Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 22
Í kvöld verður haldið alvöru ball í íþróttahúsi Seltjarnar- ness þar sem Verbúðarbandið með Selmu Björnsdóttur og Stefáni Hilmarssyni, fremst á sviði, leikur íslensk lög í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu. bjork@frettabladid.is Gunnlaugur Jónsson, íþróttastjóri Gróttu, segir hugmyndina að ball- inu hafa vaknað í vor þegar góður hópur innan íþróttafélagsins Gróttu var að velta fyrir sér hvernig fjáröfl- unarviðburð ætti að setja upp. Hópurinn var stórtækur enda hafði Grótta eins og f lest íþrótta- félög þurft að fresta mörgum við- burðum á Covid-tímanum. „Í kjölfar Verbúðarþáttanna á RÚV vaknaði sú hugmynd að búa til alvöru ball í íþróttahúsinu og tengja það við stemmninguna í þáttunum. Tónlistin ætti að vera íslensk, frá tímanum sem þættirnir gerast eða frá lok áttunda áratug- arins til byrjun þess tíunda,“ segir Gunnlaugur. „Við ræddum við Gísla Örn, Nínu Dögg, Björn Hlyn og Nönu í Vestur- porti og tóku þau mjög vel í þessa hugmynd, þau gáfu okkur grænt ljós á að tengjast þáttunum enda öll hliðholl íþróttahreyfingunni. Við ætluðum að setja ballið upp í vor en hurfum frá því enda var við- burðamarkaðurinn mettaður og sem betur fer tókum við þá góðu ákvörðun.“ Byrjið partíin snemma Gunnlaugur segir það mikið fyrir- tæki að halda svona stórt ball og aðstandendur séu þakklátir fyrir hversu tilbúnir iðkendur, stjórnar- menn og aðrir félagsmenn hafi verið að leggja mikið á sig til að verkefnið gengi upp. Hópurinn fékk Andra Guð- mundsson, hljómborðsleikara Íra- fárs og íbúa á Nesinu, til að setja saman hljómsveit sem fékk nafnið Verbúðarbandið. „Hann fékk félaga sinn í Íra- fári, Vigni gítarleikara, til að stýra bandinu, auk þess er með þeim ein- valalið: Doddi Þorvalds trommari, Tobbi Sig sem spilar á allt og bassa- leikarinn Árni Þór Guðjónsson. Það verða svo ekki amalegir söngvarar sem stíga á stokk með bandinu, þau Stefán Hilmarsson og einn af aðalleikurum Verbúðar- þáttanna, Selma Björns. Það er svo enginn annar en Herbert Guð- mundsson sem byrjar kvöldið klukkan 22 og svo tekur Verbúðar- bandið við klukkutíma síðar.“ Gunnlaugur segist merkja mik- inn hita á Nesinu fyrir ballinu og fjórum dögum fyrir kvöldið stóra voru 850 miðar seldir. „Það stefnir allt í að það verði uppselt, við heyrum af partíum um allt Nesið og allan Vesturbæ og við biðlum til þeirra að byrja partíin snemma og vera mætt í íþrótta- húsið milli kl. 21.00 og 22.00. n Alvöru ball á Nesinu Gunnlaugur Jónsson, iþróttastjóri Gróttu, býst við húsfylli í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Ólafur Arnarson n Í vikulokin Þegar fréttir bárust fyrir ári síðan af vin- kvennahóp á Tenerife sem orðið hafði fyrir því að toppur pálmatrés féll ofan á þær á veit- ingastað og tvær úr hópnum lægju alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi, snerti það ansi marga. Þetta hefði svo auðveldlega getað komið fyrir hvern sem er. Það er ansi stór hluti þjóðarinnar sem setið hefur í sólinni á veitingastað á Tenerife og gert sér glaðan dag. Vinkonurnar hefðu ekki á nokkurn hátt getað ímyndað sér að þær væru í hættu þar sem þær sátu og biðu þess að fá að panta. Eða eins og Svava Magnúsdóttir sem prýðir forsíðu þessa tölublaðs segir frá í viðtalinu: „Það er ekki eins og ég hafi verið í para- gliding.“ Svava varð fyrir varanlegum mænuskaða og notast í dag við hjólastól. Þessi virka kona sem fór fyrir gönguhópnum á vinnustað sínum og gekk fjöll í frítímanum getur ekki lengur gengið. Það stoppar hana svo sannarlega ekki og nú vinnur hún að því að finna sér nýjar leiðir til að „leika sér“. Afstaða Svövu er nefnilega mögnuð og til eftirbreytni fyrir okkur öll: „Þetta hefði alveg getað verið verra. Ég hefði alveg getað komið heim í duftkeri, þessi lína er svo ofboðs- lega fín.“n Þessi fína lína Vinkon- urnar hefðu ekki á nokkurn hátt getað ímyndað sér að þær væru í hættu. Spurning hvort það taki ekki einhverjir hið fræga dansspor Jóns Hjaltalín úr Verbúðinni í kvöld? MYND/AÐSEND Aldamót Klaustur bar sem var sjónarsvið eins alræmdasta pólitíska skandals síðari ára hefur gengið í endur- nýjun lífdaga, heitir nú Aldamót og er orðinn eitt f lottasta öldurhús miðbæjarins. Staðurinn er vin- sæll hjá blaðamönnum jafnt sem pólitíkusum og býður upp á gott úrval drykkja og léttan mat. Alda- mót bera bjórinn enn fram í 0,5 lítra glasi á 950 krónur á happy hour. Þá eru barþjónarnir einkar hressir og hika ekki við að slá á létta strengi. The Rehearsal Þáttaröðinni The Rehearsal, þar sem hinn magnaði Nathan Fielder leggur upp með að aðstoða fólk við að æfa sig fyrir mikilvægar stundir og ákvarðanir í lífinu á gaman- saman hátt, má finna á streymis- veitunni HBO Max. Er líður á þættina verða hlutirnir flóknari og alvarlegri þar sem varpað er upp áleitnum spurningum um lífið, til- veruna og siðferði, þar sem skilin milli raunveruleika og skáldskapar verða afar óskýr. n Winston Churchill var fyrsti for- sætisráðherra Elísabetar II. Breta- drottningar. Hann fæddist 1874. Liz Truss var sá síðasti. Hún fæddist 1975. Jafnvel hörðustu andstæðingar konungdæmisins hljóta að viður- kenna að Elísabet var einstök. Með henni er gengin síðasta óumdeilda manneskjan í konungsfjölskyld- unni – límið sem hélt breska sam- veldinu saman, segja sumir. Breska konungsfjölskyldan er óneit anlega hálf misheppnuð. Óttalegur vandræðagangur á flest- um fjölskyldumeðlimum. Upp úr standa hins vegar tvær konur, Elísa- bet II. og móðir hennar og nafna, sem lést 101 árs fyrir 20 árum. Ætli hugur þegna Elísabetar til drottningar sinnar komi ekki nokkuð vel fram í bókinni BFG eftir Roald Dahl. Þegar bergrisinn frómi góði og Soffía standa frammi fyrir nær óleysanlegu vandamáli ákveða þau að leita á náðir Englandsdrottn- ingar, sem bregst þeim ekki, enda traust sem klettur. Mæðgurnar og nöfnurnar höfðu ríkt skopskyn, og veitti sennilega ekki af því í því hlutverki sem þær léku. Sagan segir að drottningar- móðirin, sem var með hverja mín- útu dagsins skipulagða nokkra mánuði fram í tímann, hafi á hverjum morgni látið setja dýr- indis kampavínsflösku í kæli, ef ske kynni að einhver kíkti í heimsókn. Í eftirmiðdaginn lét hún svo opna flöskuna þótt enginn hefði komið óvænt í heimsókn. Annars færi kampavínið bara til spillis, sagði Ekkert verður aftur samt – lífið heldur áfram hún, þar sem það þyldi bara kælingu einu sinni. Starfsfólkið í Clarence House naut góðs af. Sumir telja persónulegar vinsæld- ir Elísabetar II. hafa ráðið úrslitum þegar Skotar höfnuðu því að slíta sig úr ríkjasambandi við Englendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu 2014. Margir hafi ekki getað hugsað sér að hafna drottningu sinni með þeim hætti. Óvíst er með breska samveldið og samstöðu Breta um konungdæmið nú þegar sameiningartáknið er horfið af sviðinu. n Fyrsti forsætis- ráðherra Elísabetar var fæddur 1874 og sá síðasti 1975. 22 Helgin 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 10. september 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.