Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 39
Síðastliðinn fimmtudag var dreg
ið í 32liða úrslit í Mjólkurbik
ar karla í knattspyrnu og fór
drátturinn fram í höfuðstöðvum
Knattspyrnusambands Íslands.
Skagamenn fengu útileik gegn
Sindra frá Höfn í Hornafirði en
Sindri leikur í 3. deild á Íslands
mótinu. Þá drógust Káramenn
frá Akranesi sem leika í 3. deild á
móti Bestu deildar liði FH og fer
leikurinn fram í Hafnarfirði.
Stórleikir umferðarinnar eru
leikir Stjörnunnar og KR annars
vegar og Breiðabliks og Vals
hins vegar en þessi lið leika öll í
Bestu deildinni á þessu tímabili.
Önnur lið sem drógust saman
eru: FylkirÍBV, FramLeikn
ir Reykjavík., Hvíti Riddarinn
Kórdrengir, Dalvík/Reynir
Þór Akureyri, SelfossMagni,
GrindavíkÍR, Höttur/Huginn
Ægir, KAReynir Sandgerði,
HKGrótta, VestriAfturelding,
KeflavíkNjarðvík og Haukar
Víkingur Reykjavík.
Leikirnir fara fram dagana 24.
til 26. maí næstkomandi.
vaks
Fram og ÍA mættust í þriðju umferð
í Bestu deild karla í knattspyrnu
á mánudaginn og fór leikurinn
fram á Framvellinum í Safamýri.
Lítið markvert gerðist í leiknum
á fyrsta korteri hans en á 18. mín
útu fékk Skagamaðurinn Gísli Lax
dal Unnarsson ágætis færi, náði
góðu skoti að marki en markvörð
ur Fram varði vel. Skömmu síð
ar kom fyrsta mark leiksins þegar
Albert Hafsteinsson fékk boltann á
fjær í teignum, sendi góða sendingu
fyrir markið þar sem Guðmund
ur Magnússon var á auðum sjó og
renndi boltanum fram hjá Árna
Snæ Ólafssyni markverði ÍA. Eftir
þetta voru Skagamenn meira með
boltann á meðan Framarar drógu
lið sitt aðeins til baka en lítið gekk
hjá ÍA að skapa sér færi. Fimm mín
útum fyrir hálfleik dró loks til tíð
inda. Þá tók Kaj Leó Í Bartalstovu
hornspyrnu sem fór á kollinn á
Hlyni Sævari Jónssyni í átt að marki
þar sem Eyþóri Aron Wöhler tók
hann með öxlinni og inn í markið
þó tæpt væri. Fyrsta mark Eyþórs
Arons í sumar og því var staðan jöfn
þegar menn gengu til búningsher
bergja, 11.
Í seinni hálfleik var fátt um fína
drætti nánast allan tímann en undir
lok leiksins færðist smá fjör í leik
inn. Þá fengu liðin sitt hvort fær
ið, ef færi skyldi kalla, og þó menn
reyndu að ná sigurmarkinu und
ir blálokin rann það út í sandinn,
lokaniðurstaðan jafntefli og líklega
sanngjörn úrslit miðað við gang
leiksins.
Skagamenn eru í sjötta sæti
deildarinnar með fimm stig eftir
þrjá leiki og enn taplausir. Breiða
blik, KA og Valur eru efst með níu
stig eftir þrjá leiki og Stjarnan í því
fjórða með sjö stig. Á botninum
sitja Keflvíkingar með fjögur töp í
fjórum leikjum.
Næsti leikur Skagamanna er
gegn toppliði Breiðabliks næsta
laugardag á Akranesvelli og hefst
klukkan 14.
vaks
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og
AÍNH halda Sindra torfærukeppn
ina í 48. skiptið á akstursíþrótta
svæði sínu rétt austan við Hellu
nú um helgina. Keppnin er liður í
Íslandsmeistaramótinu í torfæru en
1. og 2. umferðin fara fram að þessu
sinni. Keppnin hefst klukkan 11
báða daga. Eknar verða sex braut
ir hvorn dag í sandbrekkum, ánni
og í mýrinni. Síðastliðin ár hafa
gríðarlega margir áhorfendur mætt
á Hellutorfæruna og mjög skemmti
leg stemning hefur myndast í brekk
unum. „Í covid ástandinu lærðum
við að senda út beint og að sjálf
sögðu verður sýnt beint frá keppn
inni fyrir þá sem ekki komast á stað
inn á facebook síðu FBSH,“ segir í
tilkynningu. Rúmlega 90 sjálfboða
liðar FBSH munu sjá til þess að
allt fari vel fram og að áhorfendur
skemmti sér konunglega hvort sem
er á staðnum eða heima í stofu.
Skúli Kristjánsson er ríkjandi
Íslands og heimsmeistari í sérút
búna flokknum. Hann er skráður
til leiks og á eftir að þurfa hafa sig
allan við að vera í toppbaráttunni.
Þeir Þór Þormar Pálsson og Ólaf
ur Bragi Jónsson eru báðir fyrrver
andi Íslandsmeistarar og munu ekki
gefa neitt eftir, segir í tilkynningu
frá félaginu. mm
Íslandsmótið í fitness, IFBB, var
haldið í Menningarhúsinu Hofi
á Akureyri 22. apríl síðastliðinn.
Alls stigu 42 keppendur á svið og
var keppnin jöfn og hörð í mörgum
flokkum. Keppt var í módelfitness,
fitness karla og kvenna, vaxtarrækt,
sportfitness og wellness.
Tvær borgfirskar konur skelltu
sér norður og tóku þátt í mótinu
og stóðu sig með prýði. Eva Karen
Þórðardóttir kom heim með
Íslandsmeistaratitilinn í 35 ára og
eldri flokki í módelfitness og Berg
lind Ósk Guðjónsdóttir tók annað
sætið í sama flokki. Einnig stóðu
þær sig með ágætum í byrjenda
flokki en þar varð Berglind í 6. sæti
og Eva Karen í 4. sæti. „Stærsti sig
urinn hjá okkur var samt að ná að
æfa og komast á svið því það var
stóra markmiðið. Við tókum þá
ákvörðun að æfa fyrir mótið og
stefna á að keppa um áramótin og
tók þá við heljarinnar keppnisplan.
Við skráðum okkur í þjálfun hjá
Jóhanni Nordfjord sem er reyndur
fitnessþjálfari og hófum æfingaferl
ið,“ segir Eva Karen.
Þær Berglind og Eva æfðu að
mestu í Heilsuhofi í Reykholtsdal
og tóku brennsluæfingar á hjólinu
inni í stofu eða út í náttúrunni. „Í
aðdraganda svona keppni þarf yfir
leitt að æfa tvisvar á dag. Að fara
í svona keppni krefst skipulags og
ákveðni. Æfingaaðstaðan þarf ekki
að vera flókin eða stór, heldur þarf
að setja sjálfan sig framar í röðina
í hinu daglega amstri. Við lærðum
að það er allt hægt ef viljinn er fyr
ir hendi og þegar maður hefur frá
bæran æfingafélaga sér við hlið,“
sögðu þær Eva Karen og Berglind.
mm
ÍA og Fjölnir áttust við í 1. umferð
Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu
á föstudagskvöldið og fór leikurinn
fram í Akraneshöllinni. Skaga
konur voru ekkert að tvínóna við
hlutina í leiknum því strax á níundu
mínútu leiksins kom Unnur Ýr
Haraldsdóttir þeim yfir og það var
síðan Ylfa Laxdal Unnarsdóttir sem
bætti við öðru marki fyrir ÍA á 25.
mínútu, staðan í hálfleik 20 fyrir
heimakonur.
Lilja Björg Ólafsdóttir kom ÍA
í þriggja marka forystu á 64. mín
útu áður en Aníta Björg Sölvadótt
ir minnkaði muninn skömmu síð
ar í 31 fyrir gestina. Skagakon
ur voru alls ekki hættar og skor
uðu þrjú mörk til viðbótar á síðustu
tuttugu mínútum leiksins. Fyrst var
það Unnur Ýr með sitt annað mark
í leiknum, síðan Thelma Björg
Rafn kelsdóttir og lokaorðið á síð
ustu mínútu leiksins átti Lilja Björg
með sínu öðru marki, lokatölur 61
fyrir ÍA.
Skagakonur eru því komnar í
2. umferð Mjólkurbikarsins. Þar
mæta þær Sindra frá Höfn í Horna
firði en Sindri vann lið KH um
helgina 42 í fyrstu umferðinni. ÍA
og Sindri mættust um miðjan apr
íl í undanúrslitum Lengjubikarsins
í C deild og þar hafði ÍA betur eft
ir vítaspyrnukeppni, 53. Í húfi er
sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbik
arsins en þau fara fram dagana 27.
og 28. maí.
Leikur ÍA og Sindra í Mjólkur
bikarnum verður laugardaginn
14. maí í Akraneshöllinni og hefst
klukkan 17.15. vaks
Leikmenn ÍA fagna marki í leiknum gegn Fjölni. Ljósm. sas
ÍA feykti Fjölni úr Mjólkurbikarnum
Sindratorfæran verður um helgina
Eva Karen, til vinstri, og Berglind Ósk.
Unnu til verðlauna á
Íslandsmótinu í fitness
Skagamenn stefna á annað bikarævintýri í sumar. Ljósm. ak
Dregið í Mjólkurbikar
karla í knattspyrnu
Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark í sumar á móti Fram. Hér í leik gegn
Stjörnunni í 1. umferðinni. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Jafntefli hjá Fram og ÍA
í tilþrifalitlum leik