranes frá Þorlákshöfn og rær hér til fiskjar, tók einnig til máls. Hann þakkaði Böðvari Ingvasyni, sem rekur Fisk­ markað Snæfellsbæjar á Akranesi, fyrir einkar liðlega og góða þjón­ ustu við smábátasjómenn. Líkti hann hafnarsamfélaginu á Akranesi við DeWalt raftækin, þar sem hægt væri að fá allar gerðir handverk­ færa, en Böðvar væri eins og raf­ hlaðan sem þyrfti til að knýja þessi tæki áfram. Smábátasjómenn á Akranesi og gestir þeirra áttu ágæta síðdegis­ stund á Akranesi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem fá að tala sínu máli. mm Buðu til grillveislu með óhefðbundnum mat

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.