Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 11 Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verður haldinn á HVE Akranesi miðvikudaginn 18. maí kl 16:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf • Afhending tækja til HVE • Erindi; Sýklalyfjaónæmi – hinn þögli faraldur Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir heilsugæslu HVE á Akranesi • Fjölgun liðskiptaaðgerða á HVE Akranesi Jóhanna F Jóhannesdóttir, forstjóri HVE Að dagskrá lokinni býður framkvæmdastjórn HVE upp á veitingar Hvetjum félaga til að mæta á fundinn. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Stjórnin SK ES SU H O R N 2 02 2 Undirritaður hefur verið nýr samn­ ingur um rekstur og samskipti Akra­ neskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Markmið samnings þessa er að viðhalda öflugu samstarfi kaupstaðarins og ÍA í því skyni að íþróttastarf á Akranesi verði áfram þróttmikið, æsku og almenningi á Akranesi til heilla. Eins og áður er áhersla lögð á forvarna­ og uppeld­ isgildi íþrótta og virka samvinnu íþróttahreyfingarinnar við skól­ ana og almenning með fyrrnefnd­ ar áherslur í huga. Samningur­ inn byggir á sameiginlegri vinnu Akraneskaupstaðar og ÍA á liðnu ári. Á vefsíðu ÍA segir að samning­ ur þessi sé til fimm ára og er áætlað að á þeim tíma verði unnið áfram að enn frekari eflingu samstarfs Akra­ neskaupstaðar og ÍA. Í samningnum kemur fram að Akraneskaupstaður muni styrkja rekstur ÍA um 15 milljónir króna og aðildarfélög innan ÍA um 45 millj­ ónir króna. Greiðast styrkir út árs­ fjórðungslega og er útdeilt í gegn­ um ÍA eftir úthlutunarreglum. Auk þess tekur ÍA að sér framkvæmd ákveðinna verkefna og fær greitt fjóra og hálfa milljón vegna þess. Samningurinn er vísitölutryggður í fyrsta skipti ásamt því að taka mið af fjölgun íbúa á milli ára. Akra­ neskaupstaður tekur yfir rekstur þreksalar og fellur niður samning­ ur um skiptingu tekna salarins þar með. Framangreindar fjárhæðir eru samtals 69 milljónir króna en til samanburðar voru þær 18 milljónir króna árið 2018. Akraneskaupstaður hefur um langt árabil stutt við rekstur Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þess. Á síðustu árum hafa kröfur til íþróttafélaga um fag­ mennsku í íþróttastarfi, fjármálum og fleiri þáttum aukist verulega. Þetta krefst mikillar vinnu sem að mjög miklu leyti er unnin af sjálf­ boðaliðum. Akraneskaupstaður hef­ ur stutt við þetta mikilvæga íþrótta­ starf með ýmsum hætti, með­ al annars með tómstundaframlagi til íþróttaiðkenda, greiðslu launa starfsmanna vinnuskóla sem starfa fyrir íþróttafélög, beinum styrkj­ um til barna og unglingastarfs og einnig beinum rekstrarstyrkjum til einstakra íþróttafélaga s.s. í formi viðhalds golfvallar, húsnæði Klifur­ félags, húsnæði Kraftlyftingafélags, aðstöðusköpunar Vélhjólafélagsins, aðstöðusköpunar Skotfélagsins, og stuðnings við Norðurálsmót. Eru þessar greiðslur eða stuðningur að verðmæti um 83 milljóna króna til viðbótar því sem nú var samið um. „Með þessari ákvörðun eru bæj­ aryfirvöld að leggja áherslu á sjón­ armið sitt um hversu mikilvægt starf íþróttahreyfingarinnar er í lífi og þroska barna og ungmenna og í félagslegri umgjörð bæjarfélags­ ins. Það er forgangsverkefni Akra­ neskaupstaðar að styðja við fjöl­ breytt og framúrskarandi íþrótta­ starf á Akranesi og með aukinni fjárveitingu getum við betur tryggt þann stuðning,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri við undirritun samningsins og Marella Steinsdótt­ ir fráfarandi formaður ÍA tók í sama streng: „Ég vil þakka góða vinnu starfshópsins sem lagði grunn að þessum samningi, sömuleiðis þakka Akraneskaupstað fyrir aukinn stuðning til íþróttamála og fagna því að bæjaryfirvöld sýna fram­ sýni og skilning á því mikilvæga samfélagslega starfi sem unnið er í aðildarfélögum ÍA.“ vaks Nýr samningur ÍA og Akraneskaup­ staðar felur í sér aukinn stuðning Við undirritun samningsins. Ljósm. ia.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.