Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 2
Mér finnst óeðlilegt að
sveitarfélögin séu að
kosta þetta.
Hjálmar Bogi
Hafliðason,
forseti sveitar-
stjórnar Norður-
þings
Ferð til fjár
Mikið fjör var í Skafholtsrétt í Þjórsárdal í gær en fram undan eru fjárréttir víða um landið. Í dag verður meðal annars réttað í Fljótstungurétt á Hvítársíðu,
Ljárskógarétt í Laxárdal, Hraunsrétt í Skutulsfirði, Syðridalsrétt í Bolungarvík, Auðkúlurétt við Svínavatn, Stafnsrétt í Svartárdal, Deildardalsrétt í Skagafirði,
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, Gunnarsstaðarétt í Þistilfirði og Tungnarétt í Biskupstungum svo nokkur dæmi séu nefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nýtt hjúkrunarheimili á
Húsavík sem átti að kosta 2,2
milljarða mun kosta rúma
5,3 samkvæmt nýrri áætlun.
Aukin hlutdeild hefur verið
sett á sveitarfélögin og hefur
þeirra kostnaður fjórfaldast.
kristinnhaukur@frettabladid.is
NORÐURLAND Sveitarfélögin í Þing-
eyjarsýslum sjá fram á stökkbreyt-
ingu kostnaðar vegna nýs hjúkr-
unarheimilis á Húsavík. Það er ríkið
sem sér um verkkaupin. Verkefni
sem átti að kosta sveitarfélögin 330
milljónir árið 2019 stefnir nú í 1,2
milljarða króna og byggingin sjálf
er ekki hafin.
„Við eigum eftir að fara í frekari
samtöl við ráðuneytið út af þessu,“
segir Hjálmar Bogi Hafliðason, for-
seti sveitarstjórnar og oddviti Fram-
sóknarflokksins. Þegar hann sat í
minnihluta sveitarstjórnar gagn-
rýndi hann skiptingu kostnaðar, en
eftir sveitarstjórnarkosningarnar í
vor er hann kominn í meirihluta.
Í febrúar árið 2019 sömdu
sveitarfélögin Norðurþing, Tjör-
neshreppur, Þingeyjarsveit og
Skútustaðahreppur við heilbrigðis-
ráðuneytið um uppbyggingu nýs 60
rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Átti það að leysa eldra húsnæði,
Hvamm, af hólmi en það þótti ekki
uppfylla nútímakröfur. Áætlað
var að heildarkostnaður yrði 2,2
milljarðar og sveitarfélögin myndu
greiða 15 prósent, eða 330 milljónir
króna.
Miðað við þetta var kostnaður
Norðurþings um 250 milljónir,
Þingeyjarsveitar og Skútustaða-
hrepps (sem hafa nú sameinast) um
76 milljónir og Tjörneshrepps, sem
telur 60 íbúa, 3 milljónir.
Kostnaðaráætlunin hefur hins
vegar rokið upp, nú síðast um
þriðjung, og í dag stendur verkið
í rúmum 5,3 milljörðum króna.
Það eina verklega sem hefur verið
framkvæmt er jarðvinnan, það er
að grafa stóra holu fyrir grunninn
norðan við Hvamm sem kostaði
nokkra tugi milljóna króna.
Stór breyting fyrir sveitarfélögin
er að hlutur þeirra hefur hækkað
úr 15 prósentum í rúmlega 23. Það
er að sveitarfélögin eru látin greiða
tengibyggingu úr nýja hjúkrunar-
heimilinu yfir í Hvamm og Heil-
brigðisstofnun Norðurlands þar
sem eldhúsið er.
„Eins og staðan er í dag eiga sveit-
arfélögin að borga tengiganginn að
fullu, sem ég hef gagnrýnt,“ segir
Hjálmar. „Mér finnst óeðlilegt að
sveitarfélögin séu að kosta þetta.“
Lauslega reiknað er kostnaður
sveitarfélaganna því kominn upp
í rúmlega 1,2 milljarða króna. Þar
af um 935 milljónir á Norðurþing,
283 á Þingeyjarsveit og rúmar 12 á
Tjörneshrepp. Þetta er um fjórföld
kostnaðaraukning frá uppruna-
legu áætlununum og hækkunin
sjálf í kringum 200 þúsund krónur
á hvern íbúa í sveitarfélögunum.
Hin nýja kostnaðaráætlun ráðu-
neytisins fer núna fyrir samræm-
ingarnefnd um opinberar fram-
kvæmdir. Hjálmar býst við að útboð
geti hafist í kringum áramótin. Þrátt
fyrir þessar miklu hækkanir sé enn
hugur í sveitarstjórnarfólki að hefj-
ast handa. „Sveitarfélögin eru öll
sammála um að halda áfram með
þetta verkefni.“
Svör hafa ekki borist frá heil-
brigðisráðuneytinu við fyrirspurn
Fréttablaðsins. n
Stökkbreyting á kostnaði
við nýtt hjúkrunarheimili
Hið nýja hjúkrunarheimili verður byggt norðan við Hvamm og Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands. MYND/NORÐURÞING
Tannlæknir
Helga Helgadóttir
Hef hað störf á tannlæknastofunni Valhöll.
Ég vil bjóða alla nýja og eldri viðskiptavini
velkomna.
Urðarhvarf 8 B - 6. hæð, 203 Kópavogur
568-2522helgah@tennur.is
Við erum ein af leiðandi
tannlæknastofum á Íslandi.
Bjóðum upp á alhliða
tannlækningar með áherslu á
gæði og þjónustu.
bth@frettabladid.is
AKUREYRI Á Facebook-síðunni
Matargjafir á Akureyri og nágrenni
kemur fram að beiðnir um aðstoð
streymi inn.
Stjórnandi hópsins segir að marg-
ir foreldrar eigi ekki fyrir nesti fyrir
börn sín. Ástandið sé að snarversna.
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfull-
trúi Samfylkingarinnar, tekur málið
upp í aðsendri grein í norðlenska
staðarblaðinu Vikudegi.
Hilda Jana bendir á ábyrgð ríkis-
valdsins á að búa svo um hnútana
að enginn líði skort.
Bæjarfulltrúinn gagnrýnir einn-
ig ef Akureyrarbær ætli ofan á þetta
ástand að hækka matargjaldskrá í
grunnskólum og leikskólum um 10
prósent líkt og boðað hafi verið. Það
muni bitna helst á tekjulágum, ein-
stæðum og öryrkjum. n
Svöngum börnum
á Akureyri sagt
hafa snarfjölgað
Hilda Jana Gísla-
dóttir, bæjar-
fulltrúi Sam-
fylkingarinnar
ingunnlara@frettabladid.is
DÓMSMÁL Víetnömsk kona, sem var
talin hafa lagt fram fölsuð dánar-
vottorð eiginmanns síns og tveggja
stjúpdætra í von um að fá dánarbæt-
ur, hafði betur í máli gegn íslenska
ríkinu. Landsréttur hefur dæmt
henni tvær milljónir króna í bætur.
Konan stefndi íslenska ríkinu
fyrir brot á mannréttindum við
rannsókn lögreglu á vottorðunum.
Hún var með réttarstöðu sakborn-
ings í áratug, eða frá maí 2011 til
maí 2021. Var rannsókninni hætt
og málið fellt niður í fyrra.
Konan bjó á Íslandi í nokkur ár
ásamt fjölskyldu sinni. Eiginmaður
hennar og stjúpdætur fengu líf- og
sjúkdómatryggingu hérlendis og ári
síðar sótti konan um dánarbætur
vegna andláts þeirra. Sagði hún
fjölskylduna hafa drukknað í Víet-
nam. Þrjú lík óþekktra einstaklinga
fundust á svæðinu sem hún sagði
vera mann sinn og stjúpdætur en
frásögn konunnar breyttist ítrekað
og var ekki talin trúverðug. n
Nánar á frettabladid.is
Sögð falsa dánarvottorð en fær bætur
Málið teygði anga sína út fyrir
strendur Víetnam. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2 Fréttir 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ