Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 53

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 53
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 165 við værum nýbúnir að borða og gætum ómögulega bætt á okkur. Til að leggja áherslu á þessi orð sín greip hann um magann og beygði sig svolítið saman eins og hann væri alveg að springa. Mér þótti slæmt að missa af selspikinu, en við því var ekkert að gera. Við lukum erindum okkar í Krossnesi og þótt ég væri verulega pirraður út í Tryggva þótti mér honum takast vel upp að skrökva að blessuðum hjónunum. Þessi dagur var mjög annasamur en sem betur fer fengum við kaffi og gott meðlæti í Munaðarnesi. Þegar leið undir kvöldið var ég orðinn bæði svangur og argur, en Tryggvi reyndi þó að hafa mig góðan með því að lofa virkilega góðri máltíð, sem hann skyldi elda handa okkur um kvöldið. Þegar við höfðum lokið síðustu heim- sókninni og komum aftur að Finnboga- stöðum var orðið aldimmt úti. Tryggvi fór ofan í mal sinn og dró fram niðursuðu- dós sem hann hampaði glaður í hendi sér: „Það gerist varla mikið betra,“ sagði hann. Ég fór að trúa því að hann væri með franska gæsalifur eða styrjuhrogn í dósinni, en þetta reyndust vera Ora fiskibollur. Mér finnst margt gott sem kemur úr niðursuðu Ora, en fiskibollurn- ar þeirra eru nærri því í sama flokki hjá mér og siginn fiskur hjá Tryggva. Ég var hins vegar mjög svangur og lét gott heita. Tryggvi opnaði dósina en hugðist hafa eldamennskuna einfalda því hann kom dósinni fyrir á eldavélinni, en hún var gömul Rafha vél sem mundi fífil sinn fegurri. Brátt heyrðist krauma í dósinni, og svo slokknuðu ljósin. Það var eins og bolludósin væri að hefna sín á mér fyrir ómerkilegar hugsanir í sinn garð. Við viss- um ekki af neinu ljósmeti í húsinu og enn síður hvar rafmagnstaflan var. Það var því ekkert annað fyrir okkur að gera en að fálma okkur áfram inn í svefnsalinn þar sem við létum fyrir berast þar til birti af næsta degi. Eftir mjög kaldan morgunverð lögð- um við af stað til Reykjavíkur. Þar sem jeppinn streðaði fretandi upp á Veiði- leysuhálsinn trúði Tryggvi mér fyrir því að hann væri búinn að heita tvisvar á Strandarkirkju til að halda honum gang- andi. Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en komið var í Hvalfjörðinn um kvöldið. Við ókum út með firðinum að sunnanverðu og við okkur blasti undurfagurt sólarlag með roðaskýjum upp á miðjan himininn. En nú virtist rússneska stálið vilja njóta fegurðarinnar dálítið lengur, því allt í einu fór vélin að hökta og stöðvaðist svo alveg. Það var sama hvaða brögðum Tryggvi beitti til að koma henni í gang. „Ég held að þú þurfir að heita á Strandarkirkju,“ sagði ég, kannski með svolitla meinfýsni í röddinni. Tryggvi lét ekki segja sér það tvisvar, og ég sá að hann bærði varirnar. Ég þykist ekki trúa á hindurvitni og ekki veit ég hvaða sambönd Tryggvi hefur, en nú gerðist mikið undur. Skyndilega kom glansfínn fólksbíll þjótandi og snarstans- aði beint fyrir framan okkur, og svo nærri að varla var gengt á milli bílanna. Út stukku tveir menn og sóttu þrífót aftur í bílinn og stóra myndavél og fóru að mynda sólarlagið í gríð og erg. Við staul- uðumst út og spurðum hvort þeir gætu gefið okkur rafmagn. Ekki málið, var svar- ið og meðan annar hélt áfram að mynda kom hinn með rafkapla og var strax búinn tengja milli bílanna, og vélin í Lödunni fór að snúast vinalega undir húddinu. Við Tryggvi náðum ekki að þakka þess- um ágætu mönnum fyrir hjálpina því glæsikerran var horfin í sömu átt og hún kom áður en við vissum af. Eftir þetta var heimferðin tíðindalaus. Ö L D U N G A D E I L D I N Ladan góða ásamt eiginkonu og syni Tryggva, Öglu og Ásmundi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.