Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 4
116 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 123 Katrín Júníana Lárusdóttir, Hjalti Guðmundsson, Árni Johnsen, Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Ábendingar og árangur ósæðarlokuísetningar með þræðingartækni (TAVI) á Íslandi Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum Á Íslandi er algengið 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt og með hækkandi aldri þjóðarinnar má gera ráð fyrir að fjöldi sjúklinga tvöfaldist á næstu 20 árum. Árangur TAVI-aðgerða hér á landi er mjög góður, ekki síst þegar litið er til lágrar 30 daga dánartíðni og heildarlifunar, og tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág. 130 Davíð Gíslason, Tryggvi Ásmundsson, Þórarinn Gíslason Heysjúkdómar á Íslandi II. Sjúkdómavaldar í heyi og rannsóknir á Íslandi Heyverkun á Íslandi hefur breyst mikið á þessari öld. Lengst af var hey þurrkað, en í óþurrkum var þurrkunin léleg. Þá hitnaði í heyinu í hlöðunni. Þetta voru kjörað- stæður fyrir myglu og heymítla og það myndaðist mikið ryk þegar farið var að gefa það. Votheysverkun sem hófst á seinustu öld kom í veg fyrir þannig myglu. Bráðaofnæmi fyrir heyryki virðist ekki hafa verið rannsakað að ráði fyrr en í lok síðustu aldar. Þá var vakin athygli á því að heymítlar (storage mites), sem áður voru nefndir heymaurar á íslensku, væru aðalorsök bráðaofnæmis fyrir heyryki. 137 Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, Svava Engilbertsdóttir, Leifur Franzson, Hjörtur Gíslason, Ingibjörg Gunnarsdóttir D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er offita eitt stærsta heilsufarsvandamál heims. Meiri líkamsþyngd eykur líkur á sjúkdómum eins og sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Offitu fylgir einnig aukin hætta á að fá ýmis krabbamein, kæfisvefn og sálfræðilega kvilla. Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá fólki með offitu er almennt góður, með tilliti til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu og lífsgæða. Hins vegar geta aðgerðirnar aukið líkur á nær- ingarefnaskorti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala. F R Æ Ð I G R E I N A R 3. tölublað · 107. árgangur · 2021 119 Ingileif Jónsdóttir Bylting í þróun bóluefna Reynslan af þróun bóluefna gegn COVID-19, prófunum, mati og framleiðslu, verður ómetanleg við þróun nýrra og betri bóluefna. 121 Rafn Benediktsson Ofþyngd þjóðar – hvað getum við gert? Fæstir geta snúið við einir og óstuddir og almennar ráð- leggingar um „heilbrigðan lífsstíl“ leysa sjaldnast málið. Það þarf eitthvað miklu meira. Í aðgerða- áætluninni frá 2013 var talað um þekkingarteymi sem hægt væri að leita til með alvarlegustu tilfellin. Það hefur ekki enn verið stofnað. z L E I Ð A R A R TAVI-aðgerð á Landspítala Á FORSÍÐU Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti lokusjúkdómurinn á Vesturlöndum. Hefðbundin meðferð við alvarlegum þrengslum hefur verið opin ósæðarlokuskipti en síðastliðin ár hefur ósæðarlokuísetning með þræðingar- tækni (TAVI) rutt sér til rúms. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir og einn höfunda fræðigreinar um TAVI í marsblaðinu tók kápumyndina og myndina hér fyrir ofan í aðgerð nýlega.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.