Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202226 Á þriðjudag í liðinni viku stóð atvinnu­, markaðs­ og menn­ ingarnefnd Borgarbyggðar fyr­ ir þingi um atvinnumál. Markmið þingsins var að skapa vettvang fyr­ ir fólk úr atvinnulífinu og áhuga­ fólk um atvinnulíf í sveitarfélaginu til að fræðast um viðfangsefnið. Gestum gafst tækifæri til þess að hlýða á nokkur erindi sem fjölluðu beint og óbeint um atvinnumál í Borgar byggð, fá innsýn í það sem er í gangi og snertir m.a. nýsköpun og menntun ásamt því að velta fyr­ ir sér framtíðarsýninni og atvinnu­ tækifærum á landsbyggðinni. Þing­ haldinu lauk með pallborðsum­ ræðum og spurningum var svarað úr sal, en pallborðinu stýrði Bárð­ ur Örn Gunnarsson frá Hvanneyri. Kynnir á málþinginu var Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri. Þingið var tekið upp og er hægt að nálgast upptöku af því á vefsíðu Borgarbyggðar. mm Verkalýðsfélags Akraness stóð fyr­ ir dagskrá á sunnudaginn í tilefni 1. maí. Kröfuganga fór í fylgd lög­ reglu frá nýjum skrifstofum VLFA að Þjóðbraut 1, gengið út Þjóð­ braut og til baka eftir Dalbraut, en samkoman fór fram í sal Félags eldri borgara. Trommusveit tón­ listarskólans sló taktinn. Með­ al dagskrárliða var ræða Vilhjálms Birgissonar formanns VLFA og kórsöngur Yms undir stjórn Sigríð­ ar Elliðadóttur. Kaffiveitingar voru í boði en það var Línudanshópur Feban sem að þessu sinni fékk það verkefni að reiða fram veitingar, sem sannarlega voru afar glæsi­ legar. Verkalýðsfélagið bauð einnig börnum í bíó. Skemmst er frá því að segja að fullpantað var á báðar sýningarnar í Bíóhöllinni. mm Síðastliðinn mánudag var Faxatorgi á Akranesi lokað fyrir allri umferð. Ætlunin er að lokunin standi yfir í um það bil tvær vikur. Þetta kem­ ur fram á vefsíðu Akraneskaup­ staðar en þar kemur fram að þetta er gert vegna frágangs á hring­ torginu. Lokun hefur talsverð áhrif á umferð um hluta bæjarins og því þurfa vegfarendur að skipuleggja ferðir sínar með tilliti til þessa. Hjáleiðir fyrir akandi vegfarend­ ur verða eftirfarandi: Fyrir þá sem aka austur Skaga­ braut er hjáleið um Jaðarsbraut upp Höfðabraut / Skarð að Garðabraut. Akandi vegfarendur á leið norð­ ur Kirkjubraut og á leið austur um vestari hluta Stillholts, eru beðnir um að fara Kalmansbraut og Esju­ braut. Hægt verður að nýta Dal­ braut sem hjáleið einnig, en greið­ færara verður að fara um Kalmans­ braut og Esjubraut. Vegfarendur á leið niður Þjóð­ braut fara í vestur um Esjubraut frá Esjutorgi eða í austur um Innnes­ veg. Akandi vegfarendur á leið um Garðabraut í vestur hafa hjáleið um Skarðsbraut að Innnesvegi og um Höfðabraut / Skarð um Jaðarsbraut að Faxabraut og eða Skagabraut. Akandi vegfarendur á leið um Faxabraut frá hafnarsvæðinu hafa hjáleið um Jaðarsbraut um Höfða­ braut / Skarð að Garðabraut eða um Jaðarsbraut að Skagabraut. Gangandi­ og hjólandi vegfar­ endur komast um svæðið, en gæta verður varúðar og vera í fjarlægð frá vinnusvæðinu. Það hefur mikil áhrif á umferð að loka Faxatorgi. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja ferðir sínar með þeim hætti að umferð gangi samt sem áður greiðlega á þeim götum sem greiðfært er um. vaks Dagskrá 1. maí á Snæfellsnesi var með hefðbundnu sniði. Í Grunda­ firði var Garðar Svansson kynn­ ir og Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar hélt ræðu. Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik­ og söngkona söng svo nokkur falleg lög við undirleik Tómasar Jóns­ sonar. Það voru svo ungar og upp­ rennandi stúlkur úr Tónlistarskóla Grundarfjarðar sem skemmtu gest­ um með söng og píanóleik. tfk Í síðustu viku var Styrmir Gísla­ son bóndi á Kötlulandi, við Reyk­ hóla, að hræra upp í áburðarkjallara í fjárhúsunum hjá sér. Með honum voru tveir nágrannar hans, Tómas bóndi á Reykhólum og Gúst­ af Jökull bóndi á Miðjanesi, en frá þessu atviki er greint á vef Reyk­ hólahrepps. Þegar hrært er í skít, ekki síst á þessum árstíma, losnar lífgas, met­ an og brennisteinsvetni sem mynd­ ast við gerjun í taðinu. Þess vegna er afar mikilvægt að loftræsta vel þar sem verið er að hræra. Þennan dag var mjög gott veður og stillt þannig að þótt opið væri í gegnum húsin var lítil hreyfing á loftinu. Styrmir var inni í húsunum að fylgjast með, en það þarf að færa hræruna af og til svo að allt hrærist upp. Allt í einu fær hann aðsvif og það næsta sem hann man er að þeir Tumi og Gústi eru að stumra yfir honum úti á hlaði. Þeir höfðu litið inn í húsin og sáu hann liggja hreyfingarlausan og áttuðu sig strax á hvað væri á seyði. Oft er það svo að bændur eru einir að vinna við að tæma úr haug­ geymslum, og þá er brýnt að hafa í huga að enginn Gústi eða Tumi er til að drösla mönnum út. Styrm­ ir jafnaði sig sem betur fer fljótt, en fékk skurði og mar í andlit við fall­ ið. vaks/ Ljósm. sm Akraneskaupstaður og Knatt­ spyrnufélag ÍA undirrituðu nýj­ an samstarfssamning um Norð­ urálsmótið til fimm ára síðast­ liðinn sunnudag á Jaðarsbökkum, skömmu fyrir leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Með þessum nýja samningi er lagð­ ur grundvöllur að áframhaldandi stuðningi bæjarfélagsins við mótið í formi afnota af mannvirkjum og opnum svæðum auk styrkveitingar til Knattspyrnufélags ÍA. Gert er ráð fyrir um tvö þúsund þátt­ takendum á hverju ári á mótið. Fram kemur á FB síðu félagsins að það sé markmið samningsaðila að mótið laði að þúsundir annarra gesta til bæjarins og verði þannig góð kynning fyrir bæjarfélagið og knattspyrnuna á Akranesi. vaks Þeir sem voru mættir á leik Skaga­ manna og Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu 24. apríl síð­ astliðinn tóku vafalaust eftir nýrri rödd sem ómaði um völlinn. Hana átti enginn annar en Örn Arnar­ son sem er liðsmaður og einn af forsprökkum ÍATV þar sem vönd­ uð vinnubrögð og fagmennska eru í fyrirrúmi og hægt er að taka und­ ir. Örn tók þarna formlega við starfi vallarþuls og við keflinu af Pétri Ottesen sem sinnti þessu mikilvæga starfi frá árinu 1995 til ársins 2021, eða í alls 26 ár. Það er því ljóst hvað bíður Arnar næsta aldarfjórðunginn eða svo. Á síðu ÍATV er Erni ósk­ að til hamingju með vegtylluna og Pétri fráfarandi vallarþuli þakkað fyrir frábær störf. vaks Atvinnumálaþing fór fram í Borgarnesi Baráttu­ og hátíðarfundur á Akranesi Nemendur úr tónlistarskólanum syngja fyrir gesti samkomunnar. Fyrsti maí í Grundarfirði Faxatorgi lokað á ný Fékk aðsvif við að hræra í skít Nýr samstarfssamningur um Norðurálsmótið á Akranesi Örn Arnarson er nýr vallarþulur á Akranesvelli. Ljósm. vaks Nýr vallarþulur á Akranesvelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.