Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202238 Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Rán Höskuldsdóttir „Ljósmóðir eða dýralæknir.“ Dröfn Guðmundsdóttir „Hestabóndi.“ Trausti Gylfason „Sauðfjárbóndi.“ Aldís Ýr Ólafsdóttir „Lögfræðingur.“ Kristín Edda Búadóttir „Búðarkona.“ Víkingur Ólafsvík hefur spilað í Lengjudeildinni síðustu fjögur tímabil en féll úr deildinni í fyrra og leikur í 2. deild í sumar. Guðjón Þórðarson tók við liðinu um mitt sumar á síðasta tímabili og þjálfaði liðið einnig tímabilið 2020. Blaða­ maður Skessuhorns sló á þráðinn til Guðjóns og spurði hann fyrst hvernig undirbúningstímabilið hefði gengið hjá þeim? „Það hefur verið brösótt, þetta var erfiður vet­ ur og veðrið var að stríða okkur. Það var mikill snjór á vellinum og hann varð ekki snjólaus fyrr en í endað­ an mars. Svo er hópurinn tvískiptur, fimm leikmenn sem eru að æfa með liðum í Reykjavík, hinir fyrir vestan og svo hafa útlendingarnir verið að koma á sitt hvorum tímanum.“ Hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili? „Mjög miklar, það er kominn ákveðinn kjarni af heimamönnum og það er mjög jákvætt. Það eru ungir strákar sem hafa verið að æfa vel í vetur og eru að koma inn í hópinn. Þeir eru mjög jákvæðir, hafa lagt mikið á sig og eru tilbúnir í slaginn. Æfinga­ hópurinn telur um 16­18 leikmenn, það er ekki meira en það. Við erum komnir með miðvörð frá Spáni, miðjumann frá Þýskalandi og kant­ mann frá Englandi. Svo er spurning hvort við náum að bæta við hóp­ inn á síðustu metrunum með að fá menn að láni, það er verið að skoða það en það er ekki auðvelt núna að fá menn vestur. Menn bíða ekki í röðum að koma í Ólafsvík því við erum ekki eins aðlaðandi og þegar við vorum í Lengjudeildinni.“ Menn verða að standa í lappirnar Hver eru markmið liðsins fyrir tímabilið? „Markmiðið er að tapa eins fáum leikjum og nokkur kostur er. Hvert það fer með okkur verður svo að koma í ljós en við viljum nátt­ úrulega vera að berjast við toppinn en þá verða menn að standa í lapp­ irnar ef þeir ætla að vera þar, það er alveg á hreinu. Mörg lið í deildinni hafa bætt vel við sig af mönnum og hafa verið að byggja á sama liði og árið á undan. Á sama tíma og við erum með nánast nýtt lið, meira en helmingurinn af liðinu eru nýir og það hefur reyndar verið svolítið trend að menn hafi verið að koma og fara í Ólafsvík. Það er erfitt að skapa stöðugleika með útlendingun­ um því þeir eru eins og farfuglarn­ ir, þeir koma og fara og svo veist þú ekki hvort þeir koma aftur. En upphafið er að menn vilji standa í þessari baráttu sem farið er fram á og það er ágætis kjarni af heima­ mönnum sem myndar undirstöðuna í þessum hóp. Svo vonast maður til að útlendingarnir blómstri með okkur og þá er alltaf möguleiki.“ Stemningin ekki enn komin Hvað með stemninguna og stuðn­ inginn í bæjarfélaginu? „Ég hef ekki mikið fundið fyrir því, mér finnst vanta upp á stuðninginn. Þetta er borið upp af nokkrum mönn­ um sem eru í stjórninni og harð­ duglegum mönnum sem standa að liðinu. Það eru örfáir sem standa að þessu liði og allt sjálfboðaliðar en með mikla ástríðu fyrir fótbolta. En þeir eru ekki nógu margir, það mætti finna fyrir meiri stuðn­ ingi í samfélaginu. Stemningin er ekki enn komin en vonandi kem­ ur hún fyrir fyrsta leik gegn Völs­ ungi næsta laugardag sem er einn af úrslitaleikjunum í upphafi móts. Völsungur var nálægt því að kom­ ast upp í fyrra og ætla sér eflaust stærri hluti í sumar og ég vona að það verði góður stuðningur við liðið í þessum mikilvæga leik.“ Guðjón segir að lokum að hann sé spenntur fyrir sumrinu: „Ég hlakka til og það er alltaf fiðringur í belgn­ um á mér. Ég hlakka til hverrar æfingu og hvers leiks og það breyt­ ist ekkert. Eina sem ég vonast eftir er stuðningur úr þessu litla sterka samfélagi og að sýna það í verki því við gerum þetta ekki einir. Það þarf stóran og breiðan stuðning til þess að standa að liði sem vill vinna leiki og það er ekki verk örfárra manna, það þarf breiða samstöðu og stuðn­ ing í samfélaginu til að ná árangri.“ vaks Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi leikur í 3. deild karla í sumar í fyrsta skipti síðan árið 2017 þegar liðið sigraði deildina með miklum yfir­ burðum. Á síðasta tímabili endaði Kári í neðsta sæti í 2. deildinni með aðeins níu stig og féll ásamt Fjarða­ byggð niður um deild. Ásmund­ ur Guðni Haraldsson tók við liði Kára í nóvember árið 2020 og stýrir liðinu því sem þjálfari ann­ að árið í röð í sumar. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Ása í vikunni um tímabilið sem hefst um næstu helgi. Fyrsta spurningin varðar undirbúningstímabil Kára í vet­ ur og segir Ási að það hafi gengið bara nokkuð vel, þeir hafi æft vel, fengið góða leiki og ágætis úrslit og frammistöðu. Þeir hafi einnig feng­ ið góða viðbót í Dúnu (Guðrúnu Þórbjörgu Sturlaugsdóttur) sem hafi reglulega í vetur verið völd að vel þéttum harðsperrum sem sér­ legur styrktarþjálfari Kára. En hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili? „Já, það hafa orðið töluverðar breytingar á liðinu. ÍA hefur kallað til baka sína samningsbundnu leikmenn að mestu leyti og gaman að sjá nokkra þeirra sem hluta af núverandi leik­ mannahópi meistaraflokks ÍA. Ein­ hverjir hafa horfið á braut og við höfum líka fengið reynda leikmenn til baka eins og Dino Hodzic, Ingi­ mar Elí Hlynsson. Hafþór Péturs­ son og Aron Inga Kristinsson sem styrkja hópinn gríðarlega. Einnig hafa þeir Ísak Örn Elvarsson og Finnbogi Laxdal komið til okkar frá ÍA. Liðið verður aðeins eldra í sumar og við fáum kannski að sjá færri 2. flokks stráka spila með okkur en síðasta sumar. En von­ andi verða einhverjir sem koma til með að spila sína fyrstu deildarleiki í meistaraflokki í sumar.“ Vonandi náum við okkar markmiðum Liðin tólf sem leika í 3. deildinni í sumar koma víðs vegar af landinu þó flest liðin komi af Stór­Reykja­ víkursvæðinu. Að sunnan koma Augnablik úr Kópavogi, Elliði úr Árbænum, ÍH úr Hafnarfirði, KFG úr Garðabæ, KH frá Hlíðarenda og Vængir Júpíters úr Grafar vogi. Að norðan koma Dalvík/Reyn­ ir og Kormákur Hvöt, að austan kemur Sindri frá Höfn í Horna­ firði og að síðustu eru það KFS frá Vestmannaeyjum, Víðir úr Garði og Kári. Hvernig líst Ása á deildina í sumar? „Okkur líst bara vel á deildina í sumar. Síðasta sum­ ar var erfitt, við vorum með ungt lið en áttum nokkra góða leiki. Sú reynsla hjálpar okkur inn í þetta tímabil. Markmið liðsins fyrir sum­ arið er einfaldlega að koma liðinu aftur upp í 2. deild. Við vonandi náum okkar markmiðum með öfl­ ugum hóp og reynslumiklu liði og komum Kára á þann stað sem við viljum vera á. Þá vil ég bara að lok­ um hvetja fólk til að koma á völlinn í sumar og sjá uppalda Skagamenn spila af lífsins hjarta og sál fyrir klúbbinn sinn.“ segir Ási að lokum. Kári spilar í fyrstu umferð Íslandsmótsins við Sindra á laugar­ daginn næstkomandi á Sindra­ völlum á Höfn og hefst leikurinn klukkan 15. vaks Ásmundur Haraldsson, þjálfari Kára. Ljósm. vaks Markmiðið að koma liðinu aftur upp Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings. Ljósm. af „Alltaf fiðringur í belgnum á mér“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.