Læknablaðið - 01.03.2021, Page 22
134 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
svo, hvað einkenndi þá einstaklinga sem höfðu IgE-mótefni fyrir
rykmítlum í Reykjavík? Þetta var athugað á rannsóknarúrtaki í
Evrópurannsókninni 1990-91 (ECRHS I) og árið 2000 (ECRHS II).26
Árið 1990-91 voru 49 einstaklingar með sértæk IgE-mótefni fyrir D.
pteronyssinus, og af þeim voru 24 orðnir neikvæðir árið 2000. Þegar
þessir tveir hópar voru bornir saman við einstaklinga með jákvæð
IgE-mótefni fyrir grasfrjóum en ekki rykmítlum, höfðu þeir sem
voru jákvæðir fyrir D. pteronyssinus bæði 1990 og 2000 oftar dvalið
í sveit á sumrin sem börn, en hinir hóparnir tveir. Einnig voru
könnuð jákvæð IgE-mótefni fyrir nokkrum ofnæmisvöldum sem
vitað er að geta valdið krossnæmi við rykmítla. Fjöldi þeirra sem
náðist til í rannsóknina er sýndur í töflu VI. Taflan sýnir mikið
krossnæmi við heymítla hjá þeim sem voru jákvæðir fyrir rykmítl-
um árin 1990 og 2000. Þannig er tenging við sveitirnar og heymítla
sýnileg í þessari niðurstöðu.
Í Evrópurannsókninni lungu og heilsa I (ECRHS I) var kannað
ofnæmi fyrir L. destructor í Reykjavík og nágrenni.28 Þátttakend-
ur í rannsókninni voru 519 og 57% þeirra höfðu unnið með hey
eða komið nálægt heyryki með öðrum hætti. Í hópi karla voru það
69%, en í hópi kvenna 41%. Þessir einstaklingar skiptust þannig
að 210 höfðu verið sendir í sveit sem börn, 54 höfðu alist upp í
sveit og 34 höfðu fengist við að fóðra hesta. Jákvæð húðpróf fyrir
L. destructor voru marktækt algengari hjá þeim sem höfðu kom-
ið nærri heyryki, og var það sérstaklega áberandi hjá þeim sem
höfðu fóðrað hesta. Sextíu einstaklingar höfðu einkenni í heyryki
(21,5%), og af þeim höfðu 70% einkenni frá nefi, 42% einkenni frá
augum og 45% hósta.
Í nýbirtri niðurstöðu úr Evrópukönnuninni III (ECRHS III) eru
bornar saman útkomur úr húðprófum fyrir heymítlum í fjórum
borgum: Árósum, Bergen, Reykjavík og Uppsölum. Þarna var um
að ræða einstaklinga á aldrinum 40-67 ára og fjöldi í hverju rann-
sóknarþýði var frá 354 (í Reykjavík) til 195 (í Árósum). Prófað var
fyrir Lepidoglyphus destructor, Acarus siro og Tyrophagus putrescentiae,
nema í Uppsölum, þar sem einungis var prófað fyrir L. destruct-
or (29). Í Reykjavík höfðu 13% jákvæð húðpróf fyrir heymítlum,
í Bergen 8%, í Árósum 7%. Í Uppsölum voru 3% jákvæðir fyrir
L. destructor. Í samanlögðum hópnum voru 10% jákvæðir fyrir
heymítlum en 8% fyrir rykmítlum. Næmi fyrir heymítlum var
áhættuþáttur fyrir ofnæmiseinkennum í nefi og astma.
Umræða
Rannsóknir sem gerðar voru á heysýnum sýndu ofnæmisvaka frá
heymítlum, myglu, músum og frjókornum. Þeir geta valdið bráða-
ofnæmi af sömu gerð og ofnæmi fyrir grasfrjóum og húsdýrum.
Mygla og hitakærir geislagerlar geta valdið seinu ofnæmissvari
eftir 6-8 tíma, sem er dæmigert fyrir heysótt. Hallas sýndi fram á
mikið magn heymítla í heyinu og 5 tegundir mynduðu nærri 97%
af mítlasamfélaginu.7 Eðlilegast hefði verið að prófa fyrir öllum
heymítlum sem fundust, en aðeins þrjár tegundir voru fáanlegar
í próflausnum. Þannig er ekki vitað hvort Tarsonemus sp. hefur
mikla þýðingu sem ofnæmisvaldur hér á landi.
Heymítlar voru aðalofnæmisvaldar í sveitunum og T. putrecentia
var sá ofnæmisvaldur sem kom næst á eftir L. destructor og naut-
gripum, þótt hann fyndist aðeins í 6% þeirra heysýna sem voru til
rannsóknar. Möguleg skýring á vægi hans í þessari rannsókn er
krossnæmi við L. destructor.30
Rannsóknin á ofnæmi í bændafjölskyldum fór fram árið 1983.
Það vakti athygli rannsakenda að jákvæð húðpróf fyrir hundum
og köttum lentu í 9. og 10. sæti, þó gera mætti ráð fyrir því að
hundar og kettir væru á flestum heimilum. Í Evrópurannsókninni
lungu og heilsa I (ECRHS I), sem gerð var árin 1990-91 á slembi-
úrtaki Reykvíkinga á aldrinum 20-44 ára, voru grasfrjó, kettir og
hundar algengustu ofnæmisvaldarnir.31 Síðari tíma rannsóknir
benda til þess að dýr í umhverfi ungbarna sé ekki áhættuþáttur
fyrir ofnæmi, og að hundar á heimili ungbarna dragi beinlínis úr
ofnæmi.32-34 Varðandi ketti er þetta ekki jafn öruggt. Kettir á heim-
ilum ungbarna virðast þó geta dregið úr ofnæmi fyrir köttum hjá
fullorðnum, einkum hjá þeim sem eru með fjölskyldusögu um of-
næmi, en þrátt fyrir það er algengi kattaofnæmis í beinu sambandi
við fjölda katta í samfélaginu.35 Einnig hafa rannsóknir sýnt að þeir
sem alast upp á sveitabýlum fá síður ofnæmi en þeir sem alast upp
í þéttbýli.36 Þetta er vegna þess að óhreinindi (endotoxin) frá dýrun-
um hafa verndandi áhrif gegn ofnæmi.37
Það verður að teljast ólíklegt að farið væri með ungabörn í hlöðu
og fjós við gegningar og mjaltir. Þau hafi því komist í snertingu
við ofnæmisvaka frá heymítlum og nautgripum inni á heimilinu,
frekar en í útihúsum. Ekkert er vitað um magn ofnæmisvaka frá
nautgripum inni á bændaheimilum, en magn rykmítla og heymítla
hefur verið rannsakað.12 Safnað var ryksýnum úr rúmdýnum og
af stofugólfi á 42 bæjum á Suður- og Vesturlandi. Það fundust 17
tegundir mítla í þessum sýnum, en í öllum tilfellum var um lítið
magn að ræða á hverjum bæ. A. siro fannst á 13 bæjum og D. pter-
onyssinus á 8 bæjum og aðrar tegundir í minna mæli. Þannig er
hugsanlegt að lítið magn af heymítlum inni á heimilunum valdi til-
tölulega miklu ofnæmi, en mikið magn af ofnæmisvökum frá hund-
um og köttum eigi þátt í litlu ofnæmi fyrir hundum og köttum.
Þótt algengi bráðaofnæmis væri svipað í V-Skaftafellssýslu og
á Ströndum var mikill munur á jákvæðum felliprófum, hitaköst-
um eftir vinnu í heyryki og skertri lungnastarfsemi, bændum í
V-Skaftafellssýslu í óhag. Er það væntanlega vegna þess að þeir
höfðu unnið í miklu meira heyryki. Ef gengið er út frá því að að-
stæður inni á heimilunum hafi ráðið meiru um þróun bráðaof-
næmis er kannski eðlilegt að ekki hafi fundist munur á bráðaof-
næmi milli þessara landsvæða.
Hvort sem horft er til fjölskyldna bænda eða þeirra sem bjuggu
á Reykjavíkursvæðinu og höfðu verið í snertingu við heyryk var
það sameiginlegt þessum hópum að algengustu einkennin voru
frá nefi og augum. Hvers vegna er þessara einkenna þá ekki getið
í eldri skrifum frá 18. og 19. öldinni? Jafnvel þegar komið er fram á
20. öld, þegar minnst er á ofnæmi fyrir heyryki, er ekkert minnst á
einkenni frá nefi og augum. Jón Finsen tekur beinlínis fram að ein-
kenni bænda séu annars konar en einkenni þeirra sem voru með
„höfeber“.38 Í okkar rannsóknum voru þó miklu fleiri sem þjáðust
af þessum einkennum en einkennum frá lungum. Var athyglis-
gáfu þessara kollega okkar svona ábótavant?
Í hinni vönduðu ritgerð Charles H. Blackley um frjóofnæmi,
sem birt var 1873, getur hann þess að hann hafi haft 16 sjúklinga til
rannsóknar og vitnar í þýskan lækni, Philipp Phoebus, sem hafði
haft 56 sjúklinga til rannsóknar.39 Fyrst þessir miklu frumkvöðl-
ar höfðu ekki fleiri sjúklinga að vinna með hefur sjúkdómurinn
verið afar sjaldgæfur á þeim tíma. Hann getur þess einnig að
sjúkdómurinn virtist helst koma upp meðal menntamanna, og að
hann þekki engan innan bændafjölskyldna með þennan sjúkdóm.