Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2021, Side 11

Læknablaðið - 01.03.2021, Side 11
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 123 Inngangur Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vestur löndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.1 Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstakling- um yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að fjöldi þessara sjúklinga tvöfaldist á næstu 20 árum.2 Meðal helstu einkenna eru mæði og önnur einkenni hjartabilunar, yfirlið og hjartaöng.3 Væg þrengsl valda yfirleitt óverulegum einkenn- um en þegar flæði skerðist yfir lokuna koma einkenni fram og versna oft hratt. Talið er að án meðferðar sé dánartíðni ósæðar- lokuþrengsla allt að 50% innan árs eftir að einkenni koma fram.4 Hefðbundin meðferð við alvarlegum ósæðarlokuþrengslum hef- ur um áratuga skeið verið opin ósæðarlokuskiptaaðgerð (surgical aortic valve replacement, SAVR). Fjöldi rannsókna hefur sýnt góðan árangur aðgerðanna, meðal annars eins árs lifun yfir 90%.5 Engu að síður eru ósæðarlokuskipti stór skurðaðgerð þar sem tíðni fylgikvilla er talsverð. Dánartíðni innan 30 daga eftir ósæðarloku- skipti á Íslandi er 5,4% í nýlegri rannsókn, og er hún enn hærri hjá eldri sjúklingum með undirliggjandi sjúkdóma.6 Í evrópskri rann- sókn frá 2005 voru 33% aldraðra með alvarleg ósæðarlokuþrengsl ekki taldir skurðtækir vegna áhættu við aðgerð og því ekki teknir í ósæðarlokuskipti.7 Árið 2002 var framkvæmd í tilraunaskyni ný aðgerð við ósæðar- Katrín Júníana Lárusdóttir1 Hjalti Guðmundsson2 Árni Johnsen3 Martin Ingi Sigurðsson1,4 Tómas Guðbjartsson1,3 Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,2 Katrín Júníana er læknanemi, aðrir höfundar eru læknar 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartalækningadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fyrirspurnum svarar Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, ig@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti lokusjúkdómurinn á Vesturlönd- um. Hefðbundin meðferð við alvarlegum þrengslum hefur verið opin ósæðarlokuskipti en síðastliðin ár hefur ósæðarlokuísetning með þræðingartækni (TAVI) rutt sér til rúms hér á landi sem erlendis. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna árangur TAVI-aðgerða á Íslandi með áherslu á ábendingar, fylgikvilla og lifun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra TAVI-aðgerða sem fram- kvæmdar hafa verið á Íslandi frá janúar 2012 til loka júní 2020. Skráðir voru bakgrunnsþættir sjúklinga, afdrif og fylgikvillar en einnig heildar- lifun sem borin var saman við íslenskt viðmiðunarþýði af sama kyni og aldri. Meðal eftirfylgd var 2,4 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls voru framkvæmdar 189 aðgerðir (meðalaldur 83 ± 6 ár, 41,8% konur), allar með sjálfþenjandi lífrænni gerviloku. Flestir sjúklingar (81,5%) höfðu alvarleg hjartabilunareinkenni (NYHA-flokkar III-IV) og miðgildi EuroSCORE-II var 4,9 (bil 0,9-32). Á hjartaómskoðun fyrir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi að meðaltali 78 mmHg og lokuflatarmál 0,67 cm2. Rúmlega fjórðungur (26,5%) sjúklinga þurfti ísetningu varanlegs gangráðs í kjölfar TAVI-aðgerðar. Aðrir fylgikvillar voru oftast æðatengdir (13,8%), en hjartaþröng greindist í 3,2% tilfella og heilablóðfall í 2,6%. . Mikill randstæður leki við gerviloku sást hjá 0,5% sjúklinga. Dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð var 1,6% (n=3) og lifun einu ári frá aðgerðadegi 93,5% (95% ÖB: 89.8-97.3). Heildarlifun var sam- bærileg lifun viðmiðunarþýðis af sama kyni og sama aldri (p=0,23). ÁLYKTANIR Árangur TAVI-aðgerða hér á landi er mjög góður, ekki síst þegar litið er til lágrar 30 daga dánartíðni og heildarlifunar sem var sambærileg og hjá viðmiðunarþýði. Auk þess var tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Ábendingar og árangur ósæðarlokuísetningar með þræðingartækni (TAVI) á Íslandi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.