Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2021, Page 41

Læknablaðið - 01.03.2021, Page 41
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 153 hverju breytir ígræðslan fyrir fólk með Parkinson? Anna lýsir miklum sveiflum í hreyfifærni þess. „Rétt eftir að þeir taka lyfin sín fá þeir ofhreyfingar,“ segir hún. „Þegar líður að næsta skammti verða þeir svo stífir og hægir að þeir geta ekki staðið upp, frjósa og þurfa að bíða eftir að ný tafla virki, fara þá aftur í ofhreyfingarnar. Þetta er hamlandi fyrir fólk; oft fólk um fimmtugt þegar það greinist,“ segir hún og að við ígræðsluna hætti ofhreyfingarnar oftast og skjálftinn minnki umtalsvert. „Hverfur oft.“ Aðgerðin geti skilið á milli þess að fólkið verði öryrkjar eða geti stundað sína vinnu og daglegt líf. „Það er sárt að geta ekki gripið til þeirra úrræða sem til eru gegn sjúkdómn- um og geta leitt til þess að hann fari síður á örorku – sem er líklega eitt dýrasta úr- ræði fyrir fólk með sjúkdóma. Við þurfum að veita viðeigandi meðferð á réttum tíma til að hindra að fólk detti út af vinnu- markaðnum” segir Anna. „Það er upplifun mín að ekki sé hugað að þessum þáttum hér á landi.“ Hún telur að almennt myndu um fjórir einstaklingar þurfa meðferðina á ári en eitthvað fleiri næstu tvö til þrjú árin vegna uppsafnaðr- ar þarfar. Fá ekki lyf sem aðrir fá Anna hefur einnig staðið í stappi við að fá viðeigandi lyf fyrir sjúklinga sína. Sjúk- lingar sem ekki kjósa skurðaðgerð sem meðferð við langt gengnum Parkin son- sjúkdómi ættu að geta fengið lyfið Rytary. „Þetta lyf er á markaði í Bandaríkj- unum. Það er hluti af viðurkenndri og hefðbundinni meðferð fyrir Parkinson-sjúklinga,“ segir hún og að hún hafi staðið í bréfaskriftum í tvö ár við Lyfjagreiðslunefnd og Lyfjanefnd Landspítala. „Okkur var neitað því lyfið væri ekki markaðssett í Evrópu. En lyfið er fáanlegt á Íslandi. Skjólstæðingur minn hefur feng- ið það afgreitt án niðurgreiðslu. Það er á lista yfir lyf án markaðsleyfis hérlendis. Lyfjanefnd hafði því engin fagleg rök til að hafna lyfinu.“ Anna bendir á að þótt lyfið sé mun dýrara en hefðbundin Parkinsonlyf sé það ekki dýrara en önnur lyf sem séu notuð til að meðhöndla aðra alvarlega taugasjúk- dóma sem hrjá fólk á sama aldri. Nefnir hún lyf sem notuð eru til meðhöndlunar á MS-sjúkdómi og ónæmisbælandi lyf sem notuð eru við ákveðinni gerð úttauga- meins. „Mismununin er alveg klár að mínu mati.“ Anna kom árið 2018 heim frá Bandaríkj- unum úr sérnámi sínu frá Duke sem er há- skólasjúkrahús í Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þekkt er að hún komst ekki inn á rammasamning ríkisins fyrst þegar hún kom úr námi að utan og starfaði þá utan samnings. Hún komst svo með herkjum inn á hann áður en hann rann út. Í rúm tvö ár hafa sérfræðilæknar á stofu fengið greitt samkvæmt gjaldskrá sem sett er einhliða af SÍ. Gjaldskráin standi óuppfærð og óbreytt síðan þá. Anna bendir á að það þýði að ný tækni og meðferðarmöguleikar eins og upp- vinnsla fyrir rafskautaaðgerð standi utan samningsins. „Það væri bara svo frábært ef ég gæti einbeitt mér að því að veita bestu þjón- ustuna og séð fleiri sjúklinga í stað þess að standa í svona barningi. En svona er kerfið okkar hérna.“ Anna Björnsdóttir taugalæknir segir mikilvægt að ríkið uppfæri greiðsluþátttöku sína í þjónustu við sjúklinga svo þeim sem komi til hennar á stofu og þeim sem komist að á Landspítala sé ekki mismunað. Mynd/gag En af hverju vinnur Anna ekki á Landspít- ala? Hún segist hafa sótt um auglýsta stöðu á Landspítala í undirgrein sinni hálfu ári áður en hún kom heim úr sér- námi en annar fékk stöðuna. Ekki voru fleiri stöður í boði þegar hún kom heim. Svo hafi verið auglýst og hún sótt um stöðu almenns taugalæknis. „Í því viðtali kom í ljós að ég hefði ekki getað sinnt sjúklingahópnum mín- um eins og ég vildi, því ég hefði þurft að sinna mikilli deildarvinnu og ráðgjöf við aðrar deildir. Ég sá því ekki fram á að hafa göngudeildarviku fyrir sjúklinga mína nema á fimm til sex vikna fresti. En ég vissi frá stofurekstri mínum að það er óhemju eftirspurn eftir þjónustu við sjúk- linga með Parkinson- og hreyfitruflanir. Á stofunni get ég sinnt þeim alla daga,“ segir hún. „Ég veit hver eftirspurnin er eftir sér- fræðiþekkingu minni og vil verja kröft- um mínum þar sem ég get sinnt fólkinu mínu. Ég ákvað því að sækjast ekki eftir stöðunni,“ segir hún en hún hafi boðið að koma með allan stofureksturinn sinn inn á spítalann og starfa þar á þeim grunni. „Það vildi spítalinn ekki.“ „Svona er staðan.“ Hún hafi ekki gert ráð fyrir að geta sinnt undirsérgrein sinni eingöngu þegar hún kæmi heim; Parkin- son og hreyfitruflunum, en raunin hafi orðið önnur. „Ég er ekki tilbúin að gefa það eftir, eftir að hafa sérmenntað mig í 5 ár í Bandaríkjunum eftir árin 7 hér heima, til að sinna öðru en því sem ég hef mesta þekkingu á.“ Anna hefur meðal annars sett upp fræðslusíðu fyrir sjúklinga með hreyfitruflanir heili.is og hvetur aðra lækna til að benda skjólstæðingum á upp- lýsingar sem þar er að finna. Anna færir um þessar mundir stofu sína frá Læknasetrinu í Mjódd og er nú á leiðinni á Heilsuklasann á Höfða í mars. „Ég hlakka til þess að starfa á nýjum stað.“ Vildi sinna sínum allan daginn V I Ð T A L

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.