Læknablaðið - 01.03.2021, Side 7
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 119
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Revolutionary vaccine
development
Ingileif Jónsdóttir,
Fil.Dr. Professor of
immunology, Faculty of
Medicine, University of
Iceland, Head, infectious
and inflammatory diseaases,
deCODE genetics, Reykjavik,
Iceland
Ingileif Jónsdóttir
prófessor í ónæmisfræði við
læknadeild Háskóla Íslands,
deildarstjóri smit- og
bólgusjúkdóma hjá Íslenskri
erfðagreiningu
Bylting í þróun bóluefna
Kórónuveiran SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19
var raðgreind í janúar 2020. Fljótlega var sýnt að veir-
an notar broddprótínið (spike) sem binst ACE2-við-
taka til að sýkja frumur en hún fjölgar sér í umfrymi
þeirra og mótefni gegn broddprótíninu hindra sýk-
ingu frumna. Flest bóluefni í þróun miða að því að
vekja ónæmissvar gegn broddprótíni SARS-CoV-2.
Á síðastliðnu ári varð bylting í þróun bóluefna.
Á innan við ári tókst að þróa og fá leyfi eftirlits-
stofnana fyrir notkun tveggja bóluefna í mönnum,
sem venjulega tekur nær 10 ár. Nú hafa 10 bóluefni
gegn COVID-19 fengið markaðsleyfi (4 dauðar veir-
ur, 3 veiruferjur, 2 mRNA og 1 prótín).1 Bóluefni af
nýrri gerð, fituhjúpaðar mRNA öragnir, sem höfðu
ekki áður fengið leyfi til notkunar í mönnum,
reyndust bæði örugg og veita betri vernd (Pfiz-
er; 95%,2 Moderna; 94,1%3) en flest þekkt bóluefni.
Einnig veiruferjubóluefni, sem hafa lítið verið notuð
í mönnum (AstraZeneca; 70,1% vernd,4 Gamaleya;
91,6% vernd eftir einn skammt,5 J&J/Janssen; 66%
vernd eftir einn skammt) og prótínbóluefni blönduð
ónæmisglæði (adjuvant) (NOVAVAX; 89,3% vernd).
Bóluefnin veita svipaða vernd hjá eldri en 60-65 ára
(niðurstöður vantar frá AstraZeneca). Fyrstu þrjú
bóluefnin hafa markaðsleyfi meðal annars í Evrópu
og sótt hefur verið um mat Lyfjastofnunar Evrópu
fyrir hin. Opinberar upplýsingar eru takmarkaðar
um önnur bóluefni sem hafa markaðsleyfi í ýms-
um löndum en ekki leyfi lyfjastofnana Evrópu eða
Bandaríkjanna. Þá eru 63 bóluefni í fasa 1 til 3 og 179
í dýratilraunum.1
Aðalkostur mRNA og veiruferjubóluefna er að
þau virkja T-drápsfrumur, sem eyða veirusýkt-
um frumum og koma í veg fyrir veirufjölgun, bet-
ur en aðrar gerðir bóluefna, svo sem dauðra veira,
auk þess að vekja mótefnamyndun og frumubund-
ið ónæmissvar. Annar kostur er hve einfalt er að
breyta mRNA eða DNA í veiruferju sem broddpró-
tínið myndast eftir, til að bæta vernd gegn nýjum
afbrigðum veirunnar. Bóluefni Pfizer og Moderna
mynda mótefni sem hlutleysa suður-afríska afbrigði
SARS-CoV-2 heldur verr en upprunalega afbrigð-
ið og bóluefni J&J/Janssen og AstraZeneca vernda
vel gegn suður-afríska afbrigðinu. Vernd gegn
breska afbrigðinu er almennt góð. Ekki er ólíklegt
að í framtíðinni verði gefnar blöndur bóluefna gegn
mest útbreiddu afbrigðum SARS-CoV-2. Áhersla er á
að bæta stöðugleika mRNA bóluefnanna við hærra
hitastig en nú þarf við geymslu.
Ónæmisglæðar sem blandað er í bóluefni geta
aukið ónæmissvar og vernd, einkum hjá þeim sem
svara bólusetningum verr, svo sem ungbörnum og
eldra fólki. Sumir ónæmisglæðar hafa skammta-
sparandi áhrif, sem skiptir máli þegar framleiðslu-
geta bóluefna er takmarkandi. Í prótínbóluefni
NOVAVAX er ónæmisglæðirinn Matrix M, sem eyk-
ur mótefna- og T-frumusvör gegn prótínum SARS-
-CoV-2. Unnið er að rannsóknum á eflingu ónæm-
issvars með því að gefa ólíkar gerðir bóluefna í fyrri
og seinni skammti (prime-boost), til dæmis veiruferju
eða mRNA fyrst og prótín með ónæmisglæði síðar.
Til að hraða bóluefnaþróuninni voru fasar klín-
ískra prófana látnir skarast. Í fasa 3 var ekki ein-
göngu ungt hraust fólk eins og oftast er, heldur
líka einstaklingar í aukinni áhættu á alvarlegum
COVID-19, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggj-
andi sjúkdóma. Þannig fengust strax upplýsingar um
öryggi og gagnsemi bóluefnanna hjá áhættuhópum.
Nú er öryggi og gagnsemi bóluefnanna hjá fullorðn-
um þekkt og prófun hafin í börnum frá 12 ára aldri.
Ráðgjafanefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um
bólusetningar gegn COVID-19 hefur gagnrýnt að
barns hafandi konur voru ekki í fasa 3 rannsóknum,
þar sem konur á barneignaaldri eru stór hluti fram-
línustarfsfólks í heilbrigðiskerfinu.
Eftirlitsstofnanir hafa stytt matstíma, í áfangamati
er farið yfir niðurstöður jafn-
óðum og þær verða til, og því
fljótlegt að meta lokaniðurstöður
og ráðleggja um veitingu mark-
aðsleyfa. Enginn afsláttur er gef-
inn á kröfum eða mati á öryggi.
Öflugt alþjóðlegt samstarf
rannsóknastofnana, fyrirtækja,
eftirlitsaðila, ríkisstjórna og alþjóðasamtaka, svo
sem WHO, GAVI, CEPI, COVAX og Gates-stofnunar-
innar, um þróun bóluefna og uppbyggingu fram-
leiðslugetu hefur skipt sköpum. En við þurfum að
gera betur þegar kemur að jöfnum og sanngjörnum
aðgangi að bóluefnum og dreifingu á heimsvísu.
Munum líka að enginn er öruggur fyrr en við erum
öll örugg.
Reynslan af þróun bóluefna gegn COVID-19,
prófunum, mati og framleiðslu, verður ómetanleg
við þróun nýrra og betri bóluefna gegn þekktum
sýklum og komandi faröldrum af völdum óþekktra
sýkla.
doi 10.17992/lbl.2021.03.623
Reynslan af þróun bóluefna gegn
COVID-19, prófunum, mati og
framleiðslu, verður ómetanleg við
þróun nýrra og betri bóluefna.
Ingileif.Jonsdottir@decode.is
Heimildir
1. The COVID-19 vaccine race - weekly update. gavi.org/vaccineswork/
covid-19-vaccine-race - febrúar 2021.
2. Polack FP, Thomas SJ, Kitchin N, et al. Safety and Efficacy of the
BNT162b2 mRNA Covid-19 Vaccine. N Engl J Med 2020; 383: 2603-15.
3. Baden LR, Sahly HM, Essink B, et al. Efficacy and Safety of the mRNA-
1273 SARS-CoV-2 Vaccine. N Engl J Med 2021; 384: 403-16.
4. Voysey M, Clemens SAC, Madhi SA, et al. Safety and efficacy of
the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine (AZD1222) against SARS-CoV-2: an
interim analysis of four randomised controlled trials in Brazil, South
Africa, and the UK. Lancet 2021; 397: 99-111.
5. Logunov DY, Dolzhikova IV, Shcheblyakov DV, et al. Safety and
efficacy of an rAd26 and rAd5 vector-based heterologous prime-boost
COVID-19 vaccine: an interim analysis of a randomised controlled
phase 3 trial in Russia. Lancet 2021; S0140-6736: 00234-8.
Hversu lengi gætir
þú verið án launa?
Nánari upplýsingar á sjova.is/lifogheilsa
og innri vef Læknafélagsins.