Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 51

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 51
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 163 13 milljónir dala, líklega fjórðungur nýs Landspítala, og rannsóknabyggingin nýja reis á örskammri stund. Gjörgæsludeildin var með 56 rúm og hin stærsta í heimi. Andi DeBakey sveif þar yfir vötnunum og þar vistuðust sjúklingar fyrst eftir skurðaðgerðir. Tólf skurðstofur voru fyrir hjartaaðgerðir, en DeBakey fór sjálfur á milli þeirra og gerði vandasömustu inngripin. DeBakey var andvígur því að unglæknar skiptu með sér vöktum. Hann sagði til dæmis að tví- skiptar vaktir hefðu þann ókost að menn sæju ekki nema helming af innlögðum sjúklingum. Við slíkt vaktakerfi mæta menn til vinnu að morgni dags og fá ekki hvíld fyrr en síðdegis annars dags, að lok- inni 30 klukkustunda starfslotu. DeBakey hafði því þann hátt á að vakt- læknar dvöldust á gjörgæsludeildinni þrjá mánuði samfleytt og máttu alls ekki yfir- gefa hana. Einn vaktlæknir hafði farið út á bílastæði spítalans til að taka við hrein- um nærbuxum frá konu sinni, sem beið hans þar. Þessi yfirsjón barst DeBakey til eyrna og var ungi læknirinn látinn taka pokann sinn (með nærbuxunum). Daginn eftir frétti ég að öðrum lækni hefði þá um morguninn verið gert að yfirgefa spítalann. DeBakey hafði spurt hann um kalíum-gildi í blóði tiltekins sjúklings og hann ekki munað. Í ljós kom að gildið var 3,4 mEq/l, sem að vísu var í lægra lagi, en taldist vart hættulegt í sjálfu sér. Ungi maðurinn var skömmu seinna ráðinn á deild Cooley eins og fleiri sem rötuðu í svipaðar raunir. En DeBakey lagðist ekki bara á lömbin. Yfirmaðurinn á lyflækn- ingadeildinni, Lawrence Lamb, kom dag nokkurn að skrifstofu sinni læstri og öll- um föggum á gólfinu fyrir framan skrif- stofudyrnar. Lamb var virtur höfundur kennslubókar um afbrigði á hjartariti og ágætur kennari. Hann hafði hins vegar verið ósammála DeBakey um ábendingar hjartaaðgerða og þagði ekki um skoðanir sínar. Hjartaaðgerðir voru langstærsta tekjulind Methodist Hospital og DeBakey réð því sem þurfa þótti. DeBakey þoldi ekki að honum væri sagt frá fylgikvillum eftir aðgerðir sín- ar, enn síður dauðsföllum. Fyrir kom að undirmenn hans földu nýlátna sjúklinga í lyftum eða þvottaherbergjum þegar von var á karli. Sjálfur tók hann nær aldrei lyftu, því að hann hafði reiknað út að hann sparaði tíma með því að hlaupa stig- ana. Slík ógn stafaði af DeBakey að vini mínum og félaga, Patrick Hogan, lá við öngviti af skelfingu þegar yfirlæknirinn vék sér að honum (í lyftu í það skiptið) óvænt og sagði: “How are you to-day, Pat- rick?” Seinna frétti ég að ekki væri ætlast til að menn gengju inn í lyftu, þar sem De Bakey var fyrir. Um þetta leyti var Michael DeBakey nýkvæntur. Hann var 66 ára, en eigin- konan 36 ára. Hún áttaði sig fljótlega að því að karlinn var alltaf í vinnunni. Hann var farinn að heiman þegar hún vaknaði á morgnana og kom ekki heim fyrr en hún var sofnuð. Aldrei var hægt að ná tali af honum símleiðis. Henni varð það fangaráð að láta leggja sig inn á Methodist Hospital þar sem fundum þeirra hjóna bar saman á stofugangi. Svipað varð uppi á teningi skömmu síðar, þegar sonur DeBakeys af fyrra hjónabandi hugðist gifta sig í heimaborg sinni Austin. Vitað var að DeBakey færi aldrei til Austin til þess eins að stunda veisluhöld. Var þá ákveðið að efna til læknaráðstefnu í borginni og bjóða DeBakey að halda aðal- ræðuna. Féll hann í þessa gildru, hélt ræðuna og hafði svo ekki betra að gera en sækja brúðkaupið, gerði það með ólund meðan beðið var næstu flugvélar til Hou- ston. Michael DeBakey uppgötvaði fljótlega að ekki þurfti að setja á langar ræður til að öðlast tiltrú sjúklinga sinna. Á hverjum degi staðnæmdist 20 manna bifreið utan við Fondren Brown bygginguna. Út úr bílnum og inn í húsið gekk einföld röð manna sem Patrick Hogan kallaði af lítilli smekkvísi „march of the zombies“. Þetta voru skurðsjúklingar næsta dags og áttu nú að hitta átrúnaðargoðið, skurðlækninn. DeBakey ræddi við alla einslega, en sagði aldrei nema eina setningu: „We´ll fix you.” Árið 2006 fréttist af DeBakey í fjölmiðl- um. Hann var á 98. aldursári að undirbúa fyrirlestur fyrir vísindafélag í Texas. Skyndilega fékk hann sáran verk fyrir brjóst og reyndist hafa stóran gúl í ósæð sem lá við að spryngi. Svæfingalæknar tóku fyrst um sinn ekki í mál að svæfa karlinn, enda hafði enginn maður í ver- öldinni svo aldraður gengist undir skurð- aðgerð á ósæð. Sjálfur hafði DeBakey þróað aðgerðartæknina svona hálfri öld áður. Svæfarar urðu þó að láta í minni pokann fyrir George Noon skurðlækni og samstarfsmanni DeBakeys í 40 ár. Noon skarst í leikinn og krafðist þess að DeBakey væri ekki mismunað fyrir aldurs sakir, enda kynnu störf að vera í veði að öðrum kosti. Aðgerðin gekk vel og karli heilsaðist ágætlega. Síðar urðu tímamót í valdabaráttunni í Houston. Árið 2007 ákvað Denton Cooley að veita DeBakey árlega gullmedalíu sína fyrir frábært lífsstarf í hjarta- og æða- skurðlækningum. Öllum til undrunar þá DeBakey medalíuna, þótt hann gæti ekki á sér setið að sproksetja Denton dálítið við móttökuathöfnina. Eftir það tókust þeir fjandvinirnir hlýlega í hendur. Cooley var þá 87 ára, en DeBakey skorti ár í hundraðið. Þótt fjalla megi á léttum nótum um Michael DeBakey eins og hér er gert, er enginn vafi á því að hann var mikilmenni og frægastur allra æðaskurðlækna á 20. öld. Fyrstu tímabundna „ígræðslu" gervi- hjarta (left ventricular assist device) gerðu læknarnir Domingo Liotta og Michael DeBakey í Houston árið 1963. Viðtakandinn var 37 ára kona. Hér er DeBakey með lífið í lúkunum: gervihjarta.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.