Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202212 Landmælingar Íslands hafa verið staðsettar á Stillholti 16­18 á Akra­ nesi allt frá flutningi LMÍ á Akra­ nes árið 1999. Stefnt er að því að starfsemi fimm ríkisstofnana, sem eru með starfsemi á Akranesi, verði flutt undir eitt þak að Smiðjuvöll­ um 28 á Akranesi. Þetta eru starfs­ stöðvar Vinnueftirlitsins, Vinnu­ málastofnunar, Skattsins og Sýslu­ mannsins á Vesturlandi auk Land­ mælinga Íslands. Gunnar H. Kristinsson er nú settur forstjóri Landmælinga Íslands en hann tók við starfinu um áramótin og gegn­ ir því út þetta ár eða á sama tíma og Eydís Líndal Finnbogadóttir, skipaður forstjóri, stýrir starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Gunnars í síðustu viku á vinnustaðinn til að forvitnast um framtíðarhorfur Landmælinga og annað því tengt. Gunnar er uppalinn Bolvíking­ ur, giftur Hildi Karen Aðalsteins­ dóttur og eiga þau þrjú börn. Gunnar hefur hvergi búið lengur en á Akranesi en segist þó ekki skil­ greina sig að fullu sem Skagamann þó börnin hans geri það. Hann fór að vinna hjá Landmælingum beint eftir að hann lauk námi og hefur því unnið á þessum vinnustað í rúm 23 ár. Hann byrjaði sem sölustjóri korta en hefur síðan þá gegnt ýms­ um störfum eins og að stjórna sölu á stafrænum gögnum, hann var for­ stöðumaður yfir landmælingum og landupplýsingum og sá einnig um alþjóðamál þar til nýverið þegar hann tók við starfi forstjóra. Fullt af tækifærum í þessari þjónustu Hvernig hefur gengið að halda starfseminni gangandi í faraldrin­ um og hver eru svona helstu verk­ efni stofnunarinnar? „Það hef­ ur gengið ótrúlega vel. Við vorum búin að innleiða möguleika á tals­ vert mikilli heimavinnu fyrir far­ aldurinn og allir starfsmenn höfðu kost á því að vinna tvo daga heima. Við breyttum því svo í þrjá daga í viku í faraldrinum ef fólk vildi það og höfum haldið því. Það er ekki neinn munur á afköstum en það er munur á andrúmsloftinu hérna, það eru sumir sem maður hittir sjaldan. Verkefni stofnunarinnar eru mjög víðtæk og erum við með átta fagsvið en sum eru þó einungis mönnuð af einum eða tveimur. Stærstu verk­ efnin eru á sviði landmælinga og landupplýsinga og svo það sem við köllum grunngerð. Það er sá hluti starfseminnar sem sér um að tengja saman gögn frá ólíkum aðilum, þ.e. að gögn frá einhverri stofnum séu nýtanleg öðrum í vefþjónustu og kortasjám sem unnar eru frá grunni af upplýsingatæknisviði stofnunar­ innar. Ég get sagt frá því að við erum með mjög skemmtilegt verk­ efni í gangi sem tengist inn á Vest­ urlandið en það er tilraunaverk­ efni með Landbúnaðarháskólanum um aukna nákvæmni í landbúnaði. Þá er jarðstöðvakerfið okkar notað til að auka nákvæmni GPS tækja í landbúnaðartækjum til að ná fram miklu meiri nákvæmni við áburðar­ gjöf og slátt. Þetta er búið að vera lengi í umræðunni en nú eru ódýr og einföld tæki í boði fyrir bændur, áburðarverð hefur að auki hækk­ að mikið og því komst þetta á dag­ skrá. Fyrstu niðurstöður benda til um 10% minni áburðarnotkun sem er gott fyrir bændur og umhverfið. Það eru gríðarlega mörg tækifæri í því að nýta landupplýsingar og staðsetningartækni til hagræðingar í þessum geira sem öðrum.“ Leigusamningurinn að renna út Nú eruð þið að stefna að flutningi á Smiðjuvelli 28. Hvað kemur til og hvenær búist þið við að vera komin á nýjan stað? „Það kemur kannski tvennt til. Annars vegar að það hefur verið vandamál með þetta húsnæði hér, rakaskemmdir sem reyndar hefur verið brugðist við af leigusala en er búið að vera langvar­ andi. Hins vegar að leigusamn­ ingurinn er að renna út á þarnæsta ári og við því að hugsa okkur til hreyfings. Starfsmönnunum hef­ ur fækkað talsvert og umfang starf­ seminnar minnkað að því leyti að við erum ekki lengur að sýsla með stór kort, framköllun og stækkun á loftmyndum og slíkt enda öll skjöl orðin rafræn. Flestir starfsmenn þurfa í dag einungis eina tölvu og tvo skjái þannig að plássþörfin hef­ ur minnkað gríðarlega. Í dag erum við í allt of stóru húsnæði sem telur um 1500 fermetra og vorum við því farin að leita okkur að húsnæði sem er nær 500 fermetrum að stærð. Svo kom upp þessi hugmynd; að búa til þjónustukjarna ríkisstofnana á Akranesi. Þar sem nokkrar stofn­ anir eru með aðstöðu í sama hús­ næðinu en samnýta fundaherbergi, eldhús, inngang og ýmsa starfs­ mannaaðstöðu og ná þannig hag­ ræðingu fyrir ríkið. Einnig er hug­ myndin sú að ríkisstarfsmenn sem búsettir eru á Akranesi, en tengj­ ast ekki beint þessum stofnunum, geti mætt til vinnu á þennan vinnu­ stað og nýtt sér þá aðstöðu sem er í eigu ríkisins. Varðandi tímasetn­ ingu á flutningunum þá er það þó alls óljóst eins og er en við vonum að þetta geti gengið hratt og örugg­ lega fyrir sig.“ Þú tókst við í janúar á þessu ári tímabundið af Eydísi. Hvernig líst þér á starfið þessa fyrstu mánuði? „Mér líst bara mjög vel á það. Ég þekki starfið orðið mjög vel enda búinn að vera í framkvæmdastjórn Landmælinga Íslands nokkuð lengi. Ég var staðgengill forstjóra fyrir breytinguna og því var það nokk­ uð rökrétt ákvörðun að ég tæki við tímabundinni stjórn stofnunarinn­ ar.“ En sér Gunnar fyrir sér að vera lengur en eitt ár í þessu starfi? „Ég væri vel til í það að stjórna þessari stofnun áfram en minn metnaður liggur þó fyrst og fremst í því að tryggja framgang þeirra verkefna sem stofnunin vinnur að, hvort sem er í óbreyttu ástandi eða með sam­ einingu við aðra stofnun eða stofn­ anir.“ Passa inn í hvaða stofnun sem er Í því sambandi segir Gunnar að það sé ekki hægt að draga fjöður yfir að það sé búið að tala um það mjög lengi að þessi stofnun þurfi að sam­ einast einhverri stærri einingu eða verði stækkuð með tilfærslu ver­ kefna. En hver er hugsunin á bak við sameiningu og stækkun? „Hag­ ræðing fyrst og fremst og að styrkja málaflokkinn. Bara sem dæmi þá þurfa mjög margar stofnanir að hafa þekkingu á landupplýsing­ um innan sinna raða. Þá verða til nokkurs konar eylönd sérfræðinga sem myndu ná miklu betri árangri ef þeir spiluðu saman sem lið, svo maður grípi til fótboltasamlík­ ingarinnar. Við höfum því verið að kalla eftir því undanfarin ár að bún­ ar verði til stærri einingar á þessu sviði á Íslandi. Þessu má reynd­ ar einnig ná fram með aukinni samvinnu stofnana eins og kom í ljós þegar við vorum að fljúga yfir Geldingadalina á síðasta ári með Náttúrufræðistofnun, þá vorum við að nýta styrkleika starfsmanna beggja stofnana án þess að til sam­ einingar kæmi. Þessu væri hægt að gera miklu meira af. Við erum þess fullviss að starfsemi okkar gæti passað vel inn í starfsemi margra stofnana og myndi styrkja þær en við gætum líka tekið að okkur ýmis landupplýsingaverkefni sem nú er dreift víða um stofnanakerfið. Eitt­ hvað þarf að minnst kosti að gera því við erum að verða of fámenn stofnun til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til stofnana í dag,“ segir Gunnar H. Kristins­ son settur forstjóri Landmælinga að endingu. vaks Götur og vegir komu fremur illa undan vetri í Borgarbyggð og því talsverð þörf á holufyllingum í göt­ um. Í síðastliðinni viku var meðal annars lagt nýtt malbik á Þórðar­ götu í Borgarnesi og áætlað er að fara í frekari gatnagerð á árinu á Borgarbrautinni, í Flatahverfi á Hvanneyri og á Varmalandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Borgar­ byggðar. Götur hafa verið sópaðar í Borg­ arnesi og á Hvanneyri og tals­ vert hefur verið hreinsað af rusli. Grunnskólabörn hafa tekið til hendinni við að fegra umhverfi sitt og fjölmargir íbúar hafa verið að plokka að undanförnu. Hreinsunar­ átak var í gangi í þéttbýliskjörnum þar sem ekki er gámastöð, sem stóð út vikuna 25.­ 29. apríl, þar sem íbúar gátu skilað af sér mismunandi úrgangsflokkum. Talsvert viðhald hefur verið á götulýsingu og þá hefur ýmsum smáverkum verið sinnt á leiksvæð­ um og skólalóðum svo sem lagfær­ ingum á leiktækjum og öðru. Á dögunum var auglýst eft­ ir umsjónarmanni opinna svæða í áhaldahúsið og hefur sá einstak­ lingur verið ráðinn og hafið störf. Hann heitir Piotr Kowalak og er menntaður garðyrkjumaður. Þegar er búið að snyrta talsvert af trjám og runnum og áfram verður unnið að viðhaldi og snyrtingu gróðurs og beða á næstu vikum ásamt öðr­ um vorverkum vítt og breitt um sveitarfélagið. vaks/ Ljósm. mm. Vorverkin hafin í Borgarbyggð Landmælingar Íslands standa á tímamótum Rætt við Gunnar H. Kristinsson settan forstjóra um framtíðarhorfur stofnunarinnar Gunnar H. Kristinsson, forstjóri Landmælinga Íslands. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.