Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 25 Kjartan Jóhannes Karvelsson hef­ ur verið ráðinn hafnarvörður við Stykkishólmshöfn, en alls bárust sex umsóknir um starfið. Þá hef­ ur Jón Páll Gunnarsson verið ráð­ inn í sumarafleysingar á höfninni. Á vef Stykkishólmsbæjar er greint frá ráðningu Kjartans. Hrann­ ar Pétursson hefur gegnt starfi hafnarvarðar allt frá árinu 2005, en hann ætlar að breyta til og sagði því starfi sínu lausu á dögunum. Hrannari er þakkað fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu Stykkis­ hólmsbæjar og óskað velfarnaðar í framtíðarstörfum. Kjartan er fæddur og upp­ alinn Hólmari, en flutti til Dan­ merkur frá Stykkishólmi til að sækja menntun. Hann er lærð­ ur mjólkurfræðingur, útskrifaðist með sveinspróf í mjólkurfræði frá Kold Collage í Danmörku árið 2016, en hann er jafnframt for­ maður Mjólkurfræðingafélags Íslands. Kjartan er með lyftara­ próf og löggildingu vigtarmanns. Þá er hann einnig vel kunnur starfi hafnarvarðar í Stykkishólmi eftir að hafa sinnt því í sumarafleysing­ um árin 2009­2012. „Ég hef mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur starfinu og þegar ég sá stöðu hafnarvarðar auglýsta þá vissi strax að mig langaði að sækja um, enda þekki ég starfið vel eft­ ir að hafa unnið hjá Stykkishólms­ höfn með Hrannari Péturssyni áður en ég flutti út. Ég hef mik­ inn almennan áhuga á nýtingu, gæðum og að styrkja og einfalda hlekki virðiskeðjunnar og mun leggja mitt af mörkum þannig að þjónusta á höfninni komi til með að vera áfram framúrskarandi eins og hún hefur verið hjá Hrannari,“ segir Kjartan. mm María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, var kjörin formaður Samtaka fyrirtækja í vel­ ferðarþjónustu, SFV, á aðalfundi samtakanna sem fram fór á þriðju­ daginn i liðinni viku. Hún tek­ ur við af Birni Bjarka Þorsteins­ syni, framkvæmdastjóra Brákar­ hlíðar í Borgarnesi, sem hverfur úr stjórn eftir tíu ára veru þar, nú síðast sem formaður. Nýr í stjórn kemur m.a. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða, hjúkr­ unar­ og dvalarheimilis á Akranesi. Auk þeirra skipa stjórn þau Ásgerð­ ur Th. Björnsdóttir hjá SÁÁ, Halla Thoroddsen Sóltúni, Karl Ótt­ ar Einarsson Grundarheimilun­ um, Sigurður Rúnar Sigurjónsson frá Eir, Hömrum og Skjóli auk Vil­ borgar Gunnarsdóttur frá Alzhei­ mersamtökunum. mm Í kvöld, miðvikudaginn 4. maí klukk­ an 20, gangast Miðbæjarsamtök­ in Akratorg á Akranesi fyrir opnum fundi í Tónbergi, sal tónlistarskól­ ans. Þar mun Ólafur Páll Gunnars­ son formaður Miðbæjarsamtakanna segja frá tilgangi samtakanna. Odd­ vitar framboðanna á Akranesi (B, D og S) og Sævar Þráinsson bæjarstjóri segja frá sinni framtíðarsýn varð­ andi miðbæinn. Bæjarlistamennirnir Eðvarð Lárusson og Valgerður Jóns­ dóttir bjóða upp á tónlist eftir Skaga­ menn. Loks mun Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði tala um áhrif umhverfis á líðan fólks. Bjarn­ heiður Hallsdóttir stýrir umræðum. -fréttatilkynning Þau voru aldeilis til fyrirmynd­ ar í morgunsárið síðastliðinn fimmtudag þau Katrín Leifsdótt­ ir og Óskar Guðjónsson, sem bæði búa í fjölbýlishúsinu á Jaðarsbraut 25 á Akranesi. Þau tóku sig til og hreinsuðu allt illgresi sem þau sáu við gangstéttar götunnar frá húsi þeirra og út að Garðabraut. Hvöttu þau alla íbúa bæjarins að gera slíkt hið sama í sínu nærumhverfi enda arfinn og illgresið farið að láta verulega á sér kræla með sumar­ komunni. vaks Um miðja síðustu viku komu til landsins um 20 nemendur á aldr­ inum ellefu til tólf ára frá borginni Berlín í Þýskalandi. Gistu þau á íslenskum heimilum barna í 6. bekk Brekkubæjarskóla á meðan á dvöl þeirra stóð, en þau fóru aftur til síns heima aðfararnótt sunnu­ dags. Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta­, æskulýðs­ og íþróttamál og eru styrkir veittir til fjölbreyttra verkefna sem snúa að þessum þáttum. Brekkubæjarskóli hefur tekið þátt í verkefnum og hlotið til þess styrki nokkrum sinn­ um á síðastliðnum árum til að fjár­ magna nemendaskipti. Bæði hafa nemendahópar úr Brekkubæjar­ skóla farið erlendis og einnig verið tekið á móti gestum. Í framhaldinu af þessari heimsókn er ætlunin að sækja um styrk til að fara með hóp út á næsta ári í sams konar heim­ sókn. Þýsku krakkarnir tóku þátt í allri hefðbundinni dagskrá Brekkubæjar skóla á skólatíma og daglegu lífi á heimilum gestgjaf­ anna. Kynntir voru fyrir krökk­ unum helstu staðir á Akranesi eins og Guðlaug, Vitinn, Langisandur, Jaðarsbakkalaug og fleiri áhuga­ verðir staðir. Á föstudeginum var ekið með þau Gullna hringinn og á laugardaginn var fjölskyldu­ dagur þar sem margt skemmtilegt var gert með krökkunum síðasta daginn. vaks Ný stjórn samtakanna. Ljósm. SFV. Kjartan í stað Bjarka í stjórn SFV Óskar og Katrín að snyrta til í götunni sinni. Ljósm. vaks Opinn stofn­ og kynningarfundur Miðbæjarsamtakanna Akratorgs Tekið til hendinni í vorblíðunni Hrannar Pétursson, Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri og Kjartan Jóhannes Karvelsson. Ljósm. Stykkishólmsbær. Kjartan Karvelsson ráðinn hafnarvörður við Stykkishólmshöfn Þýskir krakkar voru í heimsókn í Brekkó Vinkonurnar Celin og Charlotte fengu að halda á þessu nýfædda fallega lambi sem nefnist Blóma frá bænum Ásklöpp í Hval- fjarðarsveit. Ljósm. vaks.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.