Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 16

Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 16
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Þetta er sví- virða. Og heitir ekki annað en skattsvik. Ríkið stelur niður- fellingu álaganna af almenn- ingi og stingur í eigin vasa. Samkvæmt rannsókn sem gerð var meðal ungs fólks í Banda- ríkjunum vissu tveir þriðju ekki hve margir gyðingar létu lífið í helförinni. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Það er eftir öðru á Íslandi að sjálft ríkisvaldið fari á undan með vondu fordæmi og okri svo á landsmönnum í opinberum verslunum að líkja verður við argasta arðrán. Í fréttum blaðsins á síðustu dögum hefur verið fjallað um gegndarlausa álagningu Frí- hafnarinnar í Leifsstöð á nokkrum algengum tegundum sem fást jöfnum höndum á Kefla- víkurflugvelli og í lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu og leiðir nýleg verð- könnun í ljós að ríkisverslunin leggur í öllum tilvikum meira á vörur sínar, enda þótt hún þurfi ekki að standa skil á 24,5 prósenta virðis- aukaskatti sem einkareknar verslanir fá ekki umflúið. Þetta er svívirða. Og heitir ekki annað en skattsvik. Ríkið stelur niðurfellingu álaganna af almenningi og stingur í eigin vasa. Og sama alþýða manna gengur í góðri trú inn í þessa einokunarverslun yfirvaldsins og telur sig geta gert þar betri kaup en í bænum, enda búðin merkt á kant og kima með þeim hætti, en hefði betur verslað heima hjá þeim sem borga þó skattinn sinn. Auðvitað er það rétt hjá formanni Neyt- endasamtakanna sem sagði í fréttaflutningi af málinu að þessi gífurlega álagning af hálfu hins opinbera væri algerlega út úr korti. Og er nema von að maðurinn segi það. Dæmi eru um vinsælar sælgætisvörur sem eru fimmtíu pró- sentum dýrari í Leifsstöð en í Bónus, Krónunni eða Costco í bænum. Álagningin er því í rauninni jafnt yfirgengi- leg og hún er ófyrirleitin. Og enn ein gildran sem neytendur á Íslandi þurfa að gæta sín á að falla ekki ofan í, eins og formaður Neytenda- samtakanna benti enn fremur á í umræddri frétt. Verðlag á Íslandi er hátt. Það er óhemjuhátt miðað við það sem gengur og gerist víða í Evr- ópu. Munar þar miklu um veikan gjaldmiðil sem fæst ekki að láni nema á breytilegum vöxtum sem engir þekkja til nema Íslendingar. Og háa verðlagið verður væntanlega líka rakið til skorts á samkeppni ásamt langvarandi með- virkni landsmanna í þá veru að það sé bara allt í lagi að bíta á jaxlinn í þessum efnum. En ríkið á ekki að kynda þetta bál. Það á ekki að kynda nokkurt bál til að belgja verðið út. En ríkið gerir það samt. Og ekki bara í Leifsstöð eins og dæmin sanna, heldur í látlausri launa- þenslu og uppkaupum á sérfræðingum hjá einkafyrirtækjum – á meðan það biður aðra um hófsemd. n Ríkisokur Tova Friedman er TikTok-stjarna. Hún er þó ekki eins og TikTok-stjörnur eru flestar. Tova fæddist í Póllandi árið 1938, ári áður en heimsstyrjöldin síðari hófst. Fimm ára var Tova send í vinnubúðir nasista ásamt for- eldrum sínum. Stuttu fyrir sex ára afmælið var hún flutt í Auschwitz-útrýmingarbúð- irnar ásamt móður sinni. Móðir Tovu gerði allt sem hún gat til að vernda dóttur sína í búðunum. Hún kenndi henni að láta lítið fyrir sér fara. „Ég horfðist aldrei í augu við nasista allt stríðið,“ sagði Tova í nýlegu viðtali. Hún man aðeins stígvél fangavarðanna og hendur sem héldu um ólar varðhunda. „Enn þann dag í dag hef ég ekki getað snert þýskan fjárhund.“ Einn daginn var Tova flutt í gasklefann. Þar stóð hún ásamt hópi barna og beið örlaga sinna. Klukkustundir liðu en ekkert gerðist. Skyndilega var börnunum skipað að halda aftur til svefnskála sinna. Tova veit ekki enn hvernig það kom til að hún varð ein af fáum sem lifðu af gasklefa nasista. Við lok stríðsins kepptust Þjóðverjar við að eyða sönnunargögnum um voðaverk sín. Fangar Auschwitz voru fluttir í stórum stíl til fangabúða í Þýskalandi. Flutningarnir voru kallaðir dauðagöngur því aðeins lítill hluti fanga lifði þá af. Daginn sem flytja átti Tovu og móður hennar burt laumaðist móðirin með dóttur sína inn á sjúkrastofu búðanna. Þar lágu aðallega lík. Móðir Tovu faldi hana undir ábreiðu í rúmi með einu þeirra og bað hana að halda niðri í sér andanum. Stuttu síðar marseraði hópur nasista inn á stofuna. Þeir gengu milli rúma sjúklinga til að kanna ástand þeirra. Væru sjúklingarnir með lífs- marki voru þeir skotnir. Einn nasistanna staðnæmdist við rúmið sem Tova faldi sig í. Hann skoðaði líkið vel. Hann tók hins vegar ekki eftir Tovu. Faðir Tovu hafði verið sendur til Dachau. Hann lifði búðirnar af og fjölskyldan settist að í Póllandi eftir stríð. Vegna gyðingafor- dóma fluttu þau fljótlega til Bandaríkjanna. Þar varð á vegi Tovu velviljaður læknir. Hann sá húðflúrið sem Tova bar á handleggnum, talnarununa sem fangar í Auschwitz höfðu verið merktir með, og bauðst til að fjarlægja það án greiðslu. Tova brást ókvæða við. Fjar- lægja það! „Ég vil aldrei gleyma. Veröldin þarf að vita hvað gerðist.“ Aldrei heyrt um helförina Þingkosningar fara fram í Svíþjóð á morgun. Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í vikunni landið standa á tímamótum. Skoðanakannanir benda til að Svíþjóðardemókratar, flokkur hægri- sinnaðra popúlista sem á rætur að rekja til nýnasista, vinni kosningasigur. Nýnasistar láta að sér kveða víðar. Í Fréttablaðinu í vikunni var fjallað um miða sem límdir hafa verið upp á Norðurlandi og virðast á vegum Norrænu mótstöðu- hreyfingarinnar, samnorrænnar nýnasista- hreyfingar sem á upptök sín í Svíþjóð. Samkvæmt rannsókn sem gerð var meðal ungs fólks í Bandaríkjunum vissu tveir þriðju ekki hve margir gyðingar létu lífið í helförinni; helmingur var ófær um að nefna einar einustu fangabúðir; 23 prósent töldu helförina goðsögn; 17 prósentum fannst nýnasismi boðleg stjórnmálaskoðun. Sambærileg könnun í Evrópu sýndi að þriðjungur ungmenna hafði aldrei heyrt um helförina. Tova Friedman leyfði ekki lækni að fjar- lægja af sér húðflúrið. En samt var veröldin við það að gleyma. Hún skráði sig á TikTok þar sem frásagnir hennar af helförinni og ódæðum nasista fara sem eldur um sinu. Í síðustu viku kom út bók eftir Tovu þar sem hún segir sögu sína í von um að voðaverkin endurtaki sig ekki. Líklega er það borin von að miðadreifandi nýnasistar á Norðurlandi taki sér bók í hönd. En kannski að þeir geti tékkað á Tovu á TikTok. n Nýnasistar á Norðurlandi FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. september 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.