Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202228
Vísnahorn
Á fyrri hluta
síðustu ald
ar þegar Akra
nes var að byggjast upp og taka á sig
svipmót þéttbýlis vann Árni Böðv
arsson eitthvað við skolplagnir og
kom með reikning til Þorsteins á
Grund sem þá var hreppstjóri og
átti að kvitta fyrir að rétt væri skráð
en þar sem búið var að moka yfir
rörin skrifaði hann á blaðið: ,,Mun
vera rétt þó eigi sjáist.“ Árni þótt
ist taka þetta óstinnt upp og sagði:
Skrifar þú til skammar mér
skakkt svo greiðsla fáist eigi,
en Guð mun hafa gefið þér
gáfur – þó að sjáist eigi.
Eins og margir var Þorsteinn
heldur lítið hrifinn af Halldóri Kilj
an á hans fyrri rithöfundarárum og
söng gjarnan í elli sinni með afa
strák á hné sér:
Hafið þið heyrt hann Kiljan
kvaka,
krákuna með fölsku nefi.
Hafið þið séð hann Halldór taka
heimskuna í einu skrefi?
Ekki líkaði heldur öllum við efn
istök skáldsins í Gerplu og þar um
kvað Benedikt Björnsson:
Fóstbræður frægðum svipti
fullur af snilli og bulli.
Laxness um prinsípissur
párar, hinn spaki dári.
Að frægðarbrunn fyrri tíða
flýgur og í hann mígur.
Lýsir með léttu fasi
lúsinni i hverju húsi.
Þegar Kiljan gaf út ljóðakver
sitt þótti ýmsum ódrýgilega farið
með pappírinn því víða var aðeins
ein vísa á hverri blaðsíðu. Þá orti
Ingveldur Einarsdóttir vinnukona á
Reykjum í Mosfellssveit:
Þitt hef ég lesið Kiljan kver;
um kvæðin lítt ég hirði
en eyðurnar ég þakka þér
-þær eru nokkurs virði.
Valgeir heitinn Runólfsson kom
einn morgun á vinnustað sinn hjá
Þorgeir og Ellert á Akranesi og
tautaði:
Illt er að vera aldurhniginn,
ósköp hvað stirðna fæturnar.
Eymsli í baki, ístran sigin,
andvökur heilu næturnar.
Náttúran hreint á núlli er.
Náttúrlega. – Guð hjálpi mér!
Annað sinn var það að Valgeir
kom til vinnu sinnar að morgni dags
á bítlatímabilinu og voru þá nokkrir
síðhærðir starfsmenn Þ&E að negla
járn á þak hinum megin götunnar.
Heyrðist þá í Valgeiri:
Ekki er tíðarandinn blíður,
eintómt stríð og þrælaníð.
Hárasíður hippalýður
húsum ríður alla tíð.
Vorin eru vissulega tími endur
bóta og viðhalds og sýnist reyndar
æði margs þörf eftir þennan vetur ef
út í slíkt er farið. Fyrir margt löngu
voru tveir ungir menn að gera við
vél í austantjaldsættuðum eðalvagni
sem annar þeirra hafði fest fé sitt í.
Þegar vélin hafði verið sett saman
og startað var í gang heyrðust tor
kennileg hljóð og ófögur og var þá
ekki annað að gera en rífa á ný og
kom þá meinsemdin í ljós. Af því til
efni orti Guðmundur Kristjánsson:
Minna eyðir Moskvits hró,
margfalt verður þolið,
ef þú smeygir einni ró
inn í brunaholið.
Þetta var nú á þeirri tíð þegar
menn voru enn að basla við að
reyna að gera við það sem bilaði
enda ekki alltaf endalaus aðgang
ur að lánsfjármagni. Reyndar held
ur ekki búið að tölvuvæða alla hluti
jafn gjörsamlega og nú er raunin.
Ágúst L. Pétursson frá Klettakoti á
Skógaströnd kvað um manngildis
mat almennings:
Skyldir feta skatnar hér
skrauts í gróna sali.
Virðing metin ennþá er
eftir krónutali.
Jón S Bergmann taldi hinsvegar
manngildi metið á þennan veg:
Auður, dramb og falleg föt
fyrst af öllu þérist
og menn sem hafa mör og kjöt
meira en almennt gerist.
Hannes Sigurðsson leit aftur á
móti á málin frá þessu sjónarhorni:
Eflaust væri ætíð hér
ylur í mínu hreysi,
ef skaparinn hefði skammtað
mér
skort á kvenmannsleysi.
Þeir voru aldavinir Höskuldur
Einarsson frá Vatnshorni og Sig
urður frá Brún og flestar ljótu vís
ur Höskuldar um Húnvetninga orti
hann aðeins til að skemmta Sigurði
vini sínum. Til að bregða aðeins
öðru ljósi á vináttu þeirra er hér
síðasta vísa Höskuldar til Sigurðar,
ort að morgni þess dags er Sigurð
ur lést:
Illt þó finnist oft mitt grín
eftirminnilega,
þegin kynni þín og mín
þakka ég innilega.
Mér er sagt að við lík Sigurðar
hafi fundist þessi svarvísa:
Hniginn er nú hróðurinn,
hart er að ljúka göngu.
Örviti í annað sinn
orðinn fyrir löngu.
En að Sigurði gengnum urðu
þessar til:
Brúnar rætur, blóm og fræ
bjartar nætur kvað hann,
eg í sætið engan fæ
er mér bætir skaðann.
Þó að allt sé kvitt og klárt
er kemur að hinsta brottflutn-
ingi
getur maður saknað sárt
Svartdælings úr Húnaþingi.
Þannig stefnir öll ævin frá upp
hafi að „Dauðans óvissum tíma“
hvenær sem sú stund nú renn
ur upp og hverjir viðburðir verða
á leiðinni. Káinn gamli hefur eitt
hvað verið farinn að finna til þegar
hann orti:
Skrokkinn sannan skortir yl,
skáldið fer að eldast.
Svo er annað – sjáðu til,
- sálin er að geldast.
Og á svipuðum nótum er Stefán
Jónsson:
Flestöll kveld við hug minn hér
harmar eldi flíka.
Kýrnar geldast og ég er
að því held ég líka.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
En Guð mun hafa gefið þér, gáfur – þó að sjáist eigi
Starfsmenn golfvalla á öllu landinu
eru þessa dagana að gera vellina
tilbúna fyrir opnun og á Garða
velli á Akranesi var allt á fleygiferð
í byrjun síðustu viku þegar blaða
maður Skessuhorns kíkti út á völl.
Þar ráða ríkjum Einar Gestur Jón
asson vallarstjóri og Guðni Stein
ar Helgason starfsmaður/vélamað
ur og tóku þeir sér smá hlé í stutt
spjall í amstri dagsins. Vellinum
var lokað í viku fyrir opnun en var
opnaður síðasta laugardag og þá
var boðsmót fyrir alla sjálfboðalið
ana sem tóku þátt í hreinsunardeg
inum á sumardaginn fyrsta. Fyrsta
mót sumarsins verður Opna Norð
urálsmótið 7. maí, en hvernig lítur
völlurinn út fyrir sumarið? Einar og
Guðni segja að völlurinn komi vel
undan vetri og miðað við umhleyp
ingasaman vetur þá er hvergi kal að
sjá í honum. Annars skipti mestu
máli að að hafa teigana og flatirnar í
góðu lagi. „Vorið hefur aldrei kom
ið eins skyndilega eins og núna eft
ir páskana og er alveg ólíkt frá því í
fyrra. Þá byrjaði að grænka en síð
an kom kuldatímabil og svo gerð
ist ekki neitt fyrr en í júní. Flatirn
ar eru mjög góðar núna miðað við
árstíma svo þetta lítur allt mjög vel
út. Svo er bara að vona að það verði
gott veður í sumar en ekki endalaus
bleyta eins og síðasta sumar.“
Alltaf að betrumbæta
Einar er menntaður golfvalla
fræðingur eftir tveggja ára nám frá
Elmwood College í Skotlandi sem
er skóli staðsettur rétt hjá hinum
fræga golfvelli St. Andrews. Hann
hefur unnið meira og minna við
þetta í um 20 ár. Einar hóf störf í
febrúar á þessu ári á Garðavelli en
Guðni hefur starfað þar síðustu
fjögur ár. Þeir eru báðir í heils
árs starfi og segja að yfirleitt byrji
árið þannig að þá sé viðhald á vél
um og þrif á þeim og síðan hefjist
undirbúningur fyrir næsta sumar.
Upp úr vorinu sé verið að undirbúa
völlinn fyrir opnun og síðan komi
sumarið og rútínan. „Þá er verið að
slá völlinn alla daga og halda hon
um í spilhæfu ástandi. Svo þegar
fer að hausta í byrjun september
þá er völlurinn gataður, sandað
ur og borinn á hann áburður. Þá
er öllum flötum lokað og ef það
eru einhverjar framkvæmdir eins
og að laga teiga eða gera glompur
þá er það tíminn til þess. Svo erum
við alltaf að betrumbæta ef við sjá
um ástæðu til en þó eru það aldrei
neinar stórvægilegar breytingar
sem við gerum.“
Guðni segir varðandi vélakost
golfklúbbsins að þeir séu með stór
an og dýrmætan flota af vélum og
hafi náð á síðustu árum að eignast
enn fleiri tól og tæki til að verða
sjálfbærir í rekstri og til að gera
völlinn enn betri. Guðni sér um
allar viðgerðir á vélum og segir
það breytingu frá því sem áður var
þegar verktaki sá um viðgerðirnar.
Nú geti hann gengið strax í verkið
ef vél stoppar og þá þarf hún ekki
að standa í einhvern tíma eins og
stundum var raunin áður.
Sami kjarni og
undanfarin ár
Að sögn Einars og Guðna hefur
þeirra stutta samstarf gengið mjög
vel og þeir eru gott teymi. Ein
ar hefur búið á Akranesi með fjöl
skyldu sinni síðustu sex ár og hefur
verið tíður gestur á kaffistofunni á
vellinum á þessum árum. Varðandi
aðra starfsmenn vallarins segja þeir
að þetta sé sami kjarni og undan
farin ár þó það hafi verið einhver
endurnýjun en stærsti hlutinn séu
námsmenn. „Sláttumennirnir yfir
sumarið eru yfirleitt mættir um
klukkan sjö á morgnana til klukk
an þrjú á daginn en ef það er mót
þá byrja þeir um fjögur fimm svo
þeir nái að gera allt áður en mótið
hefst. Við sláum flatirnar alla daga
yfir sumarið og með sláttinn, þá er
hirt upp af teigum og flötum en hitt
fær að liggja. Þetta er slegið svo ört
að grasið verður að engu.“
Annars segja þeir félagar að
þeirra starf snúist aðallega um þjón
ustu við kylfingana, ef völlurinn er
góður og allar aðstæður eins og þær
eigi að vera þá séu kylfingarnir sátt
ir. En að lokum, hvernig er þessi
völlur í samræmi við aðra velli á
Íslandi? Einar segir að Garðavöll
ur sé einn af bestu völlum landsins,
á topp fimm að hans mati, og það
séu margir sem eru einnig á þeirri
skoðun. Hann þykir frekar flatur en
margir eru hrifnir af því vegna þess
að hann er þá svo léttur undir fót
inn. Þá sé ekki slæmt að geta horft
á Akrafjallið í sinni fegurstu mynd
við spilamennskuna. Að lokum
segja þeir Einar og Guðni að eins
og alltaf hlakki þeir til sumarsins
og vonast til að kylfingar og gest
ir vallarins njóti sín til hins ítrasta
í allt sumar.
vaks
Snýst um þjónustu við kylfingana
Einar Gestur og Guðni Steinar glaðbeittir á golfvellinum.