Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 39 Síðastliðinn fimmtudag var dreg­ ið í 32­liða úrslit í Mjólkurbik­ ar karla í knattspyrnu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Skagamenn fengu útileik gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði en Sindri leikur í 3. deild á Íslands­ mótinu. Þá drógust Káramenn frá Akranesi sem leika í 3. deild á móti Bestu deildar liði FH og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Stórleikir umferðarinnar eru leikir Stjörnunnar og KR annars vegar og Breiðabliks og Vals hins vegar en þessi lið leika öll í Bestu deildinni á þessu tímabili. Önnur lið sem drógust saman eru: Fylkir­ÍBV, Fram­Leikn­ ir Reykjavík., Hvíti Riddarinn­ ­Kórdrengir, Dalvík/Reynir­ ­Þór Akureyri, Selfoss­Magni, Grindavík­ÍR, Höttur/Huginn­ ­Ægir, KA­Reynir Sandgerði, HK­Grótta, Vestri­Afturelding, Keflavík­Njarðvík og Haukar­ ­Víkingur Reykjavík. Leikirnir fara fram dagana 24. til 26. maí næstkomandi. vaks Fram og ÍA mættust í þriðju umferð í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudaginn og fór leikurinn fram á Framvellinum í Safamýri. Lítið markvert gerðist í leiknum á fyrsta korteri hans en á 18. mín­ útu fékk Skagamaðurinn Gísli Lax­ dal Unnarsson ágætis færi, náði góðu skoti að marki en markvörð­ ur Fram varði vel. Skömmu síð­ ar kom fyrsta mark leiksins þegar Albert Hafsteinsson fékk boltann á fjær í teignum, sendi góða sendingu fyrir markið þar sem Guðmund­ ur Magnússon var á auðum sjó og renndi boltanum fram hjá Árna Snæ Ólafssyni markverði ÍA. Eftir þetta voru Skagamenn meira með boltann á meðan Framarar drógu lið sitt aðeins til baka en lítið gekk hjá ÍA að skapa sér færi. Fimm mín­ útum fyrir hálfleik dró loks til tíð­ inda. Þá tók Kaj Leó Í Bartalstovu hornspyrnu sem fór á kollinn á Hlyni Sævari Jónssyni í átt að marki þar sem Eyþóri Aron Wöhler tók hann með öxlinni og inn í markið þó tæpt væri. Fyrsta mark Eyþórs Arons í sumar og því var staðan jöfn þegar menn gengu til búningsher­ bergja, 1­1. Í seinni hálfleik var fátt um fína drætti nánast allan tímann en undir lok leiksins færðist smá fjör í leik­ inn. Þá fengu liðin sitt hvort fær­ ið, ef færi skyldi kalla, og þó menn reyndu að ná sigurmarkinu und­ ir blálokin rann það út í sandinn, lokaniðurstaðan jafntefli og líklega sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Skagamenn eru í sjötta sæti deildarinnar með fimm stig eftir þrjá leiki og enn taplausir. Breiða­ blik, KA og Valur eru efst með níu stig eftir þrjá leiki og Stjarnan í því fjórða með sjö stig. Á botninum sitja Keflvíkingar með fjögur töp í fjórum leikjum. Næsti leikur Skagamanna er gegn toppliði Breiðabliks næsta laugardag á Akranesvelli og hefst klukkan 14. vaks Flugbjörgunarsveitin á Hellu og AÍNH halda Sindra torfærukeppn­ ina í 48. skiptið á akstursíþrótta­ svæði sínu rétt austan við Hellu nú um helgina. Keppnin er liður í Íslandsmeistaramótinu í torfæru en 1. og 2. umferðin fara fram að þessu sinni. Keppnin hefst klukkan 11 báða daga. Eknar verða sex braut­ ir hvorn dag í sandbrekkum, ánni og í mýrinni. Síðastliðin ár hafa gríðarlega margir áhorfendur mætt á Hellutorfæruna og mjög skemmti­ leg stemning hefur myndast í brekk­ unum. „Í covid ástandinu lærðum við að senda út beint og að sjálf­ sögðu verður sýnt beint frá keppn­ inni fyrir þá sem ekki komast á stað­ inn á facebook síðu FBSH,“ segir í tilkynningu. Rúmlega 90 sjálfboða­ liðar FBSH munu sjá til þess að allt fari vel fram og að áhorfendur skemmti sér konunglega hvort sem er á staðnum eða heima í stofu. Skúli Kristjánsson er ríkjandi Íslands­ og heimsmeistari í sérút­ búna flokknum. Hann er skráður til leiks og á eftir að þurfa hafa sig allan við að vera í toppbaráttunni. Þeir Þór Þormar Pálsson og Ólaf­ ur Bragi Jónsson eru báðir fyrrver­ andi Íslandsmeistarar og munu ekki gefa neitt eftir, segir í tilkynningu frá félaginu. mm Íslandsmótið í fitness, IFBB, var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 22. apríl síðastliðinn. Alls stigu 42 keppendur á svið og var keppnin jöfn og hörð í mörgum flokkum. Keppt var í módelfitness, fitness karla og kvenna, vaxtarrækt, sportfitness og wellness. Tvær borgfirskar konur skelltu sér norður og tóku þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Eva Karen Þórðardóttir kom heim með Íslandsmeistaratitilinn í 35 ára og eldri flokki í módelfitness og Berg­ lind Ósk Guðjónsdóttir tók annað sætið í sama flokki. Einnig stóðu þær sig með ágætum í byrjenda­ flokki en þar varð Berglind í 6. sæti og Eva Karen í 4. sæti. „Stærsti sig­ urinn hjá okkur var samt að ná að æfa og komast á svið því það var stóra markmiðið. Við tókum þá ákvörðun að æfa fyrir mótið og stefna á að keppa um áramótin og tók þá við heljarinnar keppnisplan. Við skráðum okkur í þjálfun hjá Jóhanni Nordfjord sem er reyndur fitnessþjálfari og hófum æfingaferl­ ið,“ segir Eva Karen. Þær Berglind og Eva æfðu að mestu í Heilsuhofi í Reykholtsdal og tóku brennsluæfingar á hjólinu inni í stofu eða út í náttúrunni. „Í aðdraganda svona keppni þarf yfir­ leitt að æfa tvisvar á dag. Að fara í svona keppni krefst skipulags og ákveðni. Æfingaaðstaðan þarf ekki að vera flókin eða stór, heldur þarf að setja sjálfan sig framar í röðina í hinu daglega amstri. Við lærðum að það er allt hægt ef viljinn er fyr­ ir hendi og þegar maður hefur frá­ bæran æfingafélaga sér við hlið,“ sögðu þær Eva Karen og Berglind. mm ÍA og Fjölnir áttust við í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Skaga­ konur voru ekkert að tvínóna við hlutina í leiknum því strax á níundu mínútu leiksins kom Unnur Ýr Haraldsdóttir þeim yfir og það var síðan Ylfa Laxdal Unnarsdóttir sem bætti við öðru marki fyrir ÍA á 25. mínútu, staðan í hálfleik 2­0 fyrir heimakonur. Lilja Björg Ólafsdóttir kom ÍA í þriggja marka forystu á 64. mín­ útu áður en Aníta Björg Sölvadótt­ ir minnkaði muninn skömmu síð­ ar í 3­1 fyrir gestina. Skagakon­ ur voru alls ekki hættar og skor­ uðu þrjú mörk til viðbótar á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Fyrst var það Unnur Ýr með sitt annað mark í leiknum, síðan Thelma Björg Rafn kelsdóttir og lokaorðið á síð­ ustu mínútu leiksins átti Lilja Björg með sínu öðru marki, lokatölur 6­1 fyrir ÍA. Skagakonur eru því komnar í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Þar mæta þær Sindra frá Höfn í Horna­ firði en Sindri vann lið KH um helgina 4­2 í fyrstu umferðinni. ÍA og Sindri mættust um miðjan apr­ íl í undanúrslitum Lengjubikarsins í C deild og þar hafði ÍA betur eft­ ir vítaspyrnukeppni, 5­3. Í húfi er sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbik­ arsins en þau fara fram dagana 27. og 28. maí. Leikur ÍA og Sindra í Mjólkur­ bikarnum verður laugardaginn 14. maí í Akraneshöllinni og hefst klukkan 17.15. vaks Leikmenn ÍA fagna marki í leiknum gegn Fjölni. Ljósm. sas ÍA feykti Fjölni úr Mjólkurbikarnum Sindratorfæran verður um helgina Eva Karen, til vinstri, og Berglind Ósk. Unnu til verðlauna á Íslandsmótinu í fitness Skagamenn stefna á annað bikarævintýri í sumar. Ljósm. ak Dregið í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark í sumar á móti Fram. Hér í leik gegn Stjörnunni í 1. umferðinni. Ljósm. Lárus Árni Wöhler Jafntefli hjá Fram og ÍA í tilþrifalitlum leik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.