Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2021, Side 19

Læknablaðið - 01.03.2021, Side 19
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 131 R A N N S Ó K N dýralæknir, Helgi Guðbergsson sérfræðingur í atvinnusjúkdóm- um, Sigurður Richter skordýrafræðingur, Tryggvi Ásmundsson sérfræðingur í lungnasjúkdómum, Vigfús Magnússon héraðs- læknir í Vík, Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins og Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur. Sigurður Richter þekkti reyndan mítlafræðing, Thorkil E. Hallas, sem starf- aði við Skadedyrlaboratoriet í Kaupmannahöfn, og fékk hann til samstarfs við hópinn. Einnig þekkti Davíð til á Allergylaboratory í Kaupmannahöfn (ALK), og þaðan kom til samstarfs við hópinn Suzanne Gravesen sérfræðingur í líffræði með áherslu á ofnæmi. Árið 1932 hafði Campell lýst einkennum eftir vinnu í afar mygl- uðu heyi. „After intensive exposure to the dust, within 36 hours extreme dyspnoea developed, with cyanosis, so that the sufferer appeared almost in extremis. Three weeks later dyspnoea was still severe, and some cyanosis persisted. Cough was never troublesome, nor was sputum copious. X-ray showed generalized fine stippling, finer than silicosis; later the stippling faded, but an increased tendency to fibrosis appeared.2 Campell lýsti þarna ofnæmislungnabólgu af heyryki sem nefnd er extrinsic all- ergic alveolitis í Englandi og hypersensitivity pneumonitis í Bandaríkj- unum, en kallast hér á landi heysótt ( farmer´s lung), og hann taldi líklegt að mygla í heyinu væri orsök þessa sjúkdóms. Tuttugu og einu ári seinna lýsti Fuller þremur stigum hey- sóttar:3 Fyrsta stigi fylgja bráðaeinkenni með hita að kvöldi eftir vinnu í heyryki og næstu daga hósti, lystarleysi, höfuðverkur og þreyta. Stundum fylgdi surg- og brakhljóð við hlustun. Á þessu stigi er röntgenmynd oftast eðlileg. Á öðru stigi sjúkdómsins, ef vinnu er haldið áfram, er vaxandi mæði, hósti, blámi og brakhljóð við hlustun. Á röntgenmynd sjást fíngerðar þéttingar á lungna- blöðrum (alveolar mottling). Þessi einkenni geta horfið ef hinn sjúki heldur sig alveg frá heyryki. Þriðja stigið kemur eftir langvarandi vinnu í heyryki. Þá sjást í lungum varanlegar bandvefsbreytingar. Hann taldi hafið yfir vafa að orsök þessa sjúkdóms væri mygla, og hann sýndi fram á að magn myglu væri margfalt í heyryki, þegar heyið var leyst, á við það sem annars var í heystæðum. Fuller útbjó ofnæmislausnir úr tveimur sýnum af góðu heyi og tveimur sýnum af mygluðu heyi og prófaði fyrir þeim með stunguprófi í húð hjá 10 einstaklingum sem unnu í heyryki. Einnig prófaði hann fyrir fjórum tegundum af myglu. Niðurstaðan var athyglisverð því allir voru með jákvæðar svaranir fyrir heyryki en aðeins tveir með veikar svaranir fyrir myglunni Aspergillus ni- dulans. Skipti þá ekki máli hvort menn höfðu einkenni um hey- sótt. Ekki var þess getið hvort þessir einstaklingar hefðu önnur ofnæmiseinkenni. Á sjöunda áratugnum skrifuðu Pepys og félagar nokkrar grein- ar sem fjölluðu um jákvæð fellimótefnapróf hjá bændum með heysótt. Reyndust prófin einkum vera jákvæð fyrir hitakærum geislagerlum (Thermoactinomyces).4 Bráðaofnæmi fyrir heyryki virðist ekki hafa verið rannsakað að ráði fyrr en með rannsóknum Cuthberts undir lok áttunda ára- tugar síðustu aldar. Hann var fyrstur til að vekja athygli á því að heymítlar (storage mites), sem áður voru nefndir heymaurar á ís- lensku, væru aðalorsök bráðaofnæmis fyrir heyryki.5,6 Hann var læknir í Orkneyjum og þar hafa aðstæður til heyöflunar líklega verið svipaðar og hér á landi. Má gera ráð fyrir að heymítlar í hey- sýnum Fullers skýri niðurstöður þeirra húðprófa sem hann gerði. Rannsóknir á sveitabýlum á Íslandi Rannsóknir á heyi Fyrsta verkefni vinnuhópsins var að kanna hugsanlega ofnæmis- vaka í heyi. Thorkil Hallas hefur stýrt umfangsmiklum rannsókn- um á heymítlum og rykmítlum hér á landi, og hann og samstarfs- menn hans hafa birt 8 greinar um þetta efni á árunum 1981-2010.7-14 Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna voru úr 36 heysýnum sem tekin voru á 12 jörðum: Í Árnessýslu, í Reykjavík, Borgarfirði, í Eyjafirði og á Austurlandi.7 Það fundust heymítlar í öllum sýn- unum, frá 64-1,2 milljón mítla á kg af heyi. Í sýnunum greindust 19 tegundir mítla, en algengustu 5 tegundir svöruðu til 96,7% mítlanna (tafla I). Tarsonemus sp. voru algengastir og merkilegt að þeirri tegund hafði ekki verið lýst áður. Samanburður á tökustöð- um sýndi meiri fjölda mítla út við veggi en í miðri hlöðu, og meira en þúsund sinnum meira í rakaskemmdu heyi en vel þurru heyi úr sömu hlöðu. Um heymítla segir svo á Ráðanautafundi bænda árið 1988:14 „Heymaurar lifa út í náttúrunni, en fjöldi þeirra þar er sjaldan mik- ill. Þeim fjölgar fyrst verulega þegar lífskilyrði í umhverfi þeirra verða þeim hentug. Þeir berast inn í hlöðurnar með heyinu af túnunum … Þegar heyið er komið í hlöðu, hverfa úr því þær myglu- sveppategundir sem lifa á túnum, en í staðinn nær hlöðumygla yf- irhöndinni. Á þessum myglusveppum nærast heymítlar og þeim fjölgar ört. Á lífsferli sínum skipta mítlarnir margoft um ham, og þar sem mítlar hafa verið um nokkurt skeið er auk lifandi mítla, ávallt mikið um brot úr tómum hömum, eggjaleifum og mítlaskít … Lepidoglyphus destructor er fremur stór … Hann er algengastur í heyinu á haustin, þar sem hann stendur á beit í fyrstu myglunni. Þessi mítill er reyndar sá heymítill, sem algengast er að menn fái ofnæmi fyrir. Acarus farris er nokkuð minni … Hann kemur nokkru seinna fram á sjónarsviðið. Tyrophagus longior … þrífst best í hlýrra umhverfi og er því sjaldan í miklu magni hér á landi.“ Þegar fjöldi mítla var kannaður eftir aldri heys var mest af L. destructor og A. farris í ársgömlu heyi, en af öðrum mítlategundum var mest í tveggja ára gömlu heyi. Í gömlum heyfyrningum fannst lítið af mítlum. Ekki fannst marktækur munur á fjölda heymítla í góðu heyi, meðalgóðu heyi og lakara heyi.8 Hins vegar var sam- band milli vatnsinnihalds í heyinu og fjölda heymítla, og sáralítið fannst af lifandi mítlum þegar rakastigið var undir 73%.14 Tafla I. Algengustu tegundir heymítla í 36 heysýnum. Fimm algengustu heymítlarnir Hlutfall (%) af heildarfjölda Hlutfall (%) jákvæðra sýna 1. Tarsonemus sp 33,5 97 2. Acarus farris 30,4 81 3. Lepidoglyphus destructor 25,7 83 4. Tydeus interruptus 6,3 78 5. Cheyletus eruditus 0,8 50 1-5 samanlagt 96,7 100

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.