Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 27 Dagur í lífi... Nafn: Davíð Magnússon Fjölskylduhagir/búseta: Trúlof­ aður Guðbjörg Soffíu Finsen og búum við í einu svefnherbergi í húsi tengdaforeldra minna þangað til að húsið sem við erum að byggja í þarnæstu götu verður tilbúið. Starfsheiti/fyrirtæki: Fram­ kvæmdastjóri og einn af tveimur eigendum Smiðjunnar Fönix ehf. Áhugamál: Hef mikinn áhuga á að standa mig vel í þeim verkefn­ um sem ég tek að mér og skil milli vinnu og frítíma eru ekki mjög aug­ ljós. En mér finnst ekki leiðinlegt að horfa á formúlu 1 og fótbolta, spila pílu og tölvuleiki. Dagurinn: 28. apríl 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð­ ir? Vaknaði klukkan 06:45 og fór í sturtu, ekkert snús þennan morgun­ inn. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Guðbjörg spældi egg fyrir okkur sem ég borðaði með bestu lyst. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Lagði af stað klukkan 7:30, ég fór á bílnum mínum. Fyrstu verk í vinnunni? Hitti strákana í smiðjunni og opnaði svo verslunina sem við rekum samhliða, fattaði þá að ég gleymdi varahlut heima svo ég þurfti að hringja í vin og biðja hann um að brjótast inn heima og sækja varahlutinn. Hann fór inn um bílskúrshurðina og fyrsta sem hann rekst á er hundaskítur sem aldraður hundurinn hafði skil­ ið eftir um nóttina. Skemmtilegt að það þurfti að gerast akkúrat á þess­ um degi. Hvað varstu að gera klukkan 10? Milli þess að vera að afgreiða í búð­ inni og sinna daglegum störfum þá kom í ljós að þessi varahlutur sem ég gleymdi passaði ekki svo ég fór í að reyna redda honum vestur sem fyrst úr Reykjavík. Hvað gerðirðu í hádeginu? Tók hádegið aðeins fyrr og fór inn í Grundarfjörð og ferjaði einangrun­ ina sem var í geymslu upp á lóð með föður mínum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Fékk sama vin og fyrr um morgun­ inn til að fara inn í bíl í Grundarfirði og ná í varahlutinn sem var kominn vestur. Hann kom með hann upp úr tvö og þá kom í ljós að hann pass­ aði ekki heldur, back to square one. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Kláruðum daginn á að gera To­Do lista fyrir morgundaginn og fórum heim um klukkan 18:15. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Kíkti á sökkulinn og sá að það var búið að klára að einangra hann, fór svo heim og Ísabella dóttir mín kíkti í heimsókn. Hvað var í kvöldmat og hver eld­ aði? Ég grillaði hamborgara fyrir mig og Ísabellu, Guðbjörg fékk sér eitthvað hollustufæði. Hvernig var kvöldið? Fór á tæp­ lega fjögurra tíma fund með fram­ boðslista D og óháðra. Hvenær fórstu að sofa? Fór að sofa um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Hugsaði með mér hversu stórkost­ legur dagur þetta væri. Gaman að takast á við mismunandi áskoranir á hverjum degi og umgangast duglegt og hjálpsamt fólk. Hvað stendur upp úr eft­ ir daginn? Þetta var mjög áhuga­ verður dagur, það sem stendur helst upp úr er spenningurinn við það að halda áfram að byggja húsið okkar. Það er búið að vera stopp í smá tíma en það er komið af stað núna. Eitthvað að lokum? Time flies when you’re having fun. Framkvæmdastjóra á Hellissandi Borgarbyggð er landstórt sveitar­ félag sem býður uppá breytilega búsetumöguleika. Innan Borgar­ byggðar eru misstórir þéttbýl­ iskjarnar, hefðbundnir sveitabæir, smá býli og sumarhús þar sem fólk dvelur til lengri og skemmri tíma. Þessi fjölbreytni í búsetumöguleik­ um býður uppá breytt val fyrir þá sem hafa hug á að setjast hér að og er einn af helstu styrkleikum okkar góða sveitarfélags. Þrátt fyrir það er þessi þróun einnig ein helsta áskor­ un sveitarstjórnar m.a. í því sam­ hengi hvar eigi að heimila þéttbýli í dreifbýlinu og hvernig skuli fara með skipulagsvaldið við þessa þró­ un byggðar því sveitarfélaginu ber að veita lögbundna þjónustu á sem jafnastan og bestan hátt. Borgarbyggð er einnig sérstakt samfélag að því leyti að hér tvö­ faldast íbúafjöldi yfir sumartímann sem veldur álagi á innviði og gerir það erfitt að ná utan um nákvæma þjónustuþörf. Stórar sumarhúsa­ byggðir eru innan sveitarfélagsins og hafa þær þróast í gegnum árin úr því að vera eingöngu sumarhús yfir í að vera heilsárshús. Þetta veltir upp þeirri spurningu hvort ekki séu tækifæri fólgin í því fyrir sveitarfé­ lagið að heimila búsetu í sumarhús­ um sveitarfélagsins. Þannig má með auðveldari hætti ná utan um það hversu margir raunverulega búa í sveitarfélaginu allt árið, við fáum útsvarstekjur frá þessum íbúum og munum mögulega bæta nýtingu á þeirri þjónustu sem þegar er veitt um allt sveitarfélagið eins og t.d. skólastarf, skólaakstur, sorphirðu o.fl. þjónustuþætti sem sveitarfélag­ ið sinnir nú þegar um allt sveitar­ félagið. Fjölgun íbúa með þess­ um hætti ætti því að bæta nýtingu á þessum þjónustuliðum ef vel tekst til þar sem t.d. fjölgar í skólabílum sem þegar eru keyrðir um svæðið, fjölgar í starfstöðvum skólanna sem þegar eru reknar og svona er hægt að halda áfram. Ég tel því rétt að skoða vandlega kosti þess og galla að leyfa búsetu í sumarhúsum því ef vel tekst til, þá gætum við séð töluverða íbúafjölgun í dreifbýli Borgarbyggð­ ar sem mundi styrkja skólastofnan­ irnar og aðra þjónustu sem miðuð er við íbúafjölda t.d. heilbrigðis­ þjónustu ásamt því að auka tekjur sveitarfélagsins. Ægifögur náttúra ásamt mörgum af helstu náttúruperlum Íslands ger­ ir það að verkum að ferðaþjónusta hefur byggst hér upp í mjög langan tíma. Uppbygging ferðaþjónustu í Borgarfirði hófst með uppbyggingu í kringum laxveiði þar sem t.d. er vitað um enska stangveiðimenn í Grímsá um 1862. Þjónustu við ferðalanga á leið í gegnum héraðið á sér langa sögu enda liggja þjóð­ brautir norður og vestur um sveitar­ félagið. Þannig var Húsafell við­ komustaður ferðamanna fyrr á öld­ um eins og enn í dag, þegar þjóð­ leið milli Norður­ og Suðurlands lá um Arnavatnsheiði, reglulegar sigl­ ingar til Borgar ness hófust 1897 og síðan þá hefur þjónusta við ferða­ menn verið ein af aðalatvinnugrein­ um Borgarness. Á seinni árum hef­ ur orðið mikil uppbygging á hót­ elum og gististöðum, uppbygging verið við náttúruperlur og ýmis afþreyingarferðaþjónustu byggst upp á hinum ýmsu stöðum innan sveitarfélagsins. Fá svæði á Íslandi búa yfir eins ríkum sagnaarfi eins og Borgarfjörður og hefur bæði Land­ námssetur og Snorrastofa byggst upp í kringum sögu héraðsins. Ferðaþjónustan í Borgarbyggð hef­ ur einungis nýtt lítinn hluta af þeim tækifærum sem liggja í Borgarbyggð og bíða eftir að verða nýtt. Við Sjálfstæðismenn munum leggja okk­ ur fram um að styðja eins og kostur er við að ferðaþjónustan blómstri í sveitarfélaginu. Í Borgarbyggð er gróskumikill landbúnaður en þrátt fyrir það er enn mikið af ónýttu eða lítið nýttu landbúnaðar landi innan sveitar­ félagsins. Nægt heitt vatn er víða að finna þar sem m.a. hefur byggst upp talsverð ylrækt. Þessi landgæði ásamt nálægð við aðalmarkað lands­ ins gerir það að verkun að Borg­ arbyggð er góður kostur til mat­ vælaframleiðslu og ef rétt er á spil­ um haldið þá getur matvæla fram­ leiðsla eflst mikið innan sveitarfé­ lagsins á næstu árum. Innan sveitar­ félagsins er einnig mikið af ónýtt­ um möguleikum til skógræktar og endurheimts votlendis án þess að það komi niður á annarri starfsemi. Borgarbyggð býr vel að því að vera í nálægð við stór atvinnusvæði eins og Grundartangasvæðið og höf­ uðborgarsvæðið. Þessi nálægð skap­ ar tækifæri fyrir íbúa Borgarbyggð­ ar að sækja vinnu og afþreyingu en jafnframt búa í fallegu og kyrr­ látu sveitarfélagi og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða. Breytt­ ir atvinnuhættir með t.d. störfum án staðsetninga gerir Borgarbyggð að góðum valkosti fyrir fólk að setj­ ast að í og hafa samt gott aðgengi að höfuðborgarsvæðinu. Nálægð Borgarbyggðar við helsta markaðs­ svæði landsins gerir það að verk­ um að sveitarfélagið hentar vel fyrir ýmsan iðnað þar sem gott aðgengi að markaði er lykilatriði. Það er því góður kostur fyrir framleiðslufyrir­ tæki að velja sér stað í Borgarbyggð. Við sjálfstæðismenn munum leggja áherslu á að byggt verði á þessum styrkleikum sveitarfélagsins m.a. með því að koma á starfi atvinnu­ málafulltrúa sem mun hafa það hlut­ verk að auka til muna samskipti við atvinnulífið bæði núverandi og þá aðila sem eru að velta fyrir sér að hefja starfsemi í sveitarfélaginu. Í Borgarbyggð eru öll skólastig frá 12 mánaða aldri upp í dokt­ orsnám sem er einstakt í tæplega 4000 manna samfélagi og má því með sanni segja að mennta starf­ semi sé stóriðja og fjöregg sveitar­ félagsins. Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að þessu fjöreggi og að þessar menntastofnanir vaxi, þróist og dafni í samfélaginu. Staðsetn­ ing starfsstöðva leik­ og grunnskóla þurfa á hverjum tíma að taka mið af þörfum samfélagsins sem getur ver­ ið breytilegar eftir því sem byggð og samfélag þróast og við því þarf að bregðast á hverjum tíma með hags­ muni samfélagsins að leiðarljósi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum sjá háskólana dafna og styrkjast og ætl­ um að efla og bæta starf í leik­ og grunnskólum sveitarfélagsins og að taka þátt í að þeir þróist eftir þörf­ um samfélagsins á hverjum tíma og hverjum stað. Borgarbyggð er framarlega þegar kemur að umhverfismálum. Frá­ rennslismálin eru í góðu lagi með nýlegum hreinsistöðvum á helstu þéttbýlisstöðunum, Borgarnesi, Hvanneyri, Reykholti, Varmalandi og Bifröst. Sorp er sótt á öll heim­ ili í sveitarfélaginu, sorp er flokkað, búið er að innleiða m.a. brúna tunnu og hirðingu dýrahræja í dreifbýli. Góð vatnsveita er í Borgarnesi og víða til sveita eru vatnsveitur, þó eru til staðir innan sveitarfélagsins sem eru í vandræðum með vatn og því þarf að finna lausn á. En heilt yfir er staðan góð og mun styðja vel við eflingu byggðar sem við í Sjálfstæð­ isflokknum höfum trú á að gerist og ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggð eflist. V i ð frambjóð­ e n d u r Sjálfstæðis­ f l o k k s i n s teljum að það séu all­ ar forsendur fyrir því að íbúar og sveitarfélagið Borgarbyggð hugsi stórt því tækifærin eru í Borgar­ byggð og við í kjörstöðu að nýta þau. Við Sjálfstæðismenn höfum mótað stefnu fyrir helstu málefni sveitarfélagsins fyrir næstu fjög­ ur ár sem mun styðja við samfélag­ ið og vöxt þess. Við ætlum m.a að leggja áherslu á að fjölga bygginga­ lóðum til úthlutunar, byggja íþrótta­ hús í Borgarnesi og bæta húsnæði grunnskóla Borgarfjarðar með nýbyggingu á Kleppjárnsreykjum. Ég hef búið í Borgarbyggð síðustu 24 ár og á þeim tíma hefur sveitar­ félagið stækkað með sameiningum og fjölgun íbúa. Miklar breytingar hafa einnig átt sér stað í atvinnulífi á svæðinu þar sem oft hefur reynt á aðlögunarhæfni samfélagsins. Ég hef mikla trú á Borgar byggð og að samfélagið haldi áfram að þróast og hafi þann sveigjanleika sem það hef­ ur haft í gegnum tíðina. Ég tók ann­ að sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til að leggja mitt af mörkum til að gera góða Borgarbyggð enn betri og til að styðja við og stuðla að því að tækifærin sem liggja hér verði nýtt til hagsbóta fyrir sveitarfélagið og íbúa þess næstu fjögur árin. Ég óska eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórn­ arkosningunum þann 14 maí með því að þið kæru kjósendur í Borgar­ byggð setjið X við D. Sigurður Guðmundsson Höf. skipar 2. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í Borgarbyggð Pennagrein Hugsum stórt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.