Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 19 Garða- og Saurbæjarprestakall Sunnudagur 8. maí AKRANESKIRKJA Messa kl. 20 Innsetning sr. Ólafar í embætti prests Garða- og Saurbæjarprestakalls. Miðvikudagur 11. maí Bænastund kl. 12:15, súpa í Vinaminni eftir stundina. Verið velkomin til kirkju! S K E S S U H O R N 2 02 2 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2021 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Miðvikudaginn 11. maí Fimmtudaginn 12. maí Föstudaginn 13. maí Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 Einar Guðmundsson skipstjóri á Valdimar SH 250 var hæstánægður með aflabrögðin þegar hann kom með sinn fyrsta strandveiðiskammt sumarsins í land í Grundarfirði. Aflabrögð voru þokkaleg og fóru nokkrir bátar á sjó þennan svala dag maímánaðar. Nú færist meira líf yfir hafnir landsins þegar smá­ bátarnir nýta dagana til strand­ veiða. tfk Strandveiðarnar farnar af stað í Grundarfirði „Flaggdagurin“ 25. apríl hef­ ur verið haldinn hátíðlegur í Fær­ eyjum hvert ár í rúma öld. Af því tilefni bauð Sendistofa Færeyja á Íslandi gestum til Flaggdags­ veislu á Kjarvalsstöðum í Reykja­ vík. Halla Nolsøe Poulsen „sendik­ vinna“ bauð gesti velkomna, og Lögmaður Færeyja, Bárður á Steig, og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands héldu ræður. Á eftir frum­ flutti Guðrið Hansdóttir nokkur af lögum sínum. Síðan var boðið var upp á þjóð­ legan færeyskan mat, þurra grind og spik, skerpukjöt á brauði, harð­ fisk, snittur og fleira ásamt færeysk­ um bjór. Færeyski fáninn „Merkið“ er 103 ára í ár, seinast var haldið upp á flaggdaginn á 100 ára afmæli fánans, en svo kom covid og breytti öllu samkomuhaldi. þg Við lok síðasta fundar í bæjarstjórn Stykkishólms á kjörtímabilinu, fimmtudaginn 28. apríl, kvaddi Lárus Ástmar Hannesson odd­ viti L­listans sér hljóðs. Hann hef­ ur nú setið í bæjarstjórn Stykkis­ hólms samfleytt í 16 ár en gefur ekki kost á sér til endurkjörs við kosningarnar 14. maí, skipar þó 13. sæti á Í­listanum. Hann hefur setið í minnihluta þann tíma utan eitt kjörtímabil þar sem L­listinn náði meirihluta í bæjarstjórn. Var þá forseti bæjarstjórnar og formað­ ur byggðarráðs auk þess að gegna starfi bæjarstjóra síðustu 100 daga kjörtímabilsins, líkt og Jörundur hundadagakonungur forðum. Lárus kom víða við í kveðju­ ávarpi sínu á fundi bæjarstjórn­ ar. Meðal annars fagnaði hann því að margir af núverandi bæjarfull­ trúum gefa kost á sér til endur­ kjörs. Sagði hann að alla jafnan tæki það heilt kjörtímabil að kom­ ast vel inn í málin og á öðru kjör­ tímabili og síðar væri fólk því far­ ið að gera meira gagn. Sagði Lárus Ástmar að seta í bæjarstjórn sner­ ist ekki um völd, heldur þjónustu við íbúa. Sagði hann að bæjarfull­ trúar þyrftu ætíð að hafa skýra sýn á málefni, þor til að taka ákvarð­ anir og standa með þeim og bætti reyndar við að áður en menn vissu væri svo einhver búinn að hrauna yfir þá ákvörðun á facebook. Lárus sagðist fylgjandi persónukjöri við kjör í sveitarstjórn, þannig að íbú­ ar þurfi ekki að skipa sér í einhverj­ ar skilgreindar en óræðar fylk­ ingar. Þakkaði hann öðrum bæj­ arfulltrúum og starfsfólki bæjar­ stjórnar fyrir gott samstarf og til­ litsemi. Að endingu sagði hann að nýbúið væri að samþykkja samein­ ingu við Helgafellssveit: „Ég vona að sú niðurstaða verði fyrsta skref­ ið í að sameina allt Snæfellsnesið í eitt sveitarfélag. Þá fyrst höfum við vopn í höndum Snæfellingar til að sækja fram,“ sagði Lárus Ástmar Hannesson. mm Karlmaður með stóran kross var í liðinni viku á gangi á þjóðvegi 1 um Borgarfjörð. Meðfylgandi mynd var tekin af honum á fimmtudag þar sem hann var á suðurleið. Sam­ kvæmt upplýsingum Skessuhorns hafði hann lagt af stað í píslargöngu sína frá Vopnafirði tíu dögum áður. Þessari síðbúnu píslargöngu lauk svo í Reykjavík í byrjun vikunnar. Neðan á krossinn er skrúfað hjálp­ ardekk sem gerði ferðalagið með hann nokkuð auðveldara en hjá Kristi forðum. mm/ Ljósm. hlhSkjáskot af síðasta fundi bæjarstjórnar. Lárus Ástmar í ræðustól og til vinstri er Hrafhildur Hallvarðsdóttir forseti bæjar- stjórnar. Lárus kvaddi bæjarstjórn eftir sextán ár Á píslargöngu um Borgarfjörð Flaggdeginum fagnað á Kjarvalsstöðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.