Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 35 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sól­ arhringinn á netmiðlum. Sím­ ar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okk­ ar og sífellt bætast við nýjar leið­ ir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsár­ um sínum. Sjálfur er ég 45 ára og ólst upp við sveitasíma fyrstu ár ævinnar en svo tók sjálfvirki sím­ inn við, og við þekkjum fram­ haldið. Breytingarnar eru ótrúlega miklar á ekki lengri tíma. Þó svo að meirihluti eldra fólks eigi tölv­ ur eða snjalltæki og noti reglulega þá upplifa sum þeirra aukna ein­ angrun meðal annars vegna þessara samfélagsbreytinga. Sumt eldra fólk getur ekki nýtt tæknina eða þá möguleika sem henni fylgja og verður þá af afþreyingu, samskipt­ um við fjölskyldu og vini og get­ ur ekki nýtt sér þá þjónustu sem möguleg er á netinu. Ný námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa, höf­ um við í félags­ og vinnumarkaðs­ ráðuneytinu undirritað samninga við átta fræðsluaðila um allt land um kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk. Markhópurinn er fólk eldra en 60 ára sem vill þiggja nám­ skeið í tæknilæsi á snjalltæki, eins og spjaldtölvur og snjallsíma. Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar eldra fólki að nýta sér þjón­ ustu og rafræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notk­ un á þjónustusíðum. Námskeiðin fela þannig í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nota þau, heima­ banka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvu­ pósti og önnur rafræn samskipti. Námskeiðin verða haldin víða og í hverjum landshluta. Gengið hefur verið frá samningi við Símenntun­ armiðstöð Vesturlands sem mun bjóða námskeiðin. Drögum úr einangrun eldra fólks Ekkert kemur í staðinn fyrir bein samskipti við fólk, en nútímasam­ félag býður upp á svo marga fleiri og gefandi samskiptamáta, auk allr­ ar þeirrar þjónustu, frétta og fróð­ leiks sem hægt er að sækja með nýrri tækni, og geta létt okkur lífið. Það er mikilvægt að draga úr ein­ angrun og einmanaleika fólks og ég hvet fólk eindregið til að nýta sér þessa þjónustu til að öðlast meiri færni á tækniöld nútímasamfélags. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin og hvernig við getum lært af þessu verkefni til að draga enn frekar úr félagslegri einangrun eldra fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höf. er félags- og vinnumarkaðs- ráðherra. Frá sveitasíma til snjalltækis Nú er farinn í hönd sá tími þegar lausagöngukettir byrja að tína upp unga smáfuglanna, nýkomna úr hreiðri, eða drepa foreldrin, sem í mörgum tilvikum eru nýlega kom­ in um langan veg yfir hafið frá vetr­ arstöðvunum. Fram til þessa, meðan lítið var um bráð, hafa kettirnir látið nægja að skíta í blómabeð, kartöflugarða og í sandkassa fólks (þar sem þá er að finna), en nú sem sagt er vertíð framundan hjá þeim, með blessun og leyfi flestra bæjaryfirvalda og sveitarstjórna í landinu. Húsavík, eða öllu heldur þéttbýli Norður­ þings, er þar undantekning og svo Akureyri frá næstu áramótum. Þeir bæir eiga heiður skilið fyrir að grípa til aðgerða gegn þessum vágesti. Ég bý á Akranesi og hef verið að velta fyrir mér 71. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heim­ ilis og fjölskyldu. Eru þetta orðin tóm, eða skyldi ég hafa rétt á því, að vilja ekki fá kött nágrannans inn um dyr eða glugga íbúðarhússins míns og þaðan allt inn á rúmgafl eða í stofu, eða lóðina kringum húsið mitt, þar sem hann gerir þarfir sín­ ar að vild, án þess að nokkur hreinsi upp eftir hann? Þetta er mun alvarlegri hlutur en fólk gerir sér grein fyrir. Burtséð frá því að kettir skuli vera einu gæludýrin sem fá að ganga laus á Íslandi fara hvert sem þau langar og hvenær sólarhrings sem er, sem út af fyrir sig er alveg stórfurðu­ legt, og hlýtur að vera brot á jafn­ ræðisreglu stjórnarskrárinnar, er athyglisvert að lesa það sem seg­ ir í 56. grein XV. kafla Reglugerð­ ar um hollustuhætti (941/2002) á vef Umhverfisráðuneytisins. Það er svofellt: „Gæludýr skulu þannig haldin að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði.“ Og í 58. gr. segir: „Óheimilt er að halda ketti í fjöleignarhúsum ef katta­ haldið sannanlega veldur eða viðheldur sjúkdómum hjá íbúum.“ Bíðið nú aðeins við. Af hverju er þetta bara óheimilt í fjöleignarhús­ um? Hver er munurinn á heim­ ili mínu og þeim? Hvað ef fólk er með ofnæmi fyrir köttum? Hvers á það fólk að gjalda? Og hvað ef það væri með bráðaofnæmi? Hver bæri ábyrgðina ef illa færi? Ég, af því að dyr og gluggar stóðu opin hjá mér og fjölskyldu minni í blíðviðrinu? Nágranninn, af því að hann hleypti dýrinu út? Bæjarstjórn, af því hún gaf leyfi fyrir lausagöngunni? Íslenska ríkið, af því að þetta er látið viðgangast, þegjandi og hljóð­ alaust? Önnur spurning enn mikilvægari er þessi: Að hverju er þetta yfir höf­ uð bannað? Jú, það reyndar kemur fram í umræddu skrifi, þetta er út af hinum megna óþrifnaði sem kött­ um getur fylgt, þar sem sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma gondii) er fremstur – og stórhættulegur fólki. Hann er enda að valda miklum usla í dýrum um allan heim og þjóðir að vakna upp við þá martröð. Í 19. grein IV. kafla sömu reglu­ gerðar er þetta: „Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýr­ um inn í húsrými eða á lóðir sem fjallað er um í fylgiskjali 3.“ Og hvað ætli standi nú í því? Jú: „Húsrými og lóðir sem ekki má hleypa hundum, köttum og öðr­ um gæludýrum inn á. Um mat­ vælafyrirtæki fer samkvæmt ákvæð­ um reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Heilbrigðis­ og meðferðarstofnanir, skólar, lækna­ og tannlæknastofur, sjúkrahús og aðgerðarstofur, vistarverur hand­ tekinna manna, heilsuræktarstöðv­ ar, íþróttastöðvar og íþróttahús, gæsluvellir, snyrtistofur, nuddstof­ ur og sjúkraþjálfun, sólbaðsstof­ ur, húðflúrstofur, samkomuhús s.s. kirkjur, leikhús, hljómleikasalir, söfn og kvikmyndahús, gististaðir, veitingastaðir og sumarbúðir fyr­ ir börn.“ Þetta er alveg stórmerkileg lesn­ ing. Kettir mega hvergi vera þar sem fólk er, nema í görðum og inni á einkaheimilum þess. Þar mega þeir gera hvað sem er, hvenær sem er. Finnst einhverjum þetta virkilega í lagi? Kettir ættu auðvitað, eins og önnur gæludýr, að vera inni, eða þá í girðingum úti við. Nenni eigend­ ur þeirra ekki að sinna þeim, ættu þeir ekki að hafa leyfi til að eiga þá. Þetta er ekki flókið. Nú þegar kosningar nálgast væri forvitnilegt að vita hvað framboðin segja um þetta. Enn hef ég þó ekki séð blaðamenn nefna slíkt við fram­ bjóðendur, hvað sem veldur. Enn er þó nokkur tími til stefnu og von­ andi taka þeir nú við sér. Því stór hluti landsmanna er að pæla í þessu og mun lesa það sem skrifað verð­ ur. Og taka afstöðu í framhaldinu. Lifið heil. Magnús Ólafs Hansson. Jæja... Atvinnumálaþing Borgarbyggðar var haldið á dögunum og var þar margt fróðlegt á dagskrá. Í upp­ hafi var atvinnusaga Borgarbyggðar rifjuð upp, farið yfir á hvaða grunni við byggjum og hvað það var sem laðaði fólk hingað í denn. Atvinnu­ mál í Borgarbyggð hafa tekið mikl­ um breytingum í gegnum ára­ tugina, atvinnuvegir risið og hnigið í takt við tíðarandann og atvinnu­ öryggi verið samkvæmt því. Í kjöl­ far þess að litið var í baksýnisspeg­ ilinn var einnig rýnt í hvað framtíð­ in geti borið í skauti sér. Heimsfaraldur hefur gjörbreytt landslagi atvinnumála hér á landi og um allan heim. Allt í einu eru störf, sem áður fyrr voru aðeins í boði í Reykjavík, orðin störf án staðsetningar sem ýmist eru unn­ in að heiman eða frá starfsstöðv­ um víða um land. Færra fólk læt­ ur vinnuna stjórna búsetu sinni og fleiri eru farnir að sjá lífsgæðin sem fólgin eru í því að búa í minni bæj­ um eða dreifbýli. Í Borgarbyggð dagsins í dag eru það ekki leng­ ur bara sértækir atvinnuvegir sem lokka að, heldur lífsgæðin sem við höfum upp á að bjóða og tækifær­ in sem við veitum íbúum til auð­ ugra lífs. Verkefni sveitarstjórn­ ar á komandi kjörtímabili er því að standa vörð um fjölskylduvænt samfélag með hagstæðu húsnæðis­ verði og lífsgæðum sem skara fram úr. Þá þarf ný sveitarstjórn einnig að greiða leið frumkvöðla og hvetja þá til dáða sem hér vilja stofna og reka fyrirtæki. Fjölskylduvænt mfélag í allri Borgarbyggð Það er brýnt að tryggja framboð atvinnu­ og íbúðarhúsnæðis um allt sveitarfélag á komandi miss­ erum ef sveitarfélagið á að halda áfram að vaxa. Fyrst og síðast þarf þó að standa vörð um þá innviði sem fjölskyldufólk þarfnast. Þar ber helst að nefna leik­ og grunnskóla og þjónustu sem þeim tengjast. Vinstri græn í Borgarbyggð munu standa vörð um leik­ og grunnskóla sveitarfélagsins, enda teljum við að slíka þjónustu eigi ekki að þurfa að sækja um langan veg. Við þurfum að tryggja að félagsþjónusta og vel­ ferðarkerfi starfi eftir hugmynda­ fræðinni um snemmtæka íhlutun og gæta þess að fjölbreytt og aðgengi­ legt tómstundastarf standi öllum börnum til boða, hvar sem þau búa. Ein forsenda þess að sveitar­ félag geti talist fjölskylduvænt er að börnum bjóðist leikskólapláss um leið og fæðingarorlofi sleppir. Það er mikilvægt að sporna við því að í Borgarbyggð myndist biðlistar á leikskóla, hvort sem það er í Borg­ arnesi eða í dreifbýlinu. Innviðir og viðhald á oddinn Sterkir innviðir og viðhald þeirra er einnig eitthvað sem laðar íbúa að og heldur fólki í búsetu inn­ an sveitarfélagsins. Reikna þarf upp árlegan viðhaldskostnað og leita leiða til þess að fullnægjandi viðhald eigi sér stað reglulega svo ekki rati í ógöngur, líkt og myglu­ skemmdir sem fundist hafa í skóla­ byggingum sveitarfélagsins. Það getur verið dýrkeypt að missa heilu byggingarnar úr notkun, tímabund­ ið eða alfarið. Til að koma í veg fyr­ ir slíkt þarf að tryggja að alltaf séu teknir frá fjármunir fyrir nauðsyn­ legt viðhald í gerð fjárhagsáætlana. Störfum sem unnin eru í gegn­ um internetið mun aðeins fjölga á komandi árum og er það þakkar­ vert, enda mun losun gróðurhúsa­ lofttegunda minnka í kjölfarið og tíma fólks er betur varið en í öku­ tæki. Gera þarf þá kröfu að gott síma­ og internetsamband sé til staðar í sveitarfélaginu öllu enda um brýnt öryggisatriði að ræða. Getur ekki klikkað Á næstu árum fer í hönd mjög spennandi tími í sögu Borgar­ byggðar. Sóknarfæri eru mikil í landbúnaði og grænmetisrækt, enda mikilvægi þess að huga að sjálfbærri matvælaframleiðslu eflaust sjaldan verið meiri á tímum hlýnunar jarð­ ar og stríðs. Borgarbyggð býr að sterkri landbúnaðarhefð og háskól­ um sem tryggja okkur getu til rann­ sókna og nýsköpunar. Með sterkum innviðum, markmiðum um barn­ vænt samfélag og góðri markaðs­ setningu mun Borgarbyggð verða einn ákjósanlegasti staður lands­ ins til að búa á. Allt þetta getur orðið að veruleika ef rétt er haldið um stjórnartaumana. Vinstri græn bjóða upp á skýra sýn fyrir Borg­ arbyggð alla, fólkið, náttúruna og samfélagið. Thelma Harðardóttir. Höf. er oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð. Það er bjart yfir Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.