Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þar verður ekki töluð vitleysan Blaðið okkar þessa vikuna ber þess glöggt vitni að stutt er í næstu kosningar. Laugardagurinn 14. maí verður býsna fjölbreyttur. Fyrst dubba landsmenn sig upp og mæta stroknir og fínir á kjörstað og kjósa sér hreppsnefndir í stór­ um sem smærri sveitarfélögum. Síðar um kvöldið verður lambakjötið grillað og vonandi fylgst í kjölfarið með þremur systrum raula lag Leiló í Euróvisjón á Ítalíu. Að vísu þurfa systurnar að komast upp úr milliriðli fyrr í vikunni, en þar verðum við að vona hið besta. Svo þegar Svíþjóð verður búið að sigra í keppninni seint um kvöldið fara úrslit að berast úr talningu atkvæða í þess­ um hreppum öllum. Þetta verður því viðburðaríkur og langur dagur. Von­ andi verða veðurguðirnir komnir í betra skap en þeir voru í gær þegar jörð varð alhvít um allt norðanvert landið. Ég hef lúmskt gaman að undirbúningi kosninga. Strax á unga aldri varð ég rammpólitískur og var 16 ára þegar ég tók stöðu með einum frambjóð­ andanum til forsetakjörs. Jafnvel þótt ég mætti ekki kjósa sjálfur fannst mér þetta afar spennandi. Sama átti við um kosningar til Alþingis, alltaf þótti mér þetta jafn spennandi. Hreppsnefndarkosningarnar voru svo heldur minna spennandi, þá var kosið persónukjöri og menn kosnir hvort sem þeim lík­ aði það vel eða illa. Sú verður einmitt raunin í fjórum af níu hreppum hér á Vesturlandi í vor. Í fimm sveitarfélögum í okkar landshluta verður kosið á milli lista, sem ýmist eru tveir, þrír eða fjórir. Listakosningar eru nauðsynlegar þegar sveitarfélög hafa náð ákveðinni stærð. Ég myndi segja yfir 300 íbúa. Á Snæ­ fellsnesi láta menn tvo lista duga á hverjum stað, þrír eru á Akranesi og fjór­ ir í Borgar byggð. Auk þess að lesa inn greinar frá frambjóðendum fylgist ég með hvernig þeir reyna með öðrum hætti að ná til kjósenda sinna. Að þessu sinni fóru öll framboð mjög seint af stað. Listar voru ekki ákveðnir fyrr en komið var að skilum og stefnuskrár hafa þar af leiðandi látið á sér standa. Líklega eru flestir núna búnir að leggja línurnar og ákveða hvað þeir standa fyrir. Ef að líkum lætur verður raunveruleg kosningabarátta að þessu sinni svona tíu dagar. Fram til þessa hefur lítið verið að frétta. Einna helst að framboð­ in hafi boðið fjölskyldufólki í grillaðar pylsur eða vöfflukaffi. Ég lenti óvænt í einni svona grillveislu um daginn og tók eftir því að menn og konur voru bara komin með býsna góð tök á að grilla SS pylsur og hita brauð á glóðum. Þetta er náttúrulega talsverður vandi eins og gefur að skilja. Í þessu grillpar­ tíi varð því raunin að frambjóðendur í efstu sætum listans voru allan tímann uppteknir við grillið svo þeir náðu ekkert að ræða við gestina. Vafalítið hafa þeir viljað sýna að þeir kynnu sko að grilla pylsur án þess að brenna þær mik­ ið eða sprengja í tætlur. En ég bendi á að grillaðar pylsur og bakaðar vöffl­ ur eru einmitt kjörfæða fyrir svona partí, því það er hreinlega ekki hægt að klúðra eldamennskunni. En hver segir að frambjóðendurnir sjálfir þurfi að framkvæma verkið? Svo núna þegar einungis ein helgi er til kosninga ætla ég að giska á að neyslumynstrið fari að breytast í þessum boðum. Ekki kæmi mér mikið á óvart að það sem fram til þessa hafi verið kallað „veitingar“ breytist í „léttar veitingar“. Ekki er nokkur tilviljun sem ræður að ég veit um að minnsta kosti þrjú framboð sem hafa sett upp kosningamiðstöðvar á vertshúsum. Létt­ veitingakvöld eru gjarnan haldin að kvöldi til þegar skyggja tekur og fólki er jafnvel ráðlagt að mæta ekki á bíl, láti skutla sér á staðinn. Til að fá gesti verður hringt í yngstu fjóra árgangana á kjörskrá og þeim sérstaklega boð­ ið að mæta. Allir vita nefnilega að yngstu kjósendurnir eru svag fyrir „létt­ um veitingum“ sérstaklega ef þær eru ókeypis. Það góða við þessa neyslu­ breytingu er að frambjóðendur þurfa hreint ekki að aðstoða gestina við að opna flipana á „léttu veitingunum“ og geta einbeitt sér við að ræða við fólkið. Þar verður ekki töluð vitleysan. Magnús Magnússon Síðastliðinn fimmtudag var íbúum í Stykkishólmi boðið til kynningar­ fundar um fyrirhugaða byggingu atvinnuhúsnæðis Asco Harvest­ er við Nesveg 22a. Að sögn Önnu Ólafar Kristjánsdóttur fram­ kvæmdastjóra gekk íbúafundur­ inn mjög vel og augljóst að áhugi og samstaða íbúa um fyrirhugaða starfsemi er mikil, en á fundinn mættu um 80 manns. „Við fengum margar góðar spurningar frá íbú­ um og áhugaverðar umræður sköp­ uðust í framhaldinu. Við finnum mikinn meðbyr og ósk íbúa er að vel takist til þar sem þörf á aukinni atvinnustarfsemi í Stykkishólmi er mikil,“ segir Anna Ólöf. Fram til þess hefur Asco Har­ vester einbeitt sér að framleiðslu sláttuvéla sem bæði geta sleg­ ið sjávar gróður og hreinsað rusl og annan úrgang sem hleðst upp á viðkvæmum stöðum. Fyrsti sláttupramminn frá Asco Harve­ ster var sjósettur í Stykkishólmi sumarið 2017 og hlaut fyrirtæk­ ið m.a. frumkvöðlaverðlaun SSV sama ár. Nú snýst beiðni fyrir­ tækisins til Stykkishólmsbæjar um að fá lóð til að byggja aðstöðu til vinnslu, rannsókna og kynningar á framleiðslu þörunga, en einnig um samstarf við atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi. Fram kom á fund­ inum að undirbúningur er í gangi um byggingu að grunnfleti 800 fer­ metra atvinnuhúss. Lóðin stend­ ur í dag auð og þykir henta vel til þessarar starfsemi. Að sögn Önnu Ólafar tóku systk­ inin sem stofnuðu fyrirtækið nýlega upp samstarf við Sæfell sem leitt er af heimamönnum, bræðrunum Gunnlaugi og Halldóri Árnason­ um. Þá hefur Sigurður Pétursson einnig gengið til liðs við hópinn sem hluthafi og stjórnarformað­ ur, en hann stofnaði og var fram­ kvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum. mm Kynntu umhverfisvæna öflun og vinnslu þörunga í Stykkishólmi Um 80 manns mættu á kynningarfundinn. Ljósm. aók Sigurður Ingi Jóhannsson inn­ viðaráðherra hefur ákveðið að synja staðfestingu aðalskipulags­ breytinga í Reykhólahreppi og Dalabyggð, en bæði þessi sveitar­ félög samþykktu á síðasta ári breytingar á aðalskipulagi vegna þriggja vindorkuvera; í landi Garpsdals í Reykhólahreppi og jarðanna Hróðnýjarstaða og Sól­ heima í Dalabyggð. Um er að ræða stefnu um iðnaðarsvæði þar sem áformað hefur verið að reisa vind­ myllur til raforkuframleiðslu með allt að 89 MW uppsettu afli í landi Garpsdals, 130 MW í landi Hróð­ nýjarstaða og 150 MW í landi Sól­ heima. Skipulagsstofnun hafði við vinnslu og afgreiðslu skipulags­ tillagnanna ítrekað bent sveitarfé­ lögunum á tiltekin atriði sem bæta þyrfti úr, til að unnt væri að stað­ festa aðalskipulagsbreytingarnar, sem sveitarfélögin féllust ekki á. Í frétt á vef Skipulagsstofnun­ ar um málið segir að í desember síðastliðnum hafi Skipulagsstofn­ un vísað afgreiðslu aðalskipulags­ breytinganna til innviðaráðherra til ákvörðunar um staðfestingu, en stofnunin taldi að synja bæri stað­ festingu aðalskipulagsbreyting­ anna þar sem efni og framsetning þeirra samræmdist ekki lögum um verndar­ og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Í greinargerð Skipulags­ stofnunar til ráðherra kom fram að áformuð vindorkuver falla und­ ir lög nr. 48/2011 og að verndar­ og nýtingaráætlun (rammaáætlun) er bindandi við gerð skipulagsáætl­ ana skv. 7. gr. laganna. Stofnunin benti á að í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 48/2011 kemur fram að virkjunar­ kostir sem rammaáætlun tekur til og hefur ekki verið tekin afstaða til í gildandi rammaáætlun skulu lúta sömu reglum og virkjunarkostir í biðflokki áætlunarinnar. Umrædd­ ir virkjanakostir eru ekki í gild­ andi rammaáætlun. Jafnframt var í greinargerð Skipulagsstofnun­ ar beint á að samkvæmt skipulags­ reglugerð skulu svæði í biðflokki rammaáætlunar skilgreind sem varúðarsvæði í aðalskipulagi, sbr. ákvæði n­liðar gr. 4.3.1. og gr. 4.5.3 reglugerðarinnar um sam­ ræmi skipulags og rammaáætlun­ ar og framsetningu skipulagsupp­ drátta. Í ákvörðun innviðaráðherra er tekið undir það með Skipulagsstofn­ un að skilgreining iðnaðarsvæðis án takmarkana samræmist ekki 5. gr. laga nr. 48/2011 sbr. einnig n­lið gr. 4.3.1 og gr. 4.5.3 í skipulags­ reglugerð. Einnig að forsenda þess að unnt sé að staðfesta aðal­ skipulagsbreytingarnar sé að fyrir­ huguð iðnaðarsvæði séu skilgreind sem varúðarsvæði í aðalskipulagi. „Ákvörðun ráðherra, dags. 5. apríl 2022, var því að synja staðfestingu á umræddum breytingum á aðal­ skipulagi Reykhólahrepps og Dala­ byggðar.“ mm Innviðaráðherra synjar staðfestingu aðalskipulags­ breytinga um vindorkuver

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.