Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 6
Flokkur fólksins segir
fé sett í að uppgötva
hluti sem þegar séu til.
Fólkið
tengist
fjölskyldu-
eða vina-
böndum.
AKRANES
Mínúturnar eru
fjölskylduvænni
á Akranesi
ÞAÐ ER
STUTT
bth@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Jú, ég fagna því ef
efnið verður dregið fram úr skugg-
unum. Ég er mjög opinn fyrir þess-
ari leið en við megum ekki örvænta
þótt eitt gangi ekki upp heldur prufa
þá bara annað,“ segir Brynjúlfur
Jóhannsson.
Brynjúlfur er í hópi þeirra sem
hafa haldið því fram að efnið psilo-
cybin, ofskynjunarefni sem meðal
annars finnst í ákveðinni tegund
af sveppum, sé lyf sem geti læknað
kvilla.
Samkvæmt yfirlitsgrein læknanna
Árnýjar Jóhannesdóttur og Engil-
berts Sigurðssonar í Læknablaðinu
sýnir ný safngreining marktækan
árangur psilocybin-meðferðar hjá
vissum hópum við alvarlegu þung-
lyndi. Ekki er talið ólíklegt að mark-
aðsleyfi fáist til að útdeila efninu sem
lyfi.
Brynjúlfur hefur átt í útistöðum
við yfirvöld, meðal annars vegna
ofskynjunarsveppa. Dæmi eru um
hörmulegar afleiðingar eftir neyslu
ofskynjunarsveppa. Ígrunduð ávís-
un á efnið undir eftirliti heilbrigðis-
starfsmanns gæti orðið leið í baráttu
gegn alvarlegu þunglyndi, þar sem
aðrar leiðir duga ekki, að sögn Engil-
berts Sigurðssonar geðlæknis.
„Ég horfi ekki á þetta efni sem
neina töfralausn, það hefur alltaf
haft þá áru að best sé að nálgast það
af virðingu. Ég hef notað sveppi með
engri virðingu og það endaði illa en
ég fagna því ef vísindin eru að sýna
fram á ábata af notkun efnisins í
ákveðnum tilvikum,“ segir Brynj-
úlfur. n
Sveppaunnendur fagna rannsókn á eiginleikum
Eftir helgi hefst aðalmeðferð í
stóru fjársvikamáli sem teygir
sig meira en áratug aftur í
tímann. Átta manns eru sak-
aðir um að svíkja tugmilljónir
út úr Ábyrgðarsjóði launa.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Á mánudag hefst aðal-
meðferð í stóru fjársvikamáli gegn
átta einstaklingum í Héraðsdómi
Reykjaness. Hin ákærðu í málinu
eru meðal annars sökuð um að hafa
svikið fé út úr Ábyrgðarsjóði launa.
Málið teygir sig meira en áratug
aftur í tímann.
Ákæra var gefin út í málinu fyrir
meira en ári. Samkvæmt Ásmundu
Björgu Baldursdóttur, saksóknara
hjá héraðssaksóknara, hefur málinu
meðal annars verið frestað vegna
Covid og af öðrum ófyrirsjáan-
legum orsökum.
Meðal ákærðu eru Eggert Skúli
Jóhannesson og sonur hans Jóhann-
es Gísli Eggertsson, en hinn síðar-
nefndi hefur hlotið nokkra dóma
fyrir auðgunarbrot. Greint var frá
því árið 2018 að þeir hefðu tekið yfir
fjölmiðilinn Fréttatímann.
Einnig eru Hörður Alexander,
bróðir Jóhannesar, og Halla Árna-
dóttir, amma hans, ákærð sem og
Friðfinnur V. Hreinsson, Guðlaugur
Hermannsson, Gunnar Bender og
Jóhann Ósland Jósefsson. Fólkið
tengist annaðhvort ættar- eða fjöl-
skylduböndum.
Þar sem margir koma að málinu
er gert ráð fyrir að aðalmeðferðin
taki tvo daga, 12. og 13. september.
Meðal þess sem kemur fram
í ákærunni er að Eggert sé sak-
aður um að hafa blekkt starfsmenn
Ábyrgðarsjóðs launa til að sam-
Átta fyrir dóm eftir helgi ákærð fyrir
að svíkja fé út úr Ábyrgðarsjóði launa
Brynjúlfur
Jóhannsson
Ákærur voru
gefnar út
fyrir meira en ári
síðan.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
þykkja kröfu upp á rúmlega 4,1
milljón króna. Hafi hann tilkynnt
það sem vangoldin laun sín og Höllu
hjá hinu gjaldþrota félagi Skipa-
miðlun árið 2008.
Einnig að Eggert hafi blekkt
starfsmenn Ábyrgðarsjóðs til að
samþykkja kröfu upp á rúmar 2,8
milljónir vegna vangoldinna launa
hins gjaldþrota Almenna leigufélags
árin 2012 og 2013.
„Blekkingar kærða Eggerts fólust
í að vekja og hagnýta sér þá röngu
hug my nd hjá st ar fsmönnum
ábyrgðarsjóðs launa, að hann hefði
verið launþegi Almenna leigufélags-
ins,“ segir í ákærunni.
Aðrir eru einnig sakaðir um að
hafa beitt sömu aðferð eða aðstoð-
að við svik. Til dæmis er Jóhannes
Gísli sakaður um að hafa svikið út
tæpar 2,9 milljónir vegna gjald-
þrots félagsins B400 árin 2013 til
2014.
Jóhann Ósland var sk ráður
stjórnarformaður Skipamiðlunar,
Almenna leigufélagsins og B400
og er sakaður um að hafa búið til
ráðningarsamninga.
Fleiri félög koma við sögu og
ávallt sama aðferðin. Meðal annars
fyrir félögin Alexöndru og K 100.
Samanlagt hljóðar upphæðin upp á
tugi milljóna króna. Einnig er ákært
fyrir peningaþvætti, það er fyrir að
hafa veitt illa fengnu fé viðtöku. n
benediktboas@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Tæp tvö ár eru frá
því borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti að fjárfesta 10 milljarða í
stafrænni umbreytingu á þriggja
ára tímabili. Staðan var rædd á
borgarráðsfundi á fimmtudag.
Í bókun fulltrúa Sjálfstæðis-
f lokksins er bent á rannsókn
McKinsey and Company sem sýnir
að stafræn umbreyting hefur mis-
tekist í minnst 70 prósentum til-
vika.
„Helstu ástæður þess eru taldar
skortur á aga til þess að skilgreina
og stíga réttu skrefin í upphafi staf-
rænnar umbyltingar og ekki síður
að halda fókus á meðan á ferlinu
stendur. Það er því mikilvægt að
sýna verkefninu aðhald og fylgjast
með ráðstöfun fjármuna af gaum-
gæfni,“ segir í bókun flokksins.
Af hálfu Flokks fólksins var bent
á að starfsmenn sem vinna að verk-
efninu fái sérstök hlunnindi eins og
samgöngustyrk, heilsuræktarstyrk
og menningar- og sundkort, einnig
rafskútur til notkunar á vinnutíma.
„Nálgun sviðsins undanfarin ár
hefur einkennst af fumkenndri til-
raunastarfsemi þar sem miklum
tíma og fjármunum hefur verið eytt
í að uppgötva hluti sem nú þegar eru
til,“ segir í bókun Flokks fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn benti síðar
á fundinum á að stafræn skráning
starfsmanna borgarinnar í Ráðhús-
inu og á Höfðatorgi virkaði ekki og
hefði ekki gert í mörg ár.
„Úrbætur varðandi þetta einfalda
atriði myndi einnig ef laust auka
trúverðugleika Reykjavíkurborgar
gagnvart starfsfólki sínu og gera það
jákvæðara varðandi þá stafrænu
vegferð sem borgin er á.“ n
Sérstök hlunnindi
fyrir starfsmenn
Fá fríðindi fyrir stafræna umbyltingu
í borgarkerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
6 Fréttir 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ