Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 20
132 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
Til að kanna aðra ofnæmisþætti í heyryki var safnað 35 heysýn-
um í Víkurhéraði í júlí 1982, og 5 sýnum úr votheyi af Ströndum.15
Stefnt var að því að rannsaka ofnæmisvaka sem valda bráðaof-
næmi og heysótt. Heysýnin voru rannsökuð hjá ALK með tilliti
til myglu, hitakærra geislagerla, frjókorna og ofnæmisvaka frá
músum. Þrjátíu mg af heyi úr 10 sýnum frá 5 bæjum voru rækt-
uð á agar skálum. Úr þeim ræktuðust 8 tegundir af myglu og úr
öllum sýnum ræktuðust hitakærir geislagerlar, og voru þeir all-
ir af gerðinni Micropolyspora faeni. Mest ræktaðist af myglunum
Rhizopus sp. og Aspergillus sp. Úr 35 sýnum var hrist ryk og ræktað.
Eins og áður ræktaðist mest af Rhizopus sp., þá Penicillium sp. og
Aspergillus sp. (tafla II). Afar lítið ræktaðist úr votheyssýnum af
Ströndum.
Til að kanna ofnæmisvaka úr grasfrjóum var beitt mótstraums-
felliprófi (CounterCurrent Immunoelectrophoresis) á vatnslausnir úr
10 heysýnum og til að kanna ofnæmisvaka frá músum var gerð
Rocket-Line-Immunoelectrophoresis. Mótefnavakar úr músahárum
fundust í þremur sýnum og fyrir músaþvagi í öllum sýnunum en
mótefni í miklu magni fundust í tveimur sýnum, öðru fersku en
hinu ársgömlu. Mótefnavakar frá grasfrjóum fundust í 7 sýnum.
Rannsóknir á bændum og búaliði
Rannsóknir á bráðaofnæmi bændafjölskyldna voru gerðar í
tveimur landbúnaðarhéruðum: Í Víkurlæknishéraði (Austur-
Eyjafjallahreppi og allri V-Skaftafellssýslu) og nyrstu hreppum
Strandasýslu frá Broddadalsá að Munaðarnesi. Þessi svæði urðu
fyrir valinu vegna þess að í Víkurhéraði er mikil úrkoma, eða
um 2-4000 mm á ári og heyfengur þar að mestu leyti þurrhey,
en í Strandasýslu er úrkoma 1-2000 mm, og þar var heyfengur að
mestu leyti vothey. Á suðursvæðinu var blandaður búskapur með
kúa- og fjárbúum, en á norðursvæðinu var fyrst og fremst sauð-
fjárbúskapur.
Bráðaofnæmi er einkum sjúkdómur ungs fólk, og flestir sem
veikjast hafa fengið sjúkdóminn fyrir fimmtugt. Því voru þátttak-
endur valdir á aldrinum 6-50 ára. Fyrir þá var fylltur út spurninga-
listi og þeir sem höfðu einhver einkenni frá öndunarfærum, aug-
um og húð voru húðprófaðir með 24 ofnæmislausnum frá ALK.16
Þátttakendur voru 319; 152 úr Víkurhéraði og 167 úr Strandasýslu.
Framkvæmd húðpróf voru 103 (hjá 32,2%); í Víkurhéraði 42 og í
Strandasýslu 61. Þannig voru jákvæð húðpróf, hjá þeim sem höfðu
einkenni, 55% í Víkurhéraði og 56% í Strandasýslu. Tíu algengustu
jákvæðir ofnæmisvaldar eru sýndir í töflu III. Ekki var marktækur
munur milli rannsóknarsvæða. Heymítlar og nautgripir ollu oftast
ofnæmi, en grasfrjó, hundar og kettir höfðu lítið vægi. Sterk fylgni
var milli jákvæðra húðprófa og einkenna frá nefi og augum, en
ekki martæk fylgni milli jákvæðra húðprófa og hósta, og engin
fylgni við mæði og hitaköst (tafla IV).
Mikill munur var á heyverkun milli héraðanna tveggja. Hjá 88%
þátttakenda í Strandasýslu var vothey meira en 90% heyaflans, en
hjá 61% í Víkurhéraði var ekkert vothey verkað.17 Í Strandasýslu
voru 32 (19%) með einkenni í heyryki en 36 (24%) í Víkurhéraði.
Þessi munur er þó ekki marktækur. Mest var kvartað yfir þurrheyi
og mygluðu heyi. Af þeim sem höfðu einkenni af heyryki nefndu
79% einkenni frá nefi, 63% einkenni frá augum, 44% hósta, 34%
mæði og 25% hita.
Í annarri könnun sem framkvæmd var á sömu landsvæðum
voru bændur rannsakaðir með tilliti til lungnaeinkenna, frá-
blástursgilda í lungum og felliprófa fyrir mótefnavökum hey-
sóttar. Nú voru aldursmörk frá 16 árum upp í 87 ár, enda ekki
gert ráð fyrir því að börn væru mikið í heyryki. Þátttakendur
voru 325 í Víkurhéraði og 126 í Strandasýslu.18 Felliprófin voru
gerð á Tilraunastöð Háskólans á Keldum og mæld mótefni fyr-
ir Microolyspora faeni, Thermoactiomycetes vulgaris og Aspergillus
fumigatus. Ekki var marktækur munur milli héraða á hósta, upp-
gangi og surgi fyrir brjósti, en marktækt fleiri fundu fyrir mæði
við gang á jafnsléttu í Víkurhéraði (13,6% á móti 5,6%). Fellipróf
voru nær eingöngu jákvæð fyrir M. faeni, en 5 einstaklingar voru
jákvæðir fyrir A. fumigatus, en enginn fyrir T. vulgaris. Eftir vinnu
í heyryki fengu marktækt fleiri hita í Víkurhéraði (18% á móti
7,9%) og fellipróf voru marktækt oftar jákvæð í Víkurhéraði (72,9%
á móti 23,9%) (tafla V). Jákvæð tengsl voru milli mæði við gang á
jafnsléttu og jákvæðra felliprófa fyrir M. faeni. Einnig var mark-
tækt samband milli jákvæðra felliprófa og hósta og hita við vinnu
Tafla II. Myglusveppir í ryki úr 35 heysýnum.
Myglusveppir Hlutfall (%) jákvæðra sýna
Rhizopus sp. 83
Penicillium sp. 29
Aspergillus sp. 23
Scopulariopsis sp. 17
Absidia sp. 14
Aspergillus (glaucus-group) 14
Mucor sp. 11
Chaetomium sp. 9
Tafla III. Niðurstöður úr pikk-prófum. Þeir ofnæmisvakar sem oftast
gáfu jákvæð svör
Ofnæmisvakar Hlutfall (%) jákvæðra svara
Lepidoglyphus destructor 38
Nautgripir 21
Tyrophagus putrecentiae 17
Acarus siro 14
Dermatophagoides farinae 14
Grasfrjó 11
Birkifrjó 10
Dermatophagoides pteron 10
Hundar 7
Kettir 6