Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 15
Vinstri Græn í
Borgarbyggð
ætla að:
Göngum lengra
XV
14. maí
• Gera átak í uppbyggingu hverfa í Borgarbyggð
• Standa vörð um leik- og grunnskólana í
sveitarfélaginu
• Auka stuðning við nýsköpun í sveitarfélaginu
• Nýta tækifærin í Brákarey og ákvarða nýtt
skipulag út frá samráði við íbúa
• Halda áfram með uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja og skólahúsnæðis og efla
fjölbreytt tómstundastarf
Kynntu þér málin okkar: x22.vg.is
facebook.com/vinstrigraenborgarbyggd
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Ársþing Íþróttabandalags Akraness
var haldið mánudaginn 25. apr
íl í Tónbergi. Að sögn Guðmundu
Ólafsdóttur framkvæmdastjóra ÍA
var dagskrá þingsins með hefð
bundnu sniði og samkvæmt lögum.
Marella Steinsdóttir formaður setti
þingið og fór yfir ársskýrslu Íþrótta
bandalagsins. Erla Ösp Lárus dóttir
gjaldkeri fór yfir reikninga þess, en
bandalagið skilaði rúmlega fimm
milljóna króna hagnaði sem skýrist
mest af skertri starfsemi síðasta árs
og að ekki reyndist unnt að halda
þá fyrirlestra og þá fræðslu sem
áætluð hafði verið.
ÞÞÞ hlaut fyrstu samfé
lagsviðurkenninguna
Gestir ávörpuðu þingið. Andri
Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ
flutti kveðjur frá ÍSÍ, Bára Daða
dóttir formaður skóla og frí
stundaráðs Akraneskaupstaðar og
Guðmunda Ólafsdóttir flutti kveðj
ur frá UMFÍ. Ellefu manns fengu
afhent bandalagsmerki. Í fyrsta
skipti var afhent samfélagsviður
kenning, er það viðurkenning og
þakkir til fyrirtækis sem styður
vel við bakið á íþróttafélögum og
Íþróttabandalaginu. Fyrsta fyrir
tækið sem tók við þessari þakkar
viðurkenningu var ÞÞÞ sem hef
ur í áraraðir stutt vel og dyggilega
við bakið á íþróttalífi á Akranesi og
eins við Íþróttabandalagið sjálft.
Stjórn ÍA tók ákvörðun um að hafa
þetta árlegt og að eitt fyrirtæki á ári
væri verðlaunað.
Nýr formaður
Stjórn ÍA tók breytingum á árs
þinginu þar sem Marella Steins
dóttir gaf ekki kost á sér til áfram
haldandi formannssetu. Marellu
var þakkað allt samstarf sem for
maður. Hún gaf kost á sér í setu
varastjórnar ÍA og var kjörin í hana.
Hrönn Ríkharðsdóttir, sitjandi
varaformaður, bauð sig fram og
var hún kjörin formaður með lófa
klappi. Emelía Halldórsdóttir var
kjörin varaformaður, einnig með
lófaklappi, en aðrir í stjórn voru
kjörin: Erla Ösp Lárusdóttir, Heið
ar Mar Björnsson og Gyða Björk
Bergþórsdóttir. Gísli Karlsson og
Líf Lárusdóttir gáfu ekki kost á
sér til áframhaldandi starfa og var
þeim þakkað fyrir störf í þágu ÍA.
Varastjórn skipa: Trausti Gylfa
son og Marella Steinsdóttir. Undir
liðnum önnur mál tók Sævar Freyr
Þráinsson, bæjarstjóri til máls.
Ellefu fengu
bandalagsmerki
Bandalagsmerki ÍA fengu: Drífa
Harðardóttir, Garðar Jónsson,
Hörður Harðarson, Guðmundur
Egill Ragnarsson, Inga Ósk Jóns
dóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir,
Kristvin Bjarnason, Olga Magnús
dóttir, Ólöf Húnfjörð Samúelsdótt
ir, Samúel Guðmundsson og Viktor
Elvar Viktorsson. mm
Fréttir frá ársþingi Íþróttabandalags Akraness
Ellefu hlutu bandalagsmerki ÍA. Hér
tekur Garðar Jónsson við því og blóm-
um frá Marellu.
Þórður Þ Þórðarson tók við samfélagsviðurkenningu ÍA fyrir hönd ÞÞÞ.
Marella Steinsdóttir og Hrönn Rík-
harðsdóttir, sem nú er tekin við sem
formaður stjórnar ÍA.