Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 18

Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 18
130 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Heysjúkdómar á Íslandi II. Sjúkdómavaldar í heyi og rannsóknir á Íslandi Á G R I P Sjúkdómar tengdir vinnu í heyryki hafa lengi verið þekktir á Íslandi. Árið 1981 hófust rannsóknir á heysjúkdómum að beiðni bændasamtak- anna og eru helstu niðurstöður þeirra dregnar saman í þessari grein. Í ljós kom að mikið magn af heymítlum, myglu og hitakærum geislagerl- um (micropolyspora faeni) fannst í heyinu, auk ofnæmisvaka frá músum og frjókornum. Einkenni af heyryki voru oftast frá nefi og augum hjá þeim sem voru jákvæðir á húðprófum, en hósti, mæði og hitaköst voru álíka algeng hjá þeim sem voru neikvæðir á húðprófum. Algengustu ofnæmisvaldar meðal bændafjölskyldna voru heymítlar og nautgrip- ir, en ofnæmi fyrir köttum, hundum og grasfrjóum var sjaldgæfara í sveitunum en á Reykjavíkursvæðinu. Þegar borin voru saman áhrif þess að vinna í miklu heyryki og litlu voru jákvæð fellipróf fyrir micropolyspora faeni, hitaköst eftir vinnu og lungnateppa algengari meðal þeirra sem unnu í miklu heyryki. Sýnt hefur verið fram á að íslenskir bændur fá oftar lungnaþembu en aðrir Íslendingar og er það óháð reykingum. Nánast engir mítlar fundust við umfangsmikla rannsókn á heimil- um á Reykjavíkursvæðinu. Eigi að síður sýndi rannsókn að sértæk IgE-mótefni fyrir rykmítlum voru jafn algeng þar og í Uppsölum í Svíþjóð þar sem rykmítlar fundust á 16% heimila. Þegar nánar var að gætt höfðu 57% þeirra sem þátt tóku í rannsókninni haft meiri eða minni snertingu við heyryk, ýmist alist upp í sveit, verið send í sveit sem börn eða sinnt um hesta. Höfum við fært rök fyrir því að krossnæmi við heymítla geti átt þátt í nokkuð algengu næmi fyrir rykmítlum. Nýleg rannsókn á miðaldra einstaklingum hefur leitt í ljós að næmi fyrir heymítlum er heldur algengara á Reykjavíkursvæðinu en í Árós- um, Bergen og Uppsölum, sem vafalítið skýrist af því hve algengt er að þeir séu eða hafi verið í snertingu við heyryk. Davíð Gíslason1,2 læknir Tryggvi Ásmundsson læknir Þórarinn Gíslason1,2 læknir 1Lyfjadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands Fyrirspurnum svarar Davíð Gíslason, davidgis@simnet.is Inngangur Eins og minnst var á í grein um heysjúkdóma á Íslandi í síðasta Læknablaði vakti það athygli hversu algengt var að til höfunda kæmu einstaklingar með kvartanir sem þeir tengdu vinnu í heyryki. Mest bar á einkennum bráðaofnæmis (IgE-miðlaðs of- næmis). Það var kláði í nefi og augum, roði í augum og bjúgur í nefi með hnerrum og nefrennsli. Margir fundu einnig fyrir astma. Það sem benti til bráðaofnæmis var að einkennin gerðu vart við sig nærri strax og komið var í hlöðuna. Sjaldnar var kvartað yfir hitaköstum sem vanalega komu á kvöldin og stóðu kannski alla nóttina, en liðu svo hjá. Oftast fylgdi þessu mæði, hósti og dálítill uppgangur. Höfundar unnu allir á lungnadeildinni á Vífilsstöðum á þessum árum og einstaka sinn- um lögðust inn eldri bændur með bandvefsbreytingar á röntgen- mynd af lungum og sögu um hitaköst eftir vinnu í heyryki. Það vakti einnig athygli lækna spítalans að bændur virtust geta fengið verulega berkjubólgu og lungnaþembu án þess að hafa reykt. Þáverandi landlæknir, Ólafur Ólafsson, skrifaði áfangaskýrslu um rannsóknir á heysjúkdómum í blað bænda 1985.1 Þar getur hann þess að rannsóknarhópur hafi verið myndaður af landlækni, samkvæmt beiðni Stéttarsambands bænda 1980. Í hópnum voru Bjarni Guðmundsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Davíð Gíslason sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum, Eggert Gunnarsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.