Læknablaðið - 01.03.2021, Side 44
156 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
V I Ð T A L
Ég virkilega nýt þess að starfa hér.“ Hér
hafi fjölskyldan eignast vini.
„Það er frábært að vera hérna, svona
ef litið er framhjá veðrabrigðum. „Bráða-
móttakan er þróaðri en ég þekki að
heiman. Á sama tíma langar mig að
kynna það sem ég hef lært hér heima í
Svíþjóð.“ Slysa- og bráðalækningar sem
sérfag hafi aðeins verið kennt sem slíkt í
Svíþjóð síðustu ár en verið áður tveggja
ára nám eftir annað sérnám. „Fagið er
ungt,“ segir hann. Margir spítalar bjóði
ekki einu sinni upp á bráðamóttöku allan
sólarhringinn. „Við verðum því að berjast
fyrir því að fá meira svigrúm sem fag.“
Sér sænskuna í erfiðri íslenskunni
En hvernig gengur svo Svíanum að læra
íslensku. „Erfiðlega,“ segir hann og hlær.
„Ég var að vona að hún rynni auðveldlega
inn í minnið en ég hef strögglað og átt
erfitt með málfræðina og uppbyggingu
málsins. Ég er farinn að átta mig á skrif-
uðu máli og sé leifar af sænskunni í ís-
lenskum orðum en talað mál er allt annað
mál.“
En hvað hefur svo komið honum mest
á óvart? „Sundlaugarnar; við elskum
að fara þangað með dæturnar. Náttúr-
an, skýjafarið, loftslagið heilluðu okkur
einnig strax í sóttkvínni. Algjörlega
magnað. Íslensk náttúra er einstök og við
nýtum hvert tækifæri til að njóta hennar.“
Rasmus, Camilla og dætur þeirra tvær hafa notið tímans
á Íslandi. Loftslagið og náttúran hafa heillað þau og þau
notað hvert tækifæri til að njóta hennar.
„Rasmus er fyrsti útlendingurinn sem
kemur í viðbótarnám hingað til lands og
lýkur sérnámi sínu hér,“ segir Hjalti Már
Björnsson, kennslustjóri bráðalækninga á
Landspítala.
„Við erum því komin lengra en aðrir á
Norðurlöndunum í að stilla flæði námsins
inn í störf bráðamóttökunnar,“ segir hann.
Víða sé verið að byggja námið upp um
þessar mundir og margir fari sömu leið og
hér. „Það er að segja að gera þá kröfu að
sérnámslæknar í faginu sæki sér að hluta
þekkingu erlendis.“
Rasmus sá fyrsti í skiptinámi í
bráðalækningum
Hjalti segir að námsstöður hér á landi
hafi ekki verið auglýstar formlega er-
lendis. „En ég verð var við mikinn áhuga
hjá fleiri norrænum læknum á að koma
hingað og taka hluta sérnámsins þar sem
við erum lengra komin í þeim efnum
en víðast hvar annars staðar á Norður-
löndunum.“
Bráðalækningar hafa verið kenndar
við Landspítala samkvæmt námskrá allt
frá árinu 2002. Námið hefur þróast og
haustið 2016 hófst kennsla samkvæmt
námskrá The Royal College of Emergency
Medicine.
Hjalti segir að þótt Rasmus sé fyrsti
skiptineminn í sérnáminu séu erlendir
læknar í því. Norðmaður á fyrsta ári og
Ný-Sjálendingur á sínu fimmta. „Þau eru
bæði hér af gömlu og góðu ástæðunni að
vera gift Íslendingi,“ segir hann.
Alls eru 20 læknar í sérnámi í bráða-
lækningum sem er 6 ára sérnám.