Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202234
Pennagrein
Samfélag er heild sem samsett er
af einstaklingum þar sem hver um
sig hefur sitt hlutverk, sínar þarfir,
langanir og tækifæri. Samfélag sem
ekki stendur vörð um alla er ekki
gott, það býr til misrétti, rænir fólk
möguleikum og gefur sumum for
skot fram yfir aðra. Slíkt samfélag
einkennist af misrétti og er í hróp
legri andstöðu við hugmyndir jafn
aðarfólks um farsæld og jafnrétti.
Þess vegna viljum við standa vörð
um grunngildi jafnaðarmanna.
Áætlun um farsæld og jafnrétti
einstaklinga er líka eilífðarverk
efni sem sífellt þarf að halda á lofti,
breyta og bæta.
Það þarf þorp
Fjölskyldan er hornsteinn allra
og það mikilvægasta sem við eig
um. Hún er oft nefnd kjarni hvers
þjóðfélags, enda er þar leikið aðal
hlutverkið, nefnilega að ala upp
nýja einstaklinga sem taka svo við
seinna meir. Fjölskyldan í nútíma
samfélagi á aldrei að standa ein –
oft er talað um að það þurfi heilt
samfélag til að ala upp einstak
linga. Þess vegna leggjum við í
Samfylkingunni mikla áherslu
á að stuðningur við fjölskyld
ur sé bæði faglegur og sterkur, að
enginn verði útundan og allir njóti
góðrar og viðvarandi þjónustu og
aðstoðar þegar með þarf. Jöfnuð
ur og velferð er lykilhugtak í þessu
sem öðru því það snýst um að allir
í samfélaginu búi við grundvallar
öryggi og hafi sömu grundvallar
tækifærin í lífinu. Það viljum við
fyrir okkur sjálf og enn frekar fyr
ir börnin okkar. Afkoma allra þarf
að vera trygg, bæði fjárhagslega
og félagslega til þess að við get
um sagt að við búum í velferðar
samfélagi.
Við erum Þorpið sem börnin
okkar búa í.
Samþætting er góð
Við í Samfylkingunni leggjum ríka
áherslu á samþættingu skólastarfs
ins, frístundar og tómstundastarfs
til að fjölskyldur eigi meiri tíma
saman og að snúningar og skutl sé í
lágmarki. Okkur er óhætt að flokka
samverustundir fjölskyldunnar sem
einn mest verndandi þátt í lífi barna.
Samverustundir eru dýrmætar fyrir
foreldra og börn og hefur sýnt að
aukin samvera fjölskyldunnar hef
ur ekki síður forvarnargildi heldur
getur aukin samvera dregið veru
lega úr líkum á að börnin okkar eigi
í erfiðleikum síðar á lífsleiðinni.
Þá þarf að vera tiltæk aðstoð fag
fólks strax á fyrstu stigum vandans
með samfellda og samþætta þjón
ustu ef eitthvað virðist vera að fara
úrskeiðis.
Heilnæmt umhverfi og fjöl
skylduvænt skipulag er líka eitt af
mikilvægustu atriðum til að búa
til gott samfélag. Þess vegna vilj
um við leggja okkur fram um að
bærinn okkar sé fallegur, snyrti
legur og okkur öllum til prýði og
sóma. Fallegur og snyrtilegur bær
er eftirsóknarverður til búsetu og
þannig umhverfi eykur lífsgleði
okkar og lífsgæði. Allt þetta eru
auðvitað eilífðarverkefni, götur
þarf að endurnýja og grænu svæð
in ganga úr sér. Mikilvægi heilsu
samlegs umhverfis verður nefni
lega seint fullmetið. Við í Samfylk
ingunni viljum því að bæjarfélagið
geri sitt til þess að auðvelda fólki
hreyfingu og virkja þátttöku allra í
samfélaginu því andleg og líkamleg
heilsa fylgjast gjarnan að.
Ágætu Skagamenn! Við í Sam
fylkingunni viljum leggja okkur
fram um að viðhalda því góða sem
við höfum í bænum okkar, en við
vitum líka að margt má bæta. Til
þess þarf opinn huga, löngun til
framfara og breytinga og hugrekki
og dugnað til að koma hugmyndum
í verk. Við erum tilbúin, þess vegna
þurfum við ykkar stuðning – XS Að
sjálfsögðu!
Jónína Margrét Sigmundsdóttir
Höf. skipar 2. sætið á lista Sam-
fylkingarinnar á Akranesi
Stöndum vörð um alla
Pennagrein
Þegar líður að kosningum líta
stjórnmálamenn einatt yfir far
inn veg og tíunda hverju hafi ver
ið áorkað að líðandi kjörtímabili.
Svo er það einnig með stjórnmála
menn á Akranesi. Sá meirihluti
sem nú skilar af sér verkum sín
um, Framsókn og Samfylking, hef
ur ýmsu áorkað. Sú uppbygging
er að mestu samkvæmt metnaðar
fullu uppbyggingarskipulagi inn
viða sem meirihluti Sjálfstæðs
flokksins og Bjartar framtíðar lagði
grunninn að kjörtímabilið 2014
2018. Blessunarlega fylgdi núver
andi meirihluti þeirri stefnumótun.
Þessari fyrirhuguðu uppbyggingu
voru ekki allir sammála á sínum
tíma og töldu sumir bæjarfulltrúar
núverandi meirihluti of djarft far
ið. Flestum þessara verka er nú lok
ið en því miður eru einhver enn í
vinnslu.
Rétt er af þessu tilefni að tæpa
á nokkrum þeirra framfaramála.
Mikill metnaður var lagður í upp
byggingu íþrótttamannvirkja og
má þar nefna Garðavelli, reiðhöll
Dreyra og fimleikahús sem öll
um er því sem næst lokið. Þá voru
lögð drög að mikilli uppbyggingu
á Jaðarsbökkum en núverandi
meirihluti hægði á þeirri upp
byggingu svo hún hefur ekki skil
að sér ennþá. Vonandi næst þó að
klára fyrsta áfanga þeirrar upp
byggingar á næsta kjörtímabili.
Á kjörtímabilinu 20142018 var
hrundið af stað uppbyggingu á
íbúðakjörnum fyrir fólk með fötl
un. Íbúðakjarni á Beikiskógum var
fyrsti áfanginn og hefur hann nú
verið tekinn í notkun. Því miður
hafa ekki risið fleiri kjarnar. Lóð
sem var frátekin fyrir næsta kjarna
var úthlutað til annara nota og hef
ur í kjölfarið ekki tekist að finna
aðra lóð undir íbúðarkjarna.
Þjónustumiðstöð fyrir eldri
borgara var tekin í notkun á yfir
standandi kjörtímabili. Stefnumót
un og skipulagning þeirrar fram
kvæmdar gekk ekki átakalaust fyr
ir sig svo ekki sé sterkar að orðið
kveðið. Ekki er á neinn hallað
þó Ólafur Adolfsson bæjarfull
trúi Sjálfstæðisflokksins sé nefnd
ur fyrstur þegar sú leið var mörkuð.
Nú vildu allir Ólaf kveðið hafa og í
dag finnst í raun enginn sem viður
kennir að hafa verið á móti þeirri
uppbyggingu.
Af svipuðum toga er bygging
Guðlaugar. Sú átti nú ekki marga
bandamenn en það var meirihluti
Sjálfstæðisflokksins sem á endan
um kom byggingu hennar til leið
ar. Núverandi meirihluti fékk hins
vegar heiðurinn af því að taka hana
í notkun.
Núverandi meirihluti hefur ver
ið í mesta basli með skipulags
breytingar allt þetta kjörtímabil.
Afleiðingin er sú að ekki hefur tek
ist að hefja uppbyggingu á einu ein
asta íbúðar húsi á svæði sem núver
andi meirihluti hefur skipulagt.
Það basl hefur valdið töfum í upp
byggingu í bænum, því miður.
Af þessari upptalningu minni má
best sjá að það skiptir miklu máli
hverjir halda um stjórnvöl bæjar
ins. Ekki síst þegar horft er lengra
fram í tímann. Skipulagsmál eru
langtímaverkefni sem krefjast lang
tímahugsunar. Þar þarf vandað
an en fumlausan undirbúning svo
ávallt megi tryggja uppbyggingu
í takt við þarfir íbúa hverju sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn vill taka aft
ur til við markviss skipulagsmál til
lengri tíma fái hann til þess styrk
hjá kjósendum.
Þess vegna óska ég þess kjósandi
góður að þú setjir X við D Fyrir
Akranes.
Einar Brandsson
Höf. skipar annað sætið á lista
Sjálfstæðismanna hér á Akranesi
Stundum tala annarra manna verk best
Pennagrein
Stjórnsýsla skipulags og byggingar
mála í Borgarbyggð hefur undan
farna mánuði verið undir sérstöku
eftirliti ráðherra vegna fjölda mála
sem upp hafa komið. Þekktast þeirra
er Húsafellsmálið. Vegna afglapa
embættismanna í því máli greiddi
sveitarfélagið málsaðilum tugmillj
óna í bætur. Annað mál snýr að
Slökkviliðinu og starfsháttum þess.
Eldvarnarsvið Húsnæðis og
mannvirkjastofnunar gerði sum
arið 2021 úttekt og alvarlegar
athugasemdir í mörgum liðum
við starfshætti og ástand mála hjá
Slökkviliði Borgarbyggðar. Kom
þar m.a. fram, að brunahólfun væri
ekki fyrir hendi í slökkvistöðvum
þess og að engin brunarvarnaráætl
un væri í gildi fyrir sveitarfélagið,
sem þó á að vera lögum samkvæmt.
Í viðauka við, úr gildi fallna
Brunavarnaráætlun 20142019, er
að finna skrá yfir allt skoðunarskylt
húsnæði í Borgarbyggð. Það vek
ur sérstaka athygli að í brunavarn
aráætluninni er hvergi getið um
Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey,
húsin sem lokað var fyrirvaralaust
í febrúar 2021, að sagt var vegna
ónógra brunavarna.
Í fundargerð byggðarráðs Borg
arbyggðar frá 21. janúar 2021 er
að finna skrá yfir mannvirki sem
Slökkviliðið ætlaði að skoða það
ár. Húsin eða starfsemin á Brákar
braut 25 og 27 voru þar ekki á með
al. Kom það ekki í veg fyrir úttekt,
sem gerð var hálfum mánuði seinna,
og með ófyrirséðum afleiðingum nú
einu og hálfu ári síðar!
Því liggur það nú fyrir, að slökkvi
liðsstjórinn í Borgarbyggð taldi
árum saman enga ástæðu til að hafa
umrætt atvinnuhúsnæði í Brák
arey, 7.400 fermetrar að stærð,
með margháttaðri starfsemi í
Brunarvarnaráætlun, vel að merkja,
meðan honum þóknaðist að hafa
slíka áætlun yfir sér. Engar skýrslur
um úttektir á húsnæðinu er heldur
að finna í skjalasafni Slökkviliðsins í
Borgarbyggð.
Getur það verið, að slökkviliðs
stjórinn í Borgarbyggð hafi árum
saman talið að enga brunahættu
hafa stafað af húsum og starfsemi
í Brákarbraut 25 og 27, og skrán
ingu í brunavarnaráætlun og úttekt
ir hennar vegna því með öllu óþarf
ar? – Eða var vítaverðri vanrækslu
slökkviliðsstjórans um að kenna?
Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð
gerði þó sínar úttektir á húsnæð
inu í Brákarey þótt í smáu væri, það
sannar bréf hans til stjórnsýslusviðs
Borgarbyggðar 11. febrúar 2021 og
eins tölvupóstur frá umsjónarmanni
fasteigna hjá Borgarbyggð 3. febrú
ar 2021,
„...Held að það væri gott að hafa...
[slökkviliðsstjórann] með þar sem
hann þekkir húsið manna best, eins
fengum við hann alltaf á staðinn
áður en leigusamningar voru lagðir
fyrir byggðarráð....“
„...Hann þekkir húsin manna
best...“ og gerði úttektir og þekkti
til allra hluta í Brákarbraut 25
og 27, það sem þar var og gerð
ist árum saman var með fullri vit
und og blessun slökkviliðsstjórans í
Borgarbyggð. Enda fékk hann sig í
fyrstu ekki til þess að beita valdi og
loka með haldlausa úttektarskýr
slu eldvarnarfulltrúans í höndum.
Byggingarfulltrúinn tók að sér og
sendi frá sér bréf með þessum skila
boðum:
„...Eldvarnareftirlit Slökkviliðs
Borgarbyggðar setti fram kröfu þess
efnis við embætti byggingarfulltrúa
að notkun mannvirkjanna Brák
arbraut 25 og 27 verði bönnuð og
að þeim verði lokað, sbr. 3. tl. 29.
gr. laga nr. 75/2000 um brunavarn
ir. Telur byggingarfulltrúi að emb
ætti hans sé skylt að aðstoða slökkvi
liðsstjóra við það að knýja eiganda
mannvirkis til úrbóta...“
Meira að segja forstöðumað
ur stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar
HRLinn, áttaði sig um síðir á að
þessi flétta þeirra væri lögleysa. Upp
var runnin hin stóra stund slökkvi
liðsstjórans, að velja sér hlutskipti,
að vera barinn þræll eða þjónn
valdsins.
Niðurstaða slökkviliðsstjórans er
ljós, hann lét innsigla húsnæðið, en
segir embætti sitt enga ábyrgð bera
á sínum gjörðum eða hundruð millj
óna verðmætum sem lokuðust þar
með inni, og alls er óljóst um ástand
á nú einu og hálfu ári seinna.
Sveitarstjórn Borgarbyggð
ar 20182022 ber sína ábyrgð,
hefur svikið gerða samninga, og
valdið mörgum aðilum tjóni með
ákvörðunum sínum og ráðleysi.
Frambjóðendur til sveitarstjórn
ar 20222026 verða að sýna á spilin
áður en kosið verður.
Þorsteinn Máni
Íbúar í Borgarbyggð eiga betra skilið
en ónýta embættismenn fyrri hluti