Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 33
Pennagrein Pennagrein
Framsókn og frjálsir hafa í stefnu
skrá sinni fyrir komandi sveit
arstjórnarkosningar lagt línurn
ar, hvað varðar Akranes sem staf
rænt sveitarfélag. Okkar markmið
er að vera forystusveitarfélag þegar
kemur að stafrænni umbreytingu í
stofnunum og þjónustu bæjarins.
Stafræn umbreyting er stórt
og jafnframt mikilvægt verkefni
sveitarfélaga. Daglega nýtum við
tæknina til þess að auðvelda okk
ur skrefin og auka hraðann í því
sem við erum að fást við. Tæki
færin sem eru til staðar í stafrænni
umbreytingu eru í raun óteljandi.
Allt gengur þetta út á að hámarka
nýtingu, búa til meira virði og
auka gæði til þess að mæta fram
tíðarkröfum og skapa nýjar leið
ir til þjónustu við íbúa og fyrir
tæki. Það eitt og sér útskýrir af
hverju stafræn umbreyting skiptir
sveitarfélög máli. Við reynum að
tryggja sem bestu mögulegu þjón
ustu til hagsmunaaðila sveitarfé
lagsins, þar sem hraði og gæði eiga
að vera í fyrirrúmi. En væri ekki
tilvalið að tryggja þjónustuna með
auknu gagnsæi og skilvirkni? Gott
dæmi um það er t.d. birting gagna
með fundargerðum bæjarráðs og
bæjarstjórnar. Á þeim fundum eru
teknar ákvarðanir sem hafa mik
il áhrif á innviði og uppbyggingu
sveitarfélagsins. Slík birting eykur
til muna gagnsæi til íbúa og fyrir
tækja. Einnig getum við aukið til
muna sjálfvirkar afgreiðslur, inn
sendingu umsókna og lýðræðislega
þátttöku íbúa til ákvarðanatöku um
uppbyggingu innan samfélagsins.
Hvað hefur verið gert?
Akranes er ekki að stíga sín fyrstu
skref með þessum áherslum en eins
og í öllu er hægt að betrumbæta
mikið. Við erum til að mynda
þátttakendur í samvinnuverkefni
sveitarfélaga um stafræn sveitar
félög. Hefur þar Sævar Freyr bæj
arstjóri gegnt starfi formanns staf
ræns ráðs. Umrætt ráð vinnur
þvert á sveitarfélög í verkefnum við
að leita leiða til bestu mögulegra
tæknilausna með hagkvæmum
kostnaði. Verkefni sem um ræðir
eru t.d. stafræn afgreiðsla umsókna
um fjárhagsaðstoð með hraðvirk
ari og skilvirkari hætti. Í apríl á
þessu ári tók Akraneskaupstaður
upp þetta stafræna umsóknarferli
fjárhagsaðstoðar og núna sækja
þjónustuþegar um fjárhagsaðstoð
í gegnum www.island.is. Önnur
verk efni ráðsins eru skoðun á sam
eiginlegu útboði sveitarfélaga um
leyfismál Microsoft Office 365 og
lausnir sem tengjast skjalavistun
arkerfi og stafrænni umsýslu innan
sveitarfélaga.
Þá hefur Akraneskaupstaður í
samvinnu með Kópavogi og Akur
eyri tekið þátt í þróun smáforrits
(apps) fyrir íbúa Það verkefni hef
ur verið eitt af forgangsverkefn
um sveitarfélagsins í að umbreyta
þjónustu og upplýsingastreymi til
íbúa. Í appinu verður fyrst um sinn
hægt að finna fréttir, tilkynningar
og viðburði ásamt því að stigið er
skref að stafræna sorphirðukort eða
klippikort sem flestir þekkja. Þetta
verkefni er þróunarverkefni og er
markmiðið að bæta inn nýjungum
jafnóðum.
Meðal fleiri verkefna má nefna
samstarf við fyrirtækið Grammart
ek á Akranesi um vélmennið Sæma
sem svarar spurningum á heimasíðu
Akraneskaupstaðar, bæði talandi og
skriflega. Þá verður Akranes einnig
fyrsta sveitarfélagið sem gefur út
stafræna húsnæðisáætlun. Svo má
ekki gleyma þeim ótal mörgu tæki
færum sem myndast með opnun
Breið þróunarfélags.
Hvað svo?
Það er svo margt sem stafræn
umbreyting snertir. Það geta ver
ið skólamál, menningarmál eða
fjármál svo ég nefni nokkur dæmi.
Þetta er ekki bara eitthvað eitt.
Umbreyting er í raun táknræn fyrir
þær nýjungar sem hægt er að fram
kvæma en getur líka verið breyting
á upplifun í þjónustu eða samskipt
um.
Á málefnafundum skólamála
kom skýrt fram að við þurfum að
gera betur í innviðum innan skól
anna okkar. Okkar áherslur eiga að
lyfta þeim málum upp. Við viljum
fjölga og auka framboð tækjabún
aðar innan skólanna en um leið fjár
festa í mannauði skólasamfélagsins
til þess að sækja aukna þekkingu í
að nýta tæknina betur við kennslu.
Hér reynir á að vera framsýnn og
um leið styðja skólasamfélagið við
að sækja fram og vera áfram for
ystuskólar þegar kemur að kennslu
háttum.
Við viljum vissulega halda áfram í
þeim verkefnum sem nefnd eru hér
að ofan en einnig viljum við taka
enn meiri þátt í að efla þjónustustig
bæjarins með því að tryggja auk
ið gagnsæi til íbúa, t.d. með betri
nýtingu kerfa. Í kortasjá bæjarins
er hægt að vera með rauntímakort
fyrir Akranesstrætó, sorphirðu og
snjómokstur en þessir þættir eru
mjög mikilvægir þjónustuliðir fyrir
íbúa og fyrirtæki. Hægt væri síðan
að tengja rauntímakortin við þjón
ustuapp bæjarins sem nefnt var hér
að framan.
Við viljum stuðla að aukinni
lýðræðislegri þátttöku íbúa til
ákvörðunar um uppbyggingu inn
an sveitarfélagsins með því að nota
hugmyndafræði um „Okkar Akra
nes“ þar sem íbúar leggja til hug
myndir í innviðauppbyggingu og
síðan fari fram kosning meðal íbúa
um hvað skuli framkvæma. Við vilj
um setja fram með stafrænum hætti
fjárfestingaáætlun bæjarins um
gatnaframkvæmdir og göngustíga
þar sem forgangsröðun er skýr,
hvað verið sé að fara að lagfæra og
hvaða nýframkvæmdir munu eiga
sér stað. Hér heyrum við brýnt
ákall og því viljum við mæta.
Við viljum efla menningararfleifð
Skagamanna með því að byggja upp
sögugöngur með rafrænum hætti
þar sem hægt væri að fá sögulegan
fróðleik með útivistarmöguleikum
á Akranesi.
Eins og ég sagði, tækifærin eru
óteljandi. Það er okkar að grípa þau
og koma þeim í framkvæmd.
Framtíðin er björt og ég trúi
því að við getum orðið forystu
sveitarfélag í þjónustu við íbúa
og fyrirtækja er varðar stafræna
umbreytingu. Leiðin er skýr og
með réttri hugsun og forgangsröð
un náum við þeim árangri.
Að setja X við B er að setja X við
enn betri stað til að búa á.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir
Höfundur skipar þriðja sæti á lista
Framsóknar og Frjálsra á Akranesi
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14.
maí nk.
Af hverju skiptir
stafræn umbreyting
sveitarfélög máli?
Framundan eru kosningar til sveit
arstjórna. Í Hvalfjarðarsveit munu
fimm af sjö fulltrúum ekki gefa
kost á sér til endurkjörs. Undir
venjulegum kringumstæðum væri
það í lagi, þó aldrei sé gott að ný
sveitarstjórn sé skipuð nánast ein
göngu óvönu fólki. Það tekur tals
verðan tíma að koma sér inn í mál.
En það sem virðist sýnu alvarlegra
er, að fráfarandi sveitarstjórn er að
hlaupast frá vanda sem hún hefur
viðhaldið. Í tilfelli sumra sveitar
stjórnarmanna þá hefur þessi vandi
orðið til á þeirra vakt. Hér er átt við
útsleppi koldíoxíðs, sem er gróður
húsalofttegund, og annarra meng
andi efna frá Grundartanga, svo
sem brennisteins og flúors.
Í kynningu nýs aðalskipulags
fyrir Hvalfjarðarsveit kemur fram
að losun koldíoxíðs frá Elkem og
Norðuráli sé um ein milljón tonna
á ári. Þá er ekki talið með útsleppi
CO2 frá annarri starfsemi á verk
smiðjusvæðinu. Það er ekki heldur
talin með önnur losun koldíoxíðs
frá sveitarfélaginu í heild. Ljóst er
að ein milljón tonna er stór hluti
af heildarlosun þessarar gróður
húsalofttegundar frá Íslandi, skil
greiningaratriði er hversu mik
ið. Hvalfjarðarsveit er hástökkvari
meðal sveitarfélaga landsins í los
un þessarar óheillavænlegu loft
tegundar.
Í kynningu aðalskipulagsins er
getið um mótvægisaðgerð. Hér
verður að skjóta inn þeirri stað
reynd að verkfræðistofan Efla sem
vinnur fyrir sveitarfélagið að gerð
nýja aðalskipulagsins, vinnur líka
fyrir Elkem og Norðurál. Þetta
má sjá á því hvernig verkfræðistof
an nálgast viðfangsefnið. Í henn
ar málflutningi er þetta gríðarlega
magn CO2 varla vandamál, vegna
þess að CO2 má nota í svokall
að rafeldsneyti. Stefnt er að því að
vinna slíkt eldsneyti úr losun verk
smiðjanna tveggja samkvæmt verk
fræðistofunni Eflu og einnig sam
kvæmt upplýsingum frá Þróunar
félagi Grundartanga. Vandinn er
bara sá að tæknin til að framleiða
rafeldsneyti er ekki tilbúin. Sam
kvæmt orðum forstjóra Lands
virkjunar (RÚV 11.4.2022. Þáttur
inn „Svona er þetta“) mun það taka
um það bil tíu ár að fullgera hana.
Það er langur tími þegar litið er
til kapphlaupsins um kolefnishlut
leysi. Þar verður ekki beðið eftir
neinum.
Rafeldsneytislausnin er blekk
ing sem mótvægisaðgerð við CO2
strax. Hún myndi kannski geta
orðið að veruleika upp úr 2030 ef
vel gengur að þróa hana. Allir geta
reiknað hversu mikil losun CO2 frá
Elkem og Norðuráli verður þangað
til, sé ekkert að gert.
Það er ótrúlegt ef fráfarandi full
trúar í sveitarstjórn ætla nýjum full
trúum að glíma við þennan vanda.
Kannski hafa þau ekki áttað sig
á hvað þau eru að skilja eftir sig.
Kannski vita þau sem eru að gefa
kost á sér til setu í sveitarstjórn ekki
af þessu. Hvort tveggja er alvarlegt.
Það er mikilvægt að bæði fráfar
andi fulltrúar í sveitarstjórn og þau
sem gefa kost á sér í þá næstu, stigi
fram og útskýri hvaða mótvægis
aðgerðir þau leggja til þannig að
koma megi böndum á losun CO2
strax. Allir sem búa í sveitarfélaginu
eiga rétt á að vita það, já allir sem
búa á landinu. Það er ekki einkamál
neins að spilla umhverfinu.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir.
Kolefnis
spor Hval
fjarðarsveitar
www.skessuhorn.is