Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2021, Page 32

Læknablaðið - 01.03.2021, Page 32
144 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Tvö börn greindust með mjög sjaldgæfar genabreytingar í erfðafræðirannsókn Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir Gunnlaug- ur Sigfússon, hjartalæknir á Barnaspítala Hringsins og í Domus Medica. „Annað barnið er með nýja stökkbreytingu sem ekki fannst í fjölskyldu þess. Hitt tilfellið leiddi til greiningar á geni sem er til staðar í ættinni og fannst í framhaldinu í fleiri fjölskyldumeðlimum.“ Börnin tvö eru nú bæði með gangráð og vegnar vel. „Allt er þetta gert í mjög góðu samstarfi við full- orðins hjartalækna á Landspítala.“ Gunnlaugur sagði frá því á Læknadög- um að barnahjartalæknar á Landspítala hafi sjaldan séð jafn alvarlegar hjart- sláttartruflanir og á síðasta ári. „Þar af Tvö börn með sjaldgæfar genabreytingar lentu í hjartastoppi Arfgengar hjartatruflanir sem ekki höfðu þekkst áður hér á landi í börnum greindust í fyrra eftir erfðafræðilega athugun Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir. Mynd/gag nokkur alvarleg yfirlið við áreynslu,“ sagði hann og hóf erindi sitt á eftirfarandi orðum: „Síðasta ár var skelfing í alla staði eins og allir þekkja og aðstæður hér á Læknadögum bera þess merki. En það var líka merkilegt ár hjá okkur á Barnaspít- alanum.“ Hann vísaði þar í fundinn við erfðarannsóknirnar. Í samtali við Lækna- blaðið segir hann ár líkt því í fyrra koma á margra ára fresti. „Það er ekkert í umhverfinu sem skýrir þetta ár heldur tilviljanir; litla-Ís- land.“ Nýjungar í erfðafræði leiði af sér greiningar sem áður hafi ekki fengist. „Möguleikar til greininga á hjartsláttar- truflun hafa stóraukist á undanförnum árum.“ Annað tilfelli hjartastoppsins varð á Akureyri og segir Gunnlaugur heil- brigðisstarfsfólk og aðra sem að því hafi komið þar hafa staðið sig með miklum sóma. „Hversu vel tókst til er til marks um hversu mikilvæg góð þekking á grunn- endurlífgun og sérhæfðari endurlífgun er.“ Hann segir aukna þekkingu hafa leitt til þess að erfðarannsóknir séu nú gerðar í meira mæli en áður. Hægt sé að safna upp- lýsingum í gegnum greiningarnar. „Það auðveldar mjög fyrir okkur lækna. Bæði verður greiningin nákvæmari og með- ferðin markvissari. Við hefðum ekki getað greint þessa sjúkdóma barnanna fyrir um 20 árum.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.