Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202226
Á þriðjudag í liðinni viku stóð
atvinnu, markaðs og menn
ingarnefnd Borgarbyggðar fyr
ir þingi um atvinnumál. Markmið
þingsins var að skapa vettvang fyr
ir fólk úr atvinnulífinu og áhuga
fólk um atvinnulíf í sveitarfélaginu
til að fræðast um viðfangsefnið.
Gestum gafst tækifæri til þess að
hlýða á nokkur erindi sem fjölluðu
beint og óbeint um atvinnumál í
Borgar byggð, fá innsýn í það sem
er í gangi og snertir m.a. nýsköpun
og menntun ásamt því að velta fyr
ir sér framtíðarsýninni og atvinnu
tækifærum á landsbyggðinni. Þing
haldinu lauk með pallborðsum
ræðum og spurningum var svarað
úr sal, en pallborðinu stýrði Bárð
ur Örn Gunnarsson frá Hvanneyri.
Kynnir á málþinginu var Þórdís Sif
Sigurðardóttir sveitarstjóri.
Þingið var tekið upp og er hægt
að nálgast upptöku af því á vefsíðu
Borgarbyggðar.
mm
Verkalýðsfélags Akraness stóð fyr
ir dagskrá á sunnudaginn í tilefni
1. maí. Kröfuganga fór í fylgd lög
reglu frá nýjum skrifstofum VLFA
að Þjóðbraut 1, gengið út Þjóð
braut og til baka eftir Dalbraut,
en samkoman fór fram í sal Félags
eldri borgara. Trommusveit tón
listarskólans sló taktinn. Með
al dagskrárliða var ræða Vilhjálms
Birgissonar formanns VLFA og
kórsöngur Yms undir stjórn Sigríð
ar Elliðadóttur. Kaffiveitingar voru
í boði en það var Línudanshópur
Feban sem að þessu sinni fékk það
verkefni að reiða fram veitingar,
sem sannarlega voru afar glæsi
legar. Verkalýðsfélagið bauð einnig
börnum í bíó. Skemmst er frá því
að segja að fullpantað var á báðar
sýningarnar í Bíóhöllinni.
mm
Síðastliðinn mánudag var Faxatorgi
á Akranesi lokað fyrir allri umferð.
Ætlunin er að lokunin standi yfir í
um það bil tvær vikur. Þetta kem
ur fram á vefsíðu Akraneskaup
staðar en þar kemur fram að þetta
er gert vegna frágangs á hring
torginu. Lokun hefur talsverð áhrif
á umferð um hluta bæjarins og því
þurfa vegfarendur að skipuleggja
ferðir sínar með tilliti til þessa.
Hjáleiðir fyrir akandi vegfarend
ur verða eftirfarandi:
Fyrir þá sem aka austur Skaga
braut er hjáleið um Jaðarsbraut upp
Höfðabraut / Skarð að Garðabraut.
Akandi vegfarendur á leið norð
ur Kirkjubraut og á leið austur um
vestari hluta Stillholts, eru beðnir
um að fara Kalmansbraut og Esju
braut. Hægt verður að nýta Dal
braut sem hjáleið einnig, en greið
færara verður að fara um Kalmans
braut og Esjubraut.
Vegfarendur á leið niður Þjóð
braut fara í vestur um Esjubraut frá
Esjutorgi eða í austur um Innnes
veg.
Akandi vegfarendur á leið um
Garðabraut í vestur hafa hjáleið um
Skarðsbraut að Innnesvegi og um
Höfðabraut / Skarð um Jaðarsbraut
að Faxabraut og eða Skagabraut.
Akandi vegfarendur á leið um
Faxabraut frá hafnarsvæðinu hafa
hjáleið um Jaðarsbraut um Höfða
braut / Skarð að Garðabraut eða
um Jaðarsbraut að Skagabraut.
Gangandi og hjólandi vegfar
endur komast um svæðið, en gæta
verður varúðar og vera í fjarlægð
frá vinnusvæðinu.
Það hefur mikil áhrif á umferð
að loka Faxatorgi. Íbúar eru hvattir
til að skipuleggja ferðir sínar með
þeim hætti að umferð gangi samt
sem áður greiðlega á þeim götum
sem greiðfært er um.
vaks
Dagskrá 1. maí á Snæfellsnesi var
með hefðbundnu sniði. Í Grunda
firði var Garðar Svansson kynn
ir og Arna Jakobína Björnsdóttir
formaður Kjalar hélt ræðu. Katrín
Halldóra Sigurðardóttir leik og
söngkona söng svo nokkur falleg
lög við undirleik Tómasar Jóns
sonar. Það voru svo ungar og upp
rennandi stúlkur úr Tónlistarskóla
Grundarfjarðar sem skemmtu gest
um með söng og píanóleik. tfk
Í síðustu viku var Styrmir Gísla
son bóndi á Kötlulandi, við Reyk
hóla, að hræra upp í áburðarkjallara
í fjárhúsunum hjá sér. Með honum
voru tveir nágrannar hans, Tómas
bóndi á Reykhólum og Gúst
af Jökull bóndi á Miðjanesi, en frá
þessu atviki er greint á vef Reyk
hólahrepps.
Þegar hrært er í skít, ekki síst á
þessum árstíma, losnar lífgas, met
an og brennisteinsvetni sem mynd
ast við gerjun í taðinu. Þess vegna er
afar mikilvægt að loftræsta vel þar
sem verið er að hræra. Þennan dag
var mjög gott veður og stillt þannig
að þótt opið væri í gegnum húsin
var lítil hreyfing á loftinu. Styrmir
var inni í húsunum að fylgjast með,
en það þarf að færa hræruna af og
til svo að allt hrærist upp. Allt í einu
fær hann aðsvif og það næsta sem
hann man er að þeir Tumi og Gústi
eru að stumra yfir honum úti á
hlaði. Þeir höfðu litið inn í húsin og
sáu hann liggja hreyfingarlausan og
áttuðu sig strax á hvað væri á seyði.
Oft er það svo að bændur eru
einir að vinna við að tæma úr haug
geymslum, og þá er brýnt að hafa
í huga að enginn Gústi eða Tumi
er til að drösla mönnum út. Styrm
ir jafnaði sig sem betur fer fljótt, en
fékk skurði og mar í andlit við fall
ið.
vaks/ Ljósm. sm
Akraneskaupstaður og Knatt
spyrnufélag ÍA undirrituðu nýj
an samstarfssamning um Norð
urálsmótið til fimm ára síðast
liðinn sunnudag á Jaðarsbökkum,
skömmu fyrir leik ÍA og Víkings
í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Með þessum nýja samningi er lagð
ur grundvöllur að áframhaldandi
stuðningi bæjarfélagsins við mótið
í formi afnota af mannvirkjum og
opnum svæðum auk styrkveitingar
til Knattspyrnufélags ÍA. Gert
er ráð fyrir um tvö þúsund þátt
takendum á hverju ári á mótið.
Fram kemur á FB síðu félagsins
að það sé markmið samningsaðila
að mótið laði að þúsundir annarra
gesta til bæjarins og verði þannig
góð kynning fyrir bæjarfélagið og
knattspyrnuna á Akranesi. vaks
Þeir sem voru mættir á leik Skaga
manna og Víkings í Bestu deild
karla í knattspyrnu 24. apríl síð
astliðinn tóku vafalaust eftir nýrri
rödd sem ómaði um völlinn. Hana
átti enginn annar en Örn Arnar
son sem er liðsmaður og einn af
forsprökkum ÍATV þar sem vönd
uð vinnubrögð og fagmennska eru
í fyrirrúmi og hægt er að taka und
ir. Örn tók þarna formlega við starfi
vallarþuls og við keflinu af Pétri
Ottesen sem sinnti þessu mikilvæga
starfi frá árinu 1995 til ársins 2021,
eða í alls 26 ár. Það er því ljóst hvað
bíður Arnar næsta aldarfjórðunginn
eða svo. Á síðu ÍATV er Erni ósk
að til hamingju með vegtylluna og
Pétri fráfarandi vallarþuli þakkað
fyrir frábær störf.
vaks
Atvinnumálaþing fór
fram í Borgarnesi
Baráttu og hátíðarfundur
á Akranesi
Nemendur úr tónlistarskólanum
syngja fyrir gesti samkomunnar.
Fyrsti maí í Grundarfirði
Faxatorgi lokað á ný
Fékk aðsvif við að hræra í skít
Nýr samstarfssamningur
um Norðurálsmótið á Akranesi
Örn Arnarson er nýr vallarþulur á Akranesvelli. Ljósm. vaks
Nýr vallarþulur á Akranesvelli