Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 31
Pennagrein
Pennagrein
Pennagrein
Mikil uppbygging hefur átt sér stað
í nágrannasveitarfélögum höfuð
borgarsvæðisins á undanförnum
árum. Sér í lagi vegna lóðaskorts á
höfuðborgarsvæðinu og einsleitni
í lóðaframboði. Sveitarfélög eins
og Árborg, Hveragerði og Akra
nes hafa byggst hratt upp og til
að mynda mun íbúum í Árborg
að öllum líkindum fjölga um 1800
á þessu ári. Þessari fjölgun hefur
einnig fylgt uppbygging þjónustu
og innviða í viðkomandi sveitar
félögum sem bæði eru af hálfu hins
opinbera og ekki síður hefur hinn
aukni íbúafjöldi gert það að verk
um að fyrirtæki og þjónusta sem
ekki voru til staðar hafa nú öðlast
rekstrargrundvöll og dafna og búa
til aukinn fjölbreytileika atvinnulífs
og betri þjónustu.
Byggjum í Brákarey
og Bjargslandi
Við í Framsókn viljum hraða
skipulagsvinnu til þess að geta boðið
upp á fleiri lóðir í Borgarnesi strax í
upphafi næsta árs. Það þarf að flýta
vinnu við þróunarverkefni í Brákar
ey þar sem innviðir eru að stórum
hluta til staðar fyrir uppbyggingu og
því hægt að byrja fyrr en ef um upp
byggingu á alveg nýju hverfi væri
að ræða. Slík þróunarverkefni hafa
gefið góða raun í öðrum sveitarfé
lögum og má þar helst líta á verk
efni eins og uppbyggingu nýs mið
bæjar á Selfossi, sem var þróunar
verkefni þar sem tvinnað var saman
atvinnu og verslunarstarfsemi með
íbúðabyggð. Einnig viljum við flýta
skipulagsferli og gatnagerð á nýrri
götu sem er utan um Kveldúlfs
höfðann frá enda Fjólukletts þannig
að hægt verði að koma því í auglýs
ingu sem fyrst. Þetta eru forgangs
verkefni þar sem nánast ekkert er til
af óúthlutuðum lóðum í Borgarnesi
í dag. Við viljum uppbyggingu og þá
verðum við að flýta þessum verkefn
um eins og kostur er.
Byggjum í dreifbýli
Mikilvægt er tryggja lóðafram
boð og að gatnagerð sé klár til að
hægt sé að úthluta fleiri lóðum á
Hvanneyri og Varmalandi þar sem
Borgarbyggð á byggingarland.
Aðlaga skipulag að þörfum hús
byggjenda og skipuleggja fleiri lóð
ir til að tryggja nægilegt framboð á
hverjum tíma. Við eigum að leitast
við að koma í veg fyrir það rof sem
hefur orðið í framboðshlið lóða
mála í Borgarbyggð. Nægt land er
til staðar. Það þarf bara að skipu
leggja það og hefja gatnagerð.
Byggjum handan
Borgarvogarins
Nú er að fara af stað arkitekta
samkeppni um nýja byggð á landi
handan Borgarvogarins og er það
gríðarlega spennandi framtíðar
sýn og við erum ekki í nokkrum
vafa um að það verkefni muni slá
í gegn þegar fram líða stundir, en
það er langhlaup. Það þýðir ekki að
það megi halla sér aftur, það þarf að
keyra þetta verkefni stöðugt áfram
til þess að þetta verði að veruleika
fyrr en seinna.
Byggjum upp
í Borgarbyggð
Til þess að við sjáum atvinnutæki
færum fjölga, til þess að fólkið
sem fer og menntar sig geti kom
ið heim, til þess að afi og amma
geti minnkað við sig húsnæði á efri
árum, þá þarf að byggja. Skipu
leggja land, fara í gatnagerð og
stuðla að byggingu íbúðarhúsnæð
is í allri Borgarbyggð. Viðvarandi
húsnæðisskortur hefur verið vanda
mál undanfarin ár og hefur verið
erfitt fyrir þá sem eru á leigumark
aði að fá húsnæði og sama á við um
atvinnurekendur sem eru í húsnæð
isleit fyrir starfsfólk sitt. Fáar eign
ir eru á sölu og hefur íbúum ekki
fjölgað í takt við það sem gerist
hjá nágrannasveitarfélögum eins
og til dæmis Akranesi. Við þurf
um að rjúfa kyrrstöðuna og keyra
uppbygginguna í gang. Við þurfum
nýja Framsókn í húsnæðismálum!
Davíð Sigurðsson
Höf. skipar 2. sæti á lista Fram-
sóknar í Borgarbyggð.
Lóðir fyrir 300 íbúðir í Borgarbyggð
Hugmyndin og ákvörðunin um að
reka og styðja við heilsueflandi sam
félag er ekki bara plagg eða vottun
að nafninu til. Heilsuefling og lýð
heilsa þverar öll svið stjórnsýslunn
ar: Skóla og frístund, skipulags og
umhverfissvið, velferðar og mann
réttindasvið og menningu. Mark
miðið er alltaf að bæta heilsu fólks,
auka möguleika til virkni og þátt
töku og þar með að bæta lífsgæði.
Nálægðin við
náttúruperlur
Alþ jóðahe i lbr igð i s s to fnunin
(WHO) skilgreinir heilsu sem sam
spil félagslegra, andlegra og líkam
legra þátta sem hafi áhrif hver á
annan.
Mikilvægt er að sem flestir hafi
aðgengi að fjölbreyttum hreyfiúr
ræðum, bæði innanhúss og á opn
um svæðum þar sem ungir sem
aldnir og allir þar á milli geti stund
að hreyfingu. Í bænum okkar og í
nágrenni eru kjöraðstæður til að
uppfylla þessi markmið og bæta
það sem á vantar. Við höfum sand
inn, fjörurnar og fjallið! Samfélag
ið þarf að búa til þær aðstæður að
sem flestir hafi aðgengi að þess
um náttúruperlum. Við þurfum að
klára að tengja saman stíga, halda
áfram að fjölga bekkjum meðfram
þeim, auðvelda aðgengi að fjörun
um og setja upp og viðhalda leik
tækjum sem hvetja til útivistar og
hreyfingar.
Við erum svo lánsöm að íþrótta
hreyfingin í bænum er öflug, þátt
takendur eru margir og hennar
hlutverk er stórt í heilsueflingunni.
Íþróttahreyfingin er í auknum mæli
farin að leggja áherslu á heilsuefl
ingu í starfi sínu og þar með ná til
sem flestra aldurshópa og getu
stiga. Við erum líka svo lánsöm að
bygging nýrrar íþróttamiðstöðvar
er hafin með það að markmiði að
íbúum Akraness og gestum, bjóðist
það besta sem völ er á.
Ávísun á þátttöku
Margt er vel gert í bænum og við
skulum halda áfram að standa okk
ur vel. Hreyfiávísunin frá Akra
neskaupstað fyrir 18 ára og eldri á
covidtímabilinu var frábært fram
tak sem mætti halda áfram með.
Hægt væri að útvíkka þetta framtak
með ávísun á menningarviðburði
og tómstundastarf að auki sem við
spyrnu eftir heimsfaraldurinn og
hvetja þar með til þátttöku. Þá þarf
að huga að því að ná unglingun
um okkar aftur inn í ýmis konar frí
stundastarf og hreyfivirkni. Þátt
taka í fjölbreyttu frístundastarfi
eykur andlega og félagslega heilsu
íbúa á öllum aldri . Samfélags og
atvinnuþátttaka styður við það að
viðhalda og bæta heilsu.
„Sönsum“ þetta saman
Lýðheilsa og forvarnir er fjárfesting
sem sparar fjármuni til lengri tíma
litið og ætti að vera hluti af allri
ákvarðanatöku hvort sem um ræðir
skipulag hverfa, velferð eða skóla,
íþrótta og tómstundastarf.
Við þurfum að halda upp
byggingunni áfram en á sama tíma
að ná utan um þá þjónustu sem þarf
að vera til að mynda öflugt sam
félag. Öflugt samfélag laðar til
sín fólk, fjárfesta og fyrirtæki og
þannig má halda uppbyggingunni
áfram. Verum stolt af því sem verið
er að gera vel!
Við verðum aldrei öll sam
mála um það hvernig hlutir eru
nákvæmlega gerðir eða hvaða litur
okkur þykir fallegastur. En þetta
er bærinn okkar og við getum öll
litið í eigin barm og skoðað hvað
við getum lagt af mörkum til að
gera Akranes betra fyrir okkur öll.
Enginn getur allt en allir geta eitt
hvað. Við vitum og höfum séð að
magnaðir hlutir geta gerst þegar
við sameinumst í gula litnum og
íþróttabærinn Akranes hefur oftar
en ekki verið okkar sameiningar
tákn. Það er bjart framundan.
Sönsum Skagann saman!
Anna Sólveig Smáradóttir
Höfundur er sjúkraþjálfari og
skipar 4. sæti Samfylkingarinnar á
Akranesi
Heilsueflandi Akranes fyrir alla
Í febrúar 2019 var skipaður starfs
hópur á vegum bæjarstjórnar Akra
neskaupstaðar sem átti að taka til
gagngerrar endurskoðunar mötu
neytismál bæjarins. Starfshópurinn
átti að koma með tillögu um hvern
ig haga skyldi framtíðarskipulagi
mötuneytismála í bæði leik og
grunnskólum kaupstaðarins, ásamt
öðrum þjónustustofnunum bæjar
ins. Markmið hópsins var m.a. að
skoða hvort hægt væri að hagræða
í innkaupum og samþætta matseðla
stofnana. Einnig var markmið
hópsins að skoða hvernig nálgast
mætti lýðheilsumarkmiðin betur ef
óbreytt fyrirkomulag væri áfram í
mötuneytum bæjarins. Samkvæmt
erindisbréfi átti starfshópurinn að
leggja fram tillögur að framtíðar
skipulagi mötuneytismála á Akra
nesi, skoða innkaup, meta gæði
máltíða út frá lýðheilsusjónarmið
um og skoða hvort mögulegt væri
að eldhús Höfða yrði hugsanlega
notað fyrir sameiginlegt eldhús
stofnana bæjarins. Hópurinn átti
jafnframt að leitast við að hafa til
hliðsjónar markmið um Heilsuefl
andi samfélag í allri sinni vinnu og
greiningu.
Undirrituð gegndi varafor
mennsku í starfshópnum sem full
trúi meirihluta bæjarstjórnar en
aðrir sem í honum sátu voru fulltrúi
minnihluta bæjarstjórnar, sviðs
stjórar skóla og frístundasviðs og
velferðar og mannréttindasviðs.
Í starfshópnum sátu einnig verk
efnastjóri stjórnsýslu og fjármála
sviðs og síðar tók framkvæmdastjóri
Höfða sæti í starfshópnum.
Meðlimir starfshópsins lögðu á
sig mikla og vandaða vinnu við að
rýna gögn, tala við fjölmarga sér
fræðinga sem höfðu þekkingu á
mötuneytismálum og leituðu upp
lýsinga víða. Rætt var við stjórnend
ur leik og grunnskóla, stjórnendur
sambærilegra eldhúsa í Reykjavík,
næringarfræðinga, stjórnendur eld
húsa og fjölmarga aðra.
Frá upphafi var verkefnið ljóst.
Skoða skyldi hvernig hægt væri að
ná meiri hagkvæmni í rekstri bæjar
ins en einnig hvernig hægt væri að
hámarka gæði matarins og hvernig
ætti að uppfylla allar nútímakröfur
í mötuneytismálum.
Þegar byrjað var að rýna í rekstr
artölur stofnana bæjarins kom fljótt
í ljós að erfitt var að henda reiður
á hversu mikill kostnaður lá í mat
arinnkaupum og hvað hver máltíð
kostaði. Eitt var þó ljóst frá upp
hafi að engin stofnun bæjarins var
með einhvers konar samnýtt inn
kaup. Algengt var að hver stjórn
andi fyrir sig stjórnaði innkaupum
sinnar stofnunar og sá um af hverj
um skyldi versla og hvernig þeim
skyldi háttað. Engin samræmd inn
kaup áttu sér stað og af þeim sök
um var kostnaður því mjög breyti
legur milli stofnana. Það var auðséð
að þetta væri eitthvað sem Akra
neskaupstaður þyrfti að breyta.
Með þeirri einföldu aðgerð að
samræma innkaup bæjarins væri
hægt að auka hagkvæmni í inn
kaupum og sjá til þess að stjórnend
ur stofnana bæjarins sætu við sama
borð þegar kæmi að innkaupum.
Með þess konar hagræðingu fæst
því meira svigrúm til að auka enn
frekar gæði matar til notenda.
Allir eru að leggja sig fram við
að tryggja börnunum okkar hollt
og gott fæði og mikilvæg vinna fer
fram innan mötuneyta bæjarins. En
við þurfum alltaf að vera á tánum
og skoða hvað hægt er að gera bet
ur og hvernig skólarnir okkar og
aðrar stofnanir bæjarins geti áfram
boðið upp á fjölbreytt, hollt og gott
fæði.
Með því að vera með eitt mötu
neyti sem þjónustar allar stofn
anir bæjarins væri hægt að bjóða
upp á meiri stærðarhagkvæmni en
áður hefur verið hægt og möguleiki
væri á að auka gæði matarins enn
frekar. Mikilvægt er að ráða fagfólk
sem býr yfir nauðsynlegri þekk
ingu á rekstri stóreldhúsa sem hafa
haldgóða kunnáttu á meðferð og
nýtingu matvæla, svo hægt sé að
sporna enn betur við matarsóun.
Einn af kostunum við að hafa eitt
mötuneyti væri einnig sá að þá gæf
ist betra rúm til að þjónusta þann
ört stækkandi hóps barna sem glíma
við einhvers konar fæðuóþol eða
kjósa vegan/grænkerafæði. Einnig
má nefna þann hluta barna sem eru
annarrar trúar og borða ekki sams
konar fæði og önnur börn.
Í ört stækkandi þjóðfélagi ber
okkur áfram skylda til að hlúa að
þessum börnum með öllum tiltæk
um ráðum og sjá til þess að öll okk
ar börn sitji við sama borð.
Liv Åse Skarstad
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
skipar annað sæti á lista Framsóknar
og frjálsra til næstu sveitarstjórnar-
kosninga.
Hagkvæmni og gæði höfð að leiðarljósi