Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202220 GRUNDARFJÖRÐUR D ­ Sjálfstæðisflokkur og óháðir: Jósef Ólafur Kjartansson. L ­ Samstaða bæjarmálafélag: Garðar Svansson. Bærinn verði eftirsóknar­ verðari valkostur Jósef Ólafur Kjartansson „Ég er 45 ára fæddur og uppalinn í Eyrarsveit og gekk í Grunnskóla Grundarfjarðar. Ég er vélfræðingur að mennt og vann á sjó í mörg ár. Þegar ég kom í land stofnaði ég mitt eig­ ið verktakafyrirtæki og hefur það vaxið og dafnað. Í dag á ég einnig og rek steypustöð í Rifi í samstarfi við félaga minn. Ég er giftur, á tvo drengi og einn hund. Ég vil gera bæinn minn að eftirsóknaverðari valkosti og til þess að það geti orðið þurfum við að fjölga íbúðarhúsnæði, fá fjölbreyttari störf í bæinn og öflugri nettengingar. Samgöng­ ur eru einnig lykilatriði og þurfum við að halda ríkinu við efnið til þess að viðhald á þjóðvegum landsins sé ásættan legt. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi yrðu sterkari saman og hefðu meira vægi sem eitt sveitafélag og því tel ég vænlegast að Snæ­ fellsnesið í heild sinni sameinist. Helstu áskoranir næsta kjörtímabils eru að auka tekjur bæjarins, sameiningamál á Snæfellsnesi og að sjálfsögðu öll áherslumálin. Kosningarnar leggjast almennt vel í mig og úrslitin ráðast 14. maí.“ Öflugt og hugmyndaríkt fólk á listanum Garðar Svansson Ég heiti Garðar Svansson, er á 54. aldursári, giftur Marzenu Stefansdóttur, á þrjú börn og fimm barnabörn. Ég vinn sem aðstoðarvarðstjóri í Fangelsinu á Kvíabryggju. Ég sat í bæjar­ stjórn Grundarfjarðarbæjar 2002 – 2006 og svo aftur núna 2018 – 2022. Ég er lærður pípari, hef unnið fjölbreytt störf á starfsævinni og aflað mér mikillar reynslu og tenginga úr atvinnulífinu. Ég er og hef verið mjög virkur í félagsstörfum. Hef setið í stjórn HSH síðan 1995, formaður UMFG 1997 til 2002, stjórn UMFÍ 2009 – 2011, stjórn ÍSÍ síðan 2011, for­ maður Golfklúbbsins Vestarr síðan 2013 og sat í stjórn Sam­ eyki, stéttarfélags 2017 til 2021. Eins og sést leiðist mér að gera ekki neitt. Helstu áherslumál listans eru að byggja upp og búa bæjar­ félagið undir sameiningu við önnur sveitarfélög á Snæfells­ nesi. Móta þarf framtíðarstefnu og framkvæmdaáætlun fyr­ ir bæjarfélagið, með atvinnu, félagasamtökum og bæjarbúum. Þetta þarf að hefjast strax á þessu ári þannig að bæjarfélagið sé tilbúið í sameiningu á okkar forsendum innan fjögurra ára. Í því felst að fjölga byggingalóðum, nýsköpun bæði í atvinnulífi og menntun og því að styðja við atvinnulífið. Grundarfjörður er gott samfélag með fjöldann af góðum tækifærum sem þarf að virkja. Kosningar verða tvísýnar núna eins og oft áður. Ég hef væntingar til að við í Samstöðu ­ lista fólksins náum meirihluta. Á listanum er öflugt og hugmyndaríkt fólk sem er tilbúið að vinna fyrir alla bæjarbúa og samfélagið.“ SNÆFELLSBÆR D – Sjálfstæðisflokkur: Björn Haraldur Hilmarsson. J ­ Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar: Michael Gluszuk Efla og styðja við innviði Björn Haraldur Hilmarsson „Bjössi heiti ég og er borgarbarn í grunninn og konan mín Guðríður Þórðardóttir er Ólsari. Við og þrír synir okkar fluttum vestur til Ólafsvíkur 2013 og er það okkar allra besta ákvörðun til þessa. Ég hef verið útibústjóri Olís á Snæfellsnesi síðustu 9 ár og hætti núna um mánaðamótin. Þá tók ég við sem útibússtjóri Voot og við opnuðum glæsilega verslun hér 3. maí. Alla tíð hef ég unnið við að þjónusta almenning og fyrirtæki og hefur mér gengið vel með það. Fljótlega datt ég inn í sveitarstjórnarmálin og hef verið bæjar fulltrúi síðustu átta árin og þar af forseti bæjarstjórnar síðastliðin tæp sjö ár. Hef ég gríðarlegan áhuga á að efla sam­ félagið okkar hér og gera það betra. Samt er alltaf hægt að gera betur. Áherslumál okkar eru þessi helst: Skapa aðstæður fyrir fleiri störf, efla og styðja við innviði, húsnæðismál og að þrýsta enn frekar á ríkið um betri heilbrigðisþjónustu. Ég hef í gegnum lífið haldið mig við það jákvæða og trúi á jákvæða niðurstöðu í kosningunum.“ Meiri fjölbreytni í atvinnulífinu Michael Gluszuk „Ég heiti Michael Gluszuk og er kallaður Mikki, ég er fædd­ ur og uppalinn í Póllandi. Ég flutti til Íslands nánar tiltekið á Hellissand árið 1994 og bjó þar til ársins 2002, þá lá leiðin suður til að stunda nám við Iðnskólann í Reykjavík. Eftir námið fór ég að vinna í Reykjavík sem rafvirki, en árið 2009 ákváðum við Sæunn Dögg kona mín að flytja aftur á heima­ slóðir. Ég er giftur og á þrjú börn; þau Svanfríði Dögg, Vict­ or Rúrik og Sunnu Dögg. Eftir að við fluttum í Snæfellsbæ var ég í sjálfstæðum atvinnurekstri og með fjóra aðra í vinnu. Árið 2016 ákvað ég að snúa við blaðinu og fara að vinna hjá Rarik sem verkstjóri vinnuflokks í Ólafsvík og er ég að vinna þar í dag. Helstu áherslur flokksins eru þær að gera Snæfellsbæ að stað sem er meira aðlaðandi fyrir fólk að setjast að á. Áskor­ anir á komandi kjörtímabili eru þær að við verðum að fara í viðhald eigna okkar, það er jú löngu tímabært að huga betur af því, auk þess verðum við að reyna eftir bestu getu að fá fleiri opinber störf til okkar til að hafa meiri fjölbreytni í atvinnu­ lífinu. Við verðum líka að hlúa betur að fjölskyldufólki í Snæ­ fellsbæ. Hvað úrslit kosninga varðar þá fórum við ekki af stað í þessa baráttu til að tapa, það er alveg á hreinu.“ STYKKISHÓLMUR/ HELGAFELLSSVEIT H ­ Framfarasinnaðir Hólmarar: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Í – Íbúalistinn: Haukur Garðarsson Stór verkefni sameinaðs sveitarfélags Hrafnhildur Hallvarðsdóttir „Ég heiti Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og er fædd 18. júní 1963 að Þingvöllum í Helgafellssveit og þar ólst ég upp. Eft­ ir að hafa sótt mér menntun flutti ég aftur heim og hef búið í Stykkishólmi í 35 ár. Ég er skólameistari Fjölbrautaskóla Heyrt í oddvitum framboðslista á Snæfellsnesi Blaðamaður Skessuhorns hafði samband við oddvita þeirra sex framboðslista sem fram hafa komið á Snæfellsnesi og spurði um þeirra hagi og helstu áherslur listanna sem þeir eru í forsvari fyrir. Í lokin var beðið um stutta hugleiðingu um möguleg úrslit kosninganna. Svör þeirra fara hér á eftir og kann blaðið þeim bestu þakkir fyrir þátttökuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.